Fréttablaðið - 04.12.2010, Síða 60

Fréttablaðið - 04.12.2010, Síða 60
2 fjölskyldan Flestar af mínum barnabókum urðu til þegar ég var kennari en ég vann þá líka mörg sumur sem leiðtogi í sumarbúðum drengja í Vatna- skógi. Þar þurfti ég að vera tilbúinn á hverjum degi með sögur sem ég spann á staðnum,“ segir Þórir S. Guðbergsson, kennari, félagsráðgjafi og rithöfundur, en eftir hann liggur fjöldi unglinga- og barnabóka auk þýðinga. Bókin Tóta tíkarspeni eftir Þóri kom fyrst út árið 1978. Hún hefur nú verið endurútgefin en Þórir vann hana í sam- vinnu við syni sína, Hlyn Örn og Krist- in Rúnar, þá ellefu og þrettán ára. Þórir segir samvinnu feðganna hafa styrkt böndin milli þeirra. „Hlynur Örn var aðalteiknarinn. Hann var nýgreindur með sykursýki og fárveikur þarna en það er ekki að sjá á myndunum. Við unnum allt í sameiningu og það kostaði stund- um svita og tár. En það styrkti okkur alla sameiginlega og ég hafði virkilega unun af því að vinna með þeim.“ Á erfiðum tímum eins og íslenskt sam- félag gengur nú í gegnum segir Þórir hætt við að börn verði útundan. Fólk verði að gefa sér tíma með þeim. „Máli skiptir að eiga samleið með sínum börn- um. Það er helsta aðalástæða þess að bókin um Tótu kemur út aftur á þessum tímum rótleysis. Sagan kemur inn á mörg atriði; í byrjun líður Tótu illa og fer að stríða. Hún reynir að tala við fullorðna fólkið en það hefur enginn tíma. Hún fer þá ein út í skóg og fer að tala tréð sem hefur nógan tíma og líður betur eftir það. Boðskapurinn er hvernig mannleg sam- skipti gefa öllum aðilum mikið.“ Þórir segir lestrarstundir með börnum dýrmætar. Sjálfur á hann fjögur börn og las fyrir þau frá fæðingu. „Við töluðum við þau í vöggunni, sungum eða lásum. Það spannst svo upp í sögu og lestrar- stundir. Ég sé eftir því hvað ég skrif- aði litið niður af því sem þau sögðu og spurðu. Nú á ég líka þrjú barnabörn sem er yndislegt að fá svona í ellinni.“ - rat Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Hrefna Sigurjónsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir Ljósmyndir: Frétta- blaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Foreldrar þurfa að vera á stöðugu varðbergi gagn-vart hættum í umhverfinu. Ekki þó aðeins þeim sem geta orðið börnunum skeinuhættar eins og bílar á hraðferð, illa girtir byggingagrunnar og lúmskar tjarnir. Nei, líka þeim sem geta komið þeim sjálfum í bobba, sérstaklega þegar þeir eru á hrað- ferð. Sem móðir tveggja og hálf árs stúlku þarf ég að vera stanslaust á tánum til að lenda ekki í seinlegum uppákomum sem krefst þolinmæði og útsjónarsemi að komast út úr. Tökum nokkur dæmi: Þegar við mæðgurnar vöknum á morgnana er nauð- synlegt að við komum strax við á klósettinu áður en stelpan sleppur fram í stofu. Ef ekki, getur reynst þrautin þyngri að spóla til baka og fá hana til að bursta tennur og fara á klóið. Tíu mínútna seinkun þar. Þegar við erum að taka okkur til verð ég að forðast að nefna leikskólann. Því þótt henni þyki ekki leiðin- legt í leikskólanum finnst henni ömurlegt að fara þangað. Ef mér verður á að nefna leikskólann getur það þýtt mótþróa í öllu sem á eftir fylgir. Korter hér. Kisur eru stórhættulegar, ég forðast þær, sérstak- lega ef við erum seinar fyrir. Aðdráttarafl þeirra er slíkt að það getur kostað í fyrsta lagi langa töf og í öðru lagi miklar fortölur að koma barninu inn í bíl. Það sem virkar best að segja er: „Nú ætlar kisa að fara heim að sofa.“ Ég hef stundum reynt að stugga við kisunum svo lítið beri á. Verst hvað kettirnir í hverfinu virðast mannblendnir. Fimm mínútur hér. Ef allt leggst á eitt er ljóst að við verðum allt of seinar bæði í leikskóla og vinnu. Því er til mikils að vinna að vera á tánum á morgnana. Seinni part dags skiptir ekki eins miklu máli að komast hratt áfram. Þó eru nokkrar hættur sem best er að vara sig á: Kringlan er til dæmis bannstaður. Barnið mitt kann svo sem að haga sér nokkuð skikkanlega í verslunum en versta martröð foreldra hlýtur að vera hinar ýmsu hringekjur og barna- leik tæki sem dreift er um alla verslun- armiðstöðina. Slík tæki koma frá hinum vonda enda þykir stúlkunni sjálfsagt að stoppa við hvert og eitt þeirra til að prófa og njóta. Annað stórvara- samt er veggurinn með hár- skrautinu í verslunum, nammi- barinn og hinir ýmsu sjálfsalar. Við foreldrarnir erum líklega allt of oft á hraðferð og ættum að reyna að hægja aðeins á og leyfa börnunum stundum að njóta þeirrar skemmtunar sem okkur þykir tímasóun. Babú hætta á ferð Sólveig Gísladóttir skrifar BARNVÆNT Undraveröld Disney Vel er tekið á móti fjölskyldum á veitingastaðnum Nítjándu í Turninum í Kópavogi, en þar var fyrir skemmstu opnað skemmti- legt leikherbergi innréttað í anda ævintýraheims Disney. Meðan foreldrarnir hafa það gott á veitingastaðnum geta börnin dundað sér í leikherberginu við að kubba, lesa blöð og bækur og notið þess að horfa á myndir úr smiðju Disney í afslöppuðu og fallegu umhverfi. Öryggi barna var haft til hliðsjónar við hönnun herbergisins og um helgar eru í því starfsmenn sem hafa auga með ungu gestunum. Disney-herbergið er hluti af þeirri fjölskylduvænu stefnu sem Nítjánda veitingastaður leggur upp með. Þá er einnig gaman að segja frá hinu sérsniðna Disney-hlaðborði sem boðið eru upp á á kvöldverðarstaðnum, með réttum úr Stóru Disney matreiðslubókinni, svo sem Guffa-lasagna, Bjarnabófapylsur og pasta að hætti Lísu í Undralandi. Nánar á www.veisluturninn.is. Samveran er svo dýrmæt Bókin Tóta tíkarspeni eftir Þóri S. Guðbergsson hefur verið endurútgefin. Hún kom fyrst út árið 1978 en Þórir vann bókina í samvinnu við syni sína. Hann segir samveru foreldra og barna vera mjög dýrmæta. Margrét Sæberg nuddari / Guðmundur Hallbergsson Sími 661 2580 • logy@logy.is • www.logy.is Besta jólagjöf ársins! Til sýnis, prufu og sölu til jóla við jólatréð á 1. hæð Kringlunnar. 4 ár á Íslandi / Þýsk snilld Ríkur maður Þórir segir yndislegt að fá barnabörnin í ellinni. Samverustundir fjölskyldunnar séu dýrmæt- ar. Hér er hann ásamt sonar- dóttur sinni Elvu Qi Kristins- dóttur, átján mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.