Fréttablaðið - 04.12.2010, Side 132
4. desember 2010 LAUGARDAGUR104
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI England mun aldrei sækja um heims-
meistaramótið í fótbolta á ný nema FIFA geri
róttækar breytingar á því hvernig kosningin
fer fram,“ sagði Andy Anson, formaður ensku
nefndarinnar sem stóð að umsókn Englendinga
um heimsmeistaramótið í fótbolta 2018.
Það er óhætt að segja að Englendingar hafi
fengið „tæknilegt rothögg“ í kosningunni í
Zürich á fimmtudag en England fékk aðeins
2 atkvæði af alls 22 í fyrstu umferð og á end-
anum fengu Rússar keppnina árið 2018. FIFA
kom enn frekar á óvart þegar tilkynnt var að
Katar fengi lokakeppnina árið 2022.
Breskir fjölmiðlar fara hamförum í gagn-
rýni sinni á ákvörðun FIFA og eflaust eru
einhverjar knæpur búnar að setja upp pílu-
spjald með mynd af Sepp Blatter, forseta FIFA.
Breska kaldhæðnin einkennir fréttaflutning
dagblaða og þar fer The Guardian fremst í
flokki með mynd af David Beckham á forsíðu
og fyrirsögnin er: „Upp með hökuna Becks, í
þetta sinn féllum við ekki úr keppni eftir víta-
keppni.“
Talið er að Englendingar hafi eytt um þrem-
ur milljörðum króna í undirbúning á síðustu
árum og lögðu margar stórstjörnur umsókn-
inni lið. Þar má nefna David Beckham, Vil-
hjálm prins og forsætisráðherrann David
Cameron.
Daily Mail fer víða í umfjöllun sinni og bein-
ir meðal annars spjótum sínum að fréttaskýr-
ingaþættinum Panorama hjá BBC sem kom upp
um spillta meðlimi í framkvæmdastjórn FIFA.
Daily Mail telur að það mál hafi vakið reiði hjá
FIFA og útreið Englendinga í kjörinu sé skýr
skilaboð um hefnd fyrir umfjöllun BBC og The
Sunday Times um spillinguna hjá FIFA.
Rio Ferdinand, fyrirliði enska landsliðsins,
skrifar meðal annars á Twitter-samskiptasíð-
una: „Tímasetningin á umfjöllun Panorama
gat ekki verið verri, það er staðreynd.“ Anson
tekur undir orð Ferdinands og vitnar í samtöl
sín við meðlimi framkvæmdastjórnar FIFA.
„Margir höfðu það á orði að breskir fjölmiðlar
hefðu „drepið“ umsókn okkar,“ segir Anson.
Graham Taylor, fyrrverandi þjálfari enska
landsliðsins, gefur framkvæmdastjórn FIFA
ekki háa einkunn: „Við hverju mátti búast?
Þeir sem ráða ferðinni hjá FIFA segja já við
öllu þegar þú ræðir við þá en nei um leið og þú
snýrð baki í þá.“ - seþ
Enskir fjölmiðlar eru æfir yfir ákvörðun FIFA og vilja að róttækar breytingar verði gerðar á kosningunni:
England mun aldrei aftur sækja um HM
FORSÍÐUR BLAÐANNA Enskir fjölmiðlar fóru mikinn í
umfjöllun sinni um HM-málið í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
IMAGES
GOLF „Þetta er mjög sérstakt golf-
mót, allt öðruvísi en önnur golfmót,
því það skiptir í raun ekki máli
hver sigrar, þrjátíu efstu komast á
Evrópumótaröðina og það skiptir
því mestu máli að gera sem fæst
mistök,“ sagði Birgir Leifur Haf-
þórsson atvinnukylfingur í gær
en hann hefur leik í dag á Spáni á
lokaúrtökumótinu fyrir næststerk-
ustu atvinnumótaröð í heimi.
„Ég hef ekki hugmynd um hve
oft ég hef leikið á lokaúrtökumót-
inu. Spái lítið í svona hluti en ég
var ekki með 2008 og 2009, og ég
komst ekki í gegnum annað stigið
2002 og 2003.“
Birgir lék vel á öðru stigi úrtök-
umótsins á Arcos Garden sem lauk
á þriðjudag en þar endaði hann í
öðru sæti á sex höggum undir pari.
Þar fór Birgir hamförum á flötun-
um og pútterinn var „sjóðheitur“
– líkt og í gamla daga þegar hann
var að stíga sín fyrstu skref sem
afrekskylfingur. Og Birgir viður-
kennir að hann hafi breytt hugar-
fari sínu hvað varðar púttin og þar
koma unglingsárin á Akranesi við
sögu.
„Það hefur margt gengið upp hjá
mér í sumar og að mínu mati eru
breytingarnar sem ég gerði á pútt-
unum síðasta vetur að skila sér. Ég
hef oft slegið betur, en ég held ég
geti fullyrt að ég hafi ekki pútt-
að betur – nema kannski þegar ég
var 17 eða 18 ára gamall. Þá hafði
maður ekki rænu á því að vera
pæla í tæknilegum hlutum og ég
fór einfaldlega til baka í þann tíma
og hef tileinkað mér sömu áhersl-
ur á ný.
Einfaldleikinn er bestur. Ég fékk
mér aðeins lengri pútter – eins og
ég var áður með. Ég hef einfald-
að allt í kringum púttin. Í raun má
segja að ég miði bara á þann stað
sem ég ætla að pútta og síðan fram-
kvæmi ég púttið án þess að hugsa
mikið um það frekar. Flóknara er
það nú ekki. Og þetta virkar.“
Keppnistímabilið hefur verið
frábært hjá Birgi en hann sigraði
á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðja-
bergsvelli og hann var Íslands-
meistari í holukeppni á Garða-
velli á Akranesi. Sá völlur var líka
í aðalhlutverki þegar Birgir lék á
58 höggum af gulum teigum síð-
sumars, fjórtán höggum undir
pari vallar. Það met verður líklega
aldrei slegið.
Lokaúrtökumótið stendur yfir í
sex daga. Að loknum fjórum fyrstu
keppnisdögunum komast um 80
kylfingar af alls 160 áfram, og
þeir leika tvo hringi til viðbótar
þar sem keppt er um 30 laus sæti
á Evrópumótaröðinni. Birgir hefur
tvívegis verið einu höggi frá því
að vera í hópi þeirra sem komust í
gegnum lokaúrtökumótið, 2001 og
2004, en hann endaði í 25. sæti árið
2006 og braut þá ísinn í áttundu til-
raun. seth@frettabladid.is
Pútterinn hjá Birgi er sjóðheitur
Birgir Leifur Hafþórsson fór aftur í fortíðina og púttar með sama hugarfari og þegar hann var unglingur.
Lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina hefst í dag. Birgir Leifur komst alla leið í áttundu tilraun.
ALVARAN BYRJAR Í DAG Birgir Leifur er afar nálægt því að komast á Evrópumótaröð-
ina í golfi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KÖRFUBOLTI Körfuknattleikssam-
bandið hefur gefið út hvaða tíu
leikmenn keppa í 3ja stiga skot-
keppninni á Stjörnuleik KKÍ
sem fer fram í Seljaskóla eftir
eina viku. Tveir efstu mennirn-
ir í keppninni fyrir ári, sigurveg-
arinn Magnús Þór Gunnarsson
og Sean Burton, munu mætast
aftur en Magnús vann 15-14 sigur
í æsispennandi keppni í Grafar-
vogi í fyrra. - óój
3ja stiga keppnin 2010:
Sean Burton Ægir Þór Steinarsson
Kjartan Atli Kjartansson Justin Shouse
Pálmi Freyr Sigurgeirsson Ellert Arnarson
Ryan Amaroso Brynjar Þór Björnsson
Marek Avlas Magnús Þór Gunnarsson
3-stiga keppni Stjörnuleiks KKÍ:
Sean og Maggi
mætast aftur
5,3 ÞRISTAR Í LEIK Sean Burton hefur
hitt úr 48 af 97 3ja stiga skotum sem er
49,5 prósenta nýting. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI José Mourinho, þjálf-
ari Real Madrid, tjáði sig í gær
um leikbannið sem UEFA dæmdi
hann í fyrir að skipa tveimur leik-
mönnum sínum að sækja sér vilj-
andi rauð spjöld í Meistaradeild-
arleik á móti Ajax á dögunum.
„Ég lít á þessa refsingu eins og
hvern annan verðlaunapening. Ég
ætla ekki að breyta neinu hjá mér.
Langamma mín dó fyrir löngu
síðan en ég man enn hvað hún
sagði mér: Ef aðrir eru öfund-
sjúkir út í þig þá ættir þú að vera
ánægður,” sagði José Mourinho.
- óój
José Mourinho, þjálfari Real:
Lítur á bannið
sem verðlaun
GLOTT MEISTARANS Jose Mourinho,
þjálfari Real madrid. NORDICPHOTOS/GETTY
ÁTTA LIÐA ÚRSLIT EIMSKIPSBIKARS KARLA í handbolta fara fram um helgina. Í dag taka Framarar á
móti Haukum í Safamýri klukkan 15.45. Á morgun spila Víkingur-Akureyri í Víkinni klukkan 16.00 og Selfoss-Valur á
Selfossi klukkan 19.00. Síðasti leikurinn er síðan á milli ÍR-FH í Austurbergi klukkan 19.30 á mánudagskvöldið.
Opið laugardag frá kl. 11-16 og virka daga 10-18 • Sími 588 8477 • www.betrabak.is
Chiro Collection
heilsurúm
25% jóla-
afsláttur
TempraKON dúnsængur
100% hvítur gæsadúnn
20% afsláttur
kr. 29.900,-
Heilsuinniskór
Inniskór sem laga sig að fætin um og dreifa
þyngd jafnt undir allt fótasvæðið.
Sendum frítt út á land - betrabak.is
He
ils
ui
nn
is
kó
r s
em
lag
ar sig
að fætinum - einstök þæ
gindi
Parið kr. 3.900,-
2 pör kr. 6.980,-
3 pör kr. 9.990,-