Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 124
96 4. desember 2010 LAUGARDAGUR
SEGJA SKILIÐ VIÐ GLEE Krakkarnir sem slegið
hafa gegn í Glee verða að finna sér annað að
gera árið 2012.
Söngvarinn Justin Bieber sannaði
fyrir heiminum að hann er meira
en bara sæt táningsstjarna, þegar
hann mætti í spænskan spjall-
þátt á dögunum. Bieber hafði í
för með sér töfratening Rubiks og
sýndi æstum áhorfendum hvern-
ig hann leysti úr þrautinni, en það
tók hann ekki nema
eina og hálfa mínútu.
Þegar Bieber var
búinn, stóð hann upp
og afhenti trylltum
aðdáendum í salnum
kubbinn.
Poppstjarn-
an hefur
víst verið
að þjálfa
hæfileik-
ann í ein-
hvern
tíma
og ljóst
að það
hefur
skilað
árangri,
allavega
í þetta
skipti.
Icelandair-spil Þorbjörns
Ingasonar vöktu mikla
athygli í fyrra þegar Fin-
ancial Times og tímaritið
Monocle settu þau á lista
yfir það besta sem hægt
væri að taka úr flugvélum.
Þorbjörn hefur nú hannað
forsíðu á síðarnefnda blað-
ið.
Hönnuðurinn Þorbjörn Ingason
hannar forsíðuna á desember/jan-
úar-útgáfu tímaritsins Monocle
sem er ritstýrt af hinum virta
Tyler Brúlé en hann situr einnig
í ritstjórastóli Wallpaper, áhrifa-
mikils blaðs á sviði útlits og hönn-
unar. Efni blaðsins eru spár þess
um hvað muni gerast árið 2011 og í
fljótu bragði virðist forsíðumynd-
in fremur einföld. Öðru nær.
„Mitt hlutverk var að finna
„element“ eða tákn fyrir hvern
efnisþátt í blaðinu. Ég hannaði
þau í tölvu, prentaði út og klippti
niður í pappírsmódel,“ útskýrir
Þorbjörn. Pappírsmódelunum var
síðan stillt upp þannig að mynd-
in væri í réttum hlutföllum. Þor-
björn fékk Torfa Agnarsson ljós-
myndara til að taka myndina
sem síðan var notuð á forsíðuna.
Hönnuðurinn segir Monocle-menn
hafa verið sátta, þeir hafi alla-
vega notað myndina, hann sent
reikning sem síðan var borgaður.
„Þetta er ekki mikill peningur, ég
er allavega ekki að fara að græja
yfirdráttinn eða borga niður hús-
næðislánið.“
Verkefnið kom upp í október á
þessu ári og raunar í beinu fram-
haldi af umfjöllun blaðsins um spil-
in góðu þótt Þorbjörn hafi vissu-
lega unnið á stofunni sem gefur
blaðið út fyrir margt löngu. „Og ég
hef verið í sambandi við þá síðan,“
útskýrir Þorbjörn sem er byrjaður
með eigin stofu og er kominn með
umboðsmann í New York. „Nú er
maður orðinn sjálfstæður verktaki
og þetta verkefni var því ágætlega
tímasett enda hugsaði ég það sem
ágætis kynningu fyrir mig og mín
verk,“ segir Þorbjörn en áðurnefnt
tímarit er nú fáanlegt í öllum betri
bókaverslunum landsins.
freyrgigja@frettabladid.is
MIKIL VINNA
Forsíðan á nýjasta Monocle var ekki hrist
fram úr erminni heldur liggur að baki mikil
smáatriðavinna þar
sem pappírsmódel
koma töluvert
við sögu. Þegar
pappírsmódel-
unum hafði verið
stillt upp í réttum
hlutföllum tók
Torfi Agnarsson
mynd og hún var
síðan notuð á
forsíðunni.
SPILIN KVEIKJAN Iceland Air-spilin sem Þorbjörn hannaði vöktu töluverða athygli á
hönnuðinum sem er nú kominn með umboðsmann í New York.
HANNAÐI FORSÍÐU MONOCLE
Kvikmyndin The Tourist, með
Angelinu Jolie og Johnny Depp í
aðalhlutverkum, verður frumsýnd
innan skamms og hafa leikararnir
verið duglegir við að kynna mynd-
ina með því að veita viðtöl. Í viðtali
við vefritið Pop Sugar segist Jolie
hafa átt í erfiðleikum með að túlka
kvenleika persónu sinnar.
„Búningahönnuður kvikmynd-
arinnar vildi að persóna mín væri
kynþokkafull og fáguð en einnig
skemmtileg og lífsglöð. Það tók
mig smá stund að venjast hælun-
um og hönskunum sem ég þurfti
að vera í, ég held það viti allir nú
orðið að ég er ekkert sérstaklega
kvenleg alltaf. Þetta voru því mikil
viðbrigði fyrir mig, sérstaklega
eftir að hafa verið nýbúin að leika
í kvikmyndinni Salt, þar sem ég
var allt annað en kvenleg,“ sagði
leikkonan.
Hún sótti innblásturinn fyrir
persónuna á ólíklegasta stað, til
eins árs gamallar dóttur sinn-
ar, Vivienne. „Yngsta dóttir mín,
Vivienne, er mjög stelpuleg í eðli
sínu og ég ákvað að leika fullorðna
útgáfu af henni.“
Háu hælarnir þvæld-
ust fyrir Angelinu
EKKI KVENLEG Leikkonan Angelina Jolie
segist ekki vera sérlega kvenleg kona að
eðlisfari. NORDICPHOTOS/GETTY
Ryan Murphy, höfundur hinna vin-
sælu þátta um krakkana í Glee, hefur
tilkynnt að meirihluti leikaranna muni
líklegast hætta árið 2012. Ástæðan
ku vera sú að persónurnar í þáttunum
verða þá útskrifaðar úr menntaskóla og
því þurfi aðrir leikarar að taka við.
„Við munum mynda nýjan hóp af
leikurum á hverju ári. Það er ekk-
ert sorglegra en nemandi með skalla,“
segir Ryan. Aðalleikkona þáttanna, Lea
Michele, vill alls ekki hætta og von-
ast til að fá að halda áfram á einhvern
hátt. „Ég fæ kannski að koma aftur sem
kennari í Glee,“ segir Lea.
Glee-leikarar hætta
Bieber býr
yfir ýmsum
hæfileikum
EKKERT
MÁL Justin
Bieber leysti
töfra tening
Rubiks á
einni og
hálfri mínútu
í spænskum
spjallþætti
á dögunum.