Sólskin - 01.07.1932, Side 32
30
Stríð við óvini.
Hversu mjög' sem dýravernd og mannúð fara í
vöxt, eru þó til þau dýr og' aðrar lífverur, sem sið-
aðir menn verða að kappkosta, að útrýma. Má þar
nefna lýs og flugur og sóttkveikjur.
Sem betur fer, er nú búið að útrýma lúsinni af
öllum góðum heimilum á fslandi. I þeirri baráttu
var verst að eiga við hugsunarháttinn. Margir trúðu
því, að það væri heilsubót að lúsabiti, og að við
það hreinsuðust vessar úr blóðinu. Sumir trúðu jafn-
vel að lúsin kviknaði undir skinninu og skriði svo út
um það. Nú vita menn, að lífvera kviknar aldrei,
heldur fæðist altaf af foreldrum. Pegar Öll þessi
andstyggilega hjátrú hvarf úr sögunni, var ljett verk
að útrýma lús af heimilum. Ekki þurfti annað en
að sjóða allan þvott og láta dálítið af steinolíu í
þvottavatnið.
Jeg býst við, að með vaxandi þrifnaði muni bráð-
um hepnast að útrýma lús að mestu hjer á. landi.
En það er annað dýr, sem er engu minni óvinur
heilsu og hréihlætis, sem sje flugan. En skilnings-
leysi og rangur hugsunarháttur valda því, að sumir
kunna því ekki svo illa, að hafa flugur í húsum sín-
um. En þessi meinvilla þarf að hverfa. Flugur eru
ávalt óvinir manna og ættu hvergi að eiga friðland
í bústöðum Jjeirra. Þær eru sjálfar óhreinar og flytja
með sjer óþverra. Þær verpa eggjum sínurn eða
vía, sem kallað er, í hræjum og skarni og eru ávalt
með löðrandi fætur.