Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 04.12.2010, Qupperneq 30
30 4. desember 2010 LAUGARDAGUR Kókosolía er dæmi um vöru sem er víða auglýst sem mikil heilsubót og er jafnvel sögð grenn- andi. Alfons Ramel, næringarfræðing- ur hjá Rannsókna- stofu í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir þetta ekki alls kostar rétt. „Í fyrsta lagi er ekki rétt að kalla kókosfitu olíu enda er hún ekki í fljótandi formi. Samsetning hennar er reynd- ar aðeins mismunandi en yfirleitt er þetta mjög hörð fita.“ Alfons segir fitutegundir hafa mismunandi sam- setningu sem hafi áhrif á það hvort fitan sé hörð eða mjúk. „Rannsóknir benda til þess að fitusýrur sem eru stuttar eða miðlungslangar hafi öðruvísi efnaskipti og sumt bendir til að þær séu grennandi. Í kókosolíu er hlutfall fitusýra af þessari gerð um tíu prósent. Út frá því er fullyrt að hún sé hollari. Í henni eru hins vegar um nítíu prósent af venju- legum fitusýrum og er fullyrðingin því hæpin, auk þess sem gera þyrfti viðurkennda rannsókn til að mega halda slíku fram. Fullyrðingin þyrfti auk þess að vera á lista Evrópu sambandsins yfir leyfð- ar heilsufullyrðingar.“ H eilsufullyrðing- ar tengdar nær- ingu og matvæl- um er víðs vegar að finna á íslensk- um markaði. Ætla mætti að þær hefðu allar hlotið náð fyrir augum eftirlitsaðila en því fer fjarri og talsvert er um ólög- legar fullyrðingar sem ekki eiga við rök að styðjast. Sumt virðist saklaust og eflaust fer það fram- hjá mörgum að um ólöglegar merk- ingar og fullyrðingar er að ræða en dæmin eru mörg. „Fullyrðing um að brún hrísgrjón frá Uncle Ben‘s séu góð fyrir hjart- að er til að mynda ekki leyfileg og ekki er leyfilegt að auglýsa morg- unkorn í hjartalaga skál enda gefur það sams konar virkni til kynna. Þá er ekki leyfilegt að gefa til kynna að fólk geti skroppið saman um marg- ar fatastærðir með því að borða til- tekinn mat,“ segir Ingibjörg Gunn- arsdóttir, prófessor í næringarfræði við matvæla- og næringarfræði- deild Háskóla Íslands. Ný reglugerð tók gildi í apríl Evrópusambandið gaf út reglugerð um næringar- og heilsufullyrðing- ar er varða matvæli í desember 2006 og tók hún gildi 1. júlí árið 2007. „Þar með voru fyrstu sam- ræmdu reglurnar um notkun full- yrðinga í aðildarlöndunum sett- ar,“ segir Ingibjörg. Reglugerðin kveður á um að allar þær heilsu- og næringarfullyrðingar sem séu notaðar í merkingum, kynningum eða auglýsingum þurfi að vera til á samræmdum lista Evrópusam- bandsins. Reglugerðin tók gildi á Íslandi 28. apríl síðastliðinn en framleiðendur og innflytjendur hafa tólf mánaða frest til að upp- fylla ákvæði hennar og rennur hann út 28. apríl á næsta ári. Fáar fullyrðingar leyfðar Enn sem komið er eru örfáar full- yrðingar leyfðar á lista Evrópusam- bandsins. Þær skiptast í þrjá flokka; í fullyrðingar sem snúa að börnum, fullyrðingar sem snúa að sjúkdóm- um og almennar heilsufullyrðing- ar. Matvælaöryggisstofnun Evrópu hefur hins vegar í kringum 44 þús- und heilsufullyrðingar til umfjöll- unar og gefur Evrópusambandinu álit sem það síðan notar til hlið- sjónar við gerð listans. „Við erum að bíða eftir því að listinn í heild sinni verði tilbúinn til að geta inn- leitt reglugerðina til fulls en fram að því er hálfgert millibilsástand,“ segir Helga Pálsdóttir, sérfræðing- ur hjá Matvælastofnun, en stofnun- in hefur yfirumsjón með heilbrigð- iseftirliti í landinu. „Mér sýnist þó á öllu að þetta ætli að verða mjög strangt og flestu er hafnað.“ „Samkvæmt reglugerðinni verða næringar- og heilsufullyrðingar meðal annars að vera skýrar og nákvæmar og byggja á vísindalega viðurkenndum heimildum. Þær mega ekki vera rangar, tvíræðar eða villandi, hvetja til óhóflegr- ar neyslu matvæla, gefa í skyn að nægilegt magn næringarefna fáist ekki úr rétt samsettri fæðu og vísa til breytingar í líkamsstarfsemi með texta, myndefni, teikning- um eða táknum. Þegar heilsufull- yrðing fæst samþykkt og er sett á vöru þarf enn fremur að taka fram mikilvægi fjölbreyttrar fæðu og heilbrigðs lífernis, það magn mat- væla og lífsmynstur sem þarf til að fá fram þau jákvæðu áhrif sem fullyrt er um og upplýsingar um einstaklinga sem ættu að forðast matvælin,“ útskýrir Ingibjörg. „Ef við lítum í kringum okkur er ljóst að víða er pottur brotinn í þessum efnum,“ bætir hún við. Eftirlit Heilbrigðiseftirlit sveitarfélag- anna hafa eftirlit með framleið- endum hvert í sínu umdæmi í umboði Matvælastofnunar. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavík- ur, segir að eftirlitið hafi afskipti af fjölmörgum aðilum á hverju ári. „Í því millibilsástandi sem ríkir þar til frestur til að upp- fylla ákvæði reglugerðar Evrópu- sambandsins rennur út styðjumst við við fimmtu grein reglugerðar um merkingar matvæla frá árinu 2005, sem meðal annars kveður á um að merking skuli ekki vera blekkjandi og að ekki megi eigna matvælum þá eiginleika að fyr- irbyggja eða vinna á sjúkdómum manna eða hafa lækningarmátt. Eins er unnið eftir 11. grein mat- vælalaga frá árinu 1995,“ segir Óskar. Hún kveður meðal ann- ars á um að óheimilt sé að dreifa matvælum þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar eðli eða áhrif. „Ef við verðum þess áskynja að verið sé að brjóta þessi lög grípum við til aðgerða. Við þurfum hins vegar líka að taka mið af stjórnsýslulögum og beita alltaf vægustu mögulegu úrræð- um til að ná árangri. Ef vara ógnar ekki beinlínis heilsu fólks fá fyrir- tækin frest til að lagfæra merking- arnar en sé því ekki fylgt eftir er gripið til frekari aðgerða og dreif- ing vörunnar stöðvuð.“ Framleiðendur sem ganga of langt Nýlegt dæmi um slíkar aðgerðir eru gegn fyrirtækinu My Secret sem framleiðir engiferdrykk sem var lengi vel sagður virka vel á alls kyns kvilla; gigt, astma, mígreni, tíðaverk, flensu, húðvandamál og bólgur svo dæmi séu nefnd. Fram- leiðandinn var skráður í umdæmi Heilbrigðiseftirlitsins í Hafnar- firði og Kópavogi, sem fór fram á úrbætur. Þegar þeim var ekki sinnt var dreifingin stöðvuð, sem varð til þess að framleiðandinn lét merkja vörurnar upp á nýtt. „Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerði síðan athugasemd við engi- ferdrykk í Bónus þar sem heilsu- fullyrðingar voru settar fram og hefur merkingunum verið breytt,“ segir Óskar. Ingibjörg ritaði nokkuð harðorða grein í Morgunblaðið 20. október síðastliðinn þar sem hún fjallaði meðal annars um umrædda engi- ferdrykki og ísbúð sem auglýsti jógúrtís sem var sagður lækka kólesteról. Þá minntist hún á aðra ísbúð sem auglýsti mjólkurhrist- ing sem væri góður fyrir sjónina. Hún óskaði eftir svörum frá Mat- vælastofnun og Heilbrigðiseftirlit- inu á því hver bæri ábyrgð á því að reglugerð Evrópusambandsins væri framfylgt. Hún segir ánægju- legt að gripið hafi verið í taumana. „Það er verið að vinna í þessu af fullum krafti og virðist bæði áhugi og vilji til staðar.“ Blaðamaður fór hins vegar á stúfana og gat ekki betur séð en að bláberjamjólkurhristingur sem var auglýstur í Ísbúð Garða- bæjar á Garðatorgi ætti bæði að vera góður fyrir heilann og sjón- ina og þá hangir My Secret-skilti með fjölmörgum heilsufullyrð- ingum ennþá uppi fyrir ofan sér- stakan My Secret-kæli í Hagkaup í Garðabæ. Ingibjörg bindur vonir við að þegar frestur til að uppfylla skilyrði reglugerðar Evrópubanda- lagsins renni út fái slíkar fullyrð- ingar ekki að viðgangast. „Það er bara verst hvað menn komast stundum upp með að græða lengi áður en gripið er inn í.“ Fullyrðingar sem standast ekki lög Fullyrðingar um að tilteknar matvörur séu hollar, hafi ákveðna virkni eða lækningamátt er víða að finna. Þær eru margar ólög- legar en dæmi eru um að menn komist upp með þær í lengri tíma með tilheyrandi gróða. Vera Einarsdóttir kynnti sér málið. VONGÓÐ Ingibjörg vonar að ný reglu- gerð Evrópusambandsins verði til góðs. HERTAR REGLUR Þó að verið sé að merkja eða auglýsa vöru sem almennt þykir holl þurfa allar heilsufullyrðingar að vera á lista Evrópusambandsins yfir leyfðar fullyrðingar. Þar er eitt af skilyrðunum að þær byggi á viðurkenndum rannsóknarniðurstöðum. Auglýsingar og merkingar mega heldur ekki vísa í breytingar á líkamsstarfsemi með texta, myndefni eða táknum eins og til dæmis hjartalaga matarskálum. NORDICPHOTOS/GETTY ÓLÖGMÆTAR FULLYRÐINGAR Á lista Evrópusambandsins eru fjórar fullyrð-ingar leyfðar á lista yfir heilsufullyrðingar sem snúa að sjúkdómum. Þrjár fjalla um plöntu- efni sem hefur verið sýnt fram á að geti lækk- að kólesteról í ákveðnu magni og ein um tyggi- gúmmí sem er sætt með 100 prósent xylitoli. Ef við tökum síðastnefndu fullyrðinguna sem dæmi má setja það á umbúðir, merkingar og í auglýs- ingar að sýnt hafi verið fram á að 100 prósent xyl- itol dragi úr tannskemmd- um. Hins vegar þarf þá einnig að taka það fram að til að ná tilætluðum árangri þurfi að neyta 2-3 g af tyggigúmmíi með 100 prósent xylitoli að minnsta kosti þrisvar sinnum á dag eftir mál- tíðir. Á listanum yfir bannaðar heilsufullyrðingar sem snúa að börnum hefur 29 fullyrðingum enn sem komið er verið hafnað. Ein snýr að mjólk og osti. Fullyrðingin sem óskað var eftir að fengist samþykkt var sú að mjólkurvörur stuðluðu að tannheilbrigði barna. Fullyrðingunni var meðal annars hafnað vegna þess að ekki hefur tekist að sýna fram á beint orsakasamband á milli þess að borða mjólkurvörur og fullyrðingarinnar sem um ræðir. Leyft og hafnað Hæpið að segja kókosolíu hollari ■ FÁAR HEILSUFULLYRÐINGAR FÁ SAMÞYKKI EVRÓPUSAMBANDSINS Gamalgrónar fullyrðingar Fullyrðingar á maltflöskum eru í raun bannaðar. Egill Skallagrímsson hefur frest til 28. apríl 2011 til að merkja flöskurnar upp á nýtt. Á flöskunni stendur: Nærandi og styrkjandi. Gefur hraustlegt og gott útlit. Bætir meltinguna. Merkingum breytt Fyrirtækið My Secret hefur þurft að merkja drykkina sína upp á nýtt en framan af voru þeir sagðir hafa góð áhrif á ýmsa kvilla. Stangast á við reglugerð ESB Í ísbúðinni í Garðabæ er fullyrt að bláberja- mjólkurhristingur sem þar fæst sé góður fyrir heilann og sjónina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.