Sólskin - 01.07.1932, Side 65

Sólskin - 01.07.1932, Side 65
63 stálhörðu standbei’gi í möl, sand og leir, þótt hægt fari. Vindurinn er straumur í loftinu. Pótt Ijessi straum- ur sje að jafnaði ekki eins veigamikill og straum- arnir í sjónum, getur hann samt unnið kraftaverk, •engu síður en áin og hafið. Pess er áður getið, hvernig eldfjallaaska berst með vindum landa á milli, svo að segja má, að vindurinn taki hluta af einu landinu, og bæti við annað. Pá getur vindur- inn feykt sandi og þurrum leir langar leiðir, skaf- ið hóla og hæðir, en fylt upp lautir og- hvamma. Auk þess, að vindurinn vinnur þannig beinlínis að því að jafna landið og lækka, tekur hann einnig ó- beinlínis þátt í starfi sjávarins og vatnanna. Hann setur sjó og vötn í hreyfingu, hann er sá meistari, sem byggir öldurnar, og hafstraumarnir eru meira eða minna af hans völdum. Island er að breytast. Pað er, endur fyrir löngu, fætt inn í heiminn, sem afkomandi hinnar gömlu brúar, sem einu sinni tengdi saman Evrópu og Ameríku. Nú á tímum stendur það eins og voldugt háfjallavígi, nyrst í Atlantshafi, en um framtíð þess berjast tröllefld náttúruöfl, sem aldrei leg-gja vopn- in niður, og aldrei láta af störfum. Pað ísland, sem við búum á, er augnabliksmynd, sem aldrei hefir verið til áður, og aldrei verður til seinna. Ef við viljum reynast fullkomlega sannorð, verðum við að játa það, að ísland er öðru vísi nú, en á »Ingólfs dögum.« Margar ár hafa breytt farvegi síðan, mörg hraun, sem þá voru ber og- nakin, eru nú hulin

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.