Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 132

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 132
 4. desember 2010 LAUGARDAGUR104 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI England mun aldrei sækja um heims- meistaramótið í fótbolta á ný nema FIFA geri róttækar breytingar á því hvernig kosningin fer fram,“ sagði Andy Anson, formaður ensku nefndarinnar sem stóð að umsókn Englendinga um heimsmeistaramótið í fótbolta 2018. Það er óhætt að segja að Englendingar hafi fengið „tæknilegt rothögg“ í kosningunni í Zürich á fimmtudag en England fékk aðeins 2 atkvæði af alls 22 í fyrstu umferð og á end- anum fengu Rússar keppnina árið 2018. FIFA kom enn frekar á óvart þegar tilkynnt var að Katar fengi lokakeppnina árið 2022. Breskir fjölmiðlar fara hamförum í gagn- rýni sinni á ákvörðun FIFA og eflaust eru einhverjar knæpur búnar að setja upp pílu- spjald með mynd af Sepp Blatter, forseta FIFA. Breska kaldhæðnin einkennir fréttaflutning dagblaða og þar fer The Guardian fremst í flokki með mynd af David Beckham á forsíðu og fyrirsögnin er: „Upp með hökuna Becks, í þetta sinn féllum við ekki úr keppni eftir víta- keppni.“ Talið er að Englendingar hafi eytt um þrem- ur milljörðum króna í undirbúning á síðustu árum og lögðu margar stórstjörnur umsókn- inni lið. Þar má nefna David Beckham, Vil- hjálm prins og forsætisráðherrann David Cameron. Daily Mail fer víða í umfjöllun sinni og bein- ir meðal annars spjótum sínum að fréttaskýr- ingaþættinum Panorama hjá BBC sem kom upp um spillta meðlimi í framkvæmdastjórn FIFA. Daily Mail telur að það mál hafi vakið reiði hjá FIFA og útreið Englendinga í kjörinu sé skýr skilaboð um hefnd fyrir umfjöllun BBC og The Sunday Times um spillinguna hjá FIFA. Rio Ferdinand, fyrirliði enska landsliðsins, skrifar meðal annars á Twitter-samskiptasíð- una: „Tímasetningin á umfjöllun Panorama gat ekki verið verri, það er staðreynd.“ Anson tekur undir orð Ferdinands og vitnar í samtöl sín við meðlimi framkvæmdastjórnar FIFA. „Margir höfðu það á orði að breskir fjölmiðlar hefðu „drepið“ umsókn okkar,“ segir Anson. Graham Taylor, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, gefur framkvæmdastjórn FIFA ekki háa einkunn: „Við hverju mátti búast? Þeir sem ráða ferðinni hjá FIFA segja já við öllu þegar þú ræðir við þá en nei um leið og þú snýrð baki í þá.“ - seþ Enskir fjölmiðlar eru æfir yfir ákvörðun FIFA og vilja að róttækar breytingar verði gerðar á kosningunni: England mun aldrei aftur sækja um HM FORSÍÐUR BLAÐANNA Enskir fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun sinni um HM-málið í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES GOLF „Þetta er mjög sérstakt golf- mót, allt öðruvísi en önnur golfmót, því það skiptir í raun ekki máli hver sigrar, þrjátíu efstu komast á Evrópumótaröðina og það skiptir því mestu máli að gera sem fæst mistök,“ sagði Birgir Leifur Haf- þórsson atvinnukylfingur í gær en hann hefur leik í dag á Spáni á lokaúrtökumótinu fyrir næststerk- ustu atvinnumótaröð í heimi. „Ég hef ekki hugmynd um hve oft ég hef leikið á lokaúrtökumót- inu. Spái lítið í svona hluti en ég var ekki með 2008 og 2009, og ég komst ekki í gegnum annað stigið 2002 og 2003.“ Birgir lék vel á öðru stigi úrtök- umótsins á Arcos Garden sem lauk á þriðjudag en þar endaði hann í öðru sæti á sex höggum undir pari. Þar fór Birgir hamförum á flötun- um og pútterinn var „sjóðheitur“ – líkt og í gamla daga þegar hann var að stíga sín fyrstu skref sem afrekskylfingur. Og Birgir viður- kennir að hann hafi breytt hugar- fari sínu hvað varðar púttin og þar koma unglingsárin á Akranesi við sögu. „Það hefur margt gengið upp hjá mér í sumar og að mínu mati eru breytingarnar sem ég gerði á pútt- unum síðasta vetur að skila sér. Ég hef oft slegið betur, en ég held ég geti fullyrt að ég hafi ekki pútt- að betur – nema kannski þegar ég var 17 eða 18 ára gamall. Þá hafði maður ekki rænu á því að vera pæla í tæknilegum hlutum og ég fór einfaldlega til baka í þann tíma og hef tileinkað mér sömu áhersl- ur á ný. Einfaldleikinn er bestur. Ég fékk mér aðeins lengri pútter – eins og ég var áður með. Ég hef einfald- að allt í kringum púttin. Í raun má segja að ég miði bara á þann stað sem ég ætla að pútta og síðan fram- kvæmi ég púttið án þess að hugsa mikið um það frekar. Flóknara er það nú ekki. Og þetta virkar.“ Keppnistímabilið hefur verið frábært hjá Birgi en hann sigraði á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðja- bergsvelli og hann var Íslands- meistari í holukeppni á Garða- velli á Akranesi. Sá völlur var líka í aðalhlutverki þegar Birgir lék á 58 höggum af gulum teigum síð- sumars, fjórtán höggum undir pari vallar. Það met verður líklega aldrei slegið. Lokaúrtökumótið stendur yfir í sex daga. Að loknum fjórum fyrstu keppnisdögunum komast um 80 kylfingar af alls 160 áfram, og þeir leika tvo hringi til viðbótar þar sem keppt er um 30 laus sæti á Evrópumótaröðinni. Birgir hefur tvívegis verið einu höggi frá því að vera í hópi þeirra sem komust í gegnum lokaúrtökumótið, 2001 og 2004, en hann endaði í 25. sæti árið 2006 og braut þá ísinn í áttundu til- raun. seth@frettabladid.is Pútterinn hjá Birgi er sjóðheitur Birgir Leifur Hafþórsson fór aftur í fortíðina og púttar með sama hugarfari og þegar hann var unglingur. Lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina hefst í dag. Birgir Leifur komst alla leið í áttundu tilraun. ALVARAN BYRJAR Í DAG Birgir Leifur er afar nálægt því að komast á Evrópumótaröð- ina í golfi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Körfuknattleikssam- bandið hefur gefið út hvaða tíu leikmenn keppa í 3ja stiga skot- keppninni á Stjörnuleik KKÍ sem fer fram í Seljaskóla eftir eina viku. Tveir efstu mennirn- ir í keppninni fyrir ári, sigurveg- arinn Magnús Þór Gunnarsson og Sean Burton, munu mætast aftur en Magnús vann 15-14 sigur í æsispennandi keppni í Grafar- vogi í fyrra. - óój 3ja stiga keppnin 2010: Sean Burton Ægir Þór Steinarsson Kjartan Atli Kjartansson Justin Shouse Pálmi Freyr Sigurgeirsson Ellert Arnarson Ryan Amaroso Brynjar Þór Björnsson Marek Avlas Magnús Þór Gunnarsson 3-stiga keppni Stjörnuleiks KKÍ: Sean og Maggi mætast aftur 5,3 ÞRISTAR Í LEIK Sean Burton hefur hitt úr 48 af 97 3ja stiga skotum sem er 49,5 prósenta nýting. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI José Mourinho, þjálf- ari Real Madrid, tjáði sig í gær um leikbannið sem UEFA dæmdi hann í fyrir að skipa tveimur leik- mönnum sínum að sækja sér vilj- andi rauð spjöld í Meistaradeild- arleik á móti Ajax á dögunum. „Ég lít á þessa refsingu eins og hvern annan verðlaunapening. Ég ætla ekki að breyta neinu hjá mér. Langamma mín dó fyrir löngu síðan en ég man enn hvað hún sagði mér: Ef aðrir eru öfund- sjúkir út í þig þá ættir þú að vera ánægður,” sagði José Mourinho. - óój José Mourinho, þjálfari Real: Lítur á bannið sem verðlaun GLOTT MEISTARANS Jose Mourinho, þjálfari Real madrid. NORDICPHOTOS/GETTY ÁTTA LIÐA ÚRSLIT EIMSKIPSBIKARS KARLA í handbolta fara fram um helgina. Í dag taka Framarar á móti Haukum í Safamýri klukkan 15.45. Á morgun spila Víkingur-Akureyri í Víkinni klukkan 16.00 og Selfoss-Valur á Selfossi klukkan 19.00. Síðasti leikurinn er síðan á milli ÍR-FH í Austurbergi klukkan 19.30 á mánudagskvöldið. Opið laugardag frá kl. 11-16 og virka daga 10-18 • Sími 588 8477 • www.betrabak.is Chiro Collection heilsurúm 25% jóla- afsláttur TempraKON dúnsængur 100% hvítur gæsadúnn 20% afsláttur kr. 29.900,- Heilsuinniskór Inniskór sem laga sig að fætin um og dreifa þyngd jafnt undir allt fótasvæðið. Sendum frítt út á land - betrabak.is He ils ui nn is kó r s em lag ar sig að fætinum - einstök þæ gindi Parið kr. 3.900,- 2 pör kr. 6.980,- 3 pör kr. 9.990,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.