Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 12

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 12
12 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Fréttaskýring: Hvað kostar nýr Icesave-samningur? Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Heimilistæki, ljós og símar í miklu úrvali. Fleiri girnileg jólatilboð. Líttu inn og gerðu góð kaup. Matvinnsluvél MCM 2054 Hrærir, þeytir, blandar, brytjar, rífur, raspar, tætir og sker. Tvö hraðastig. Jólaverð: 12.200 kr. stgr. Gigaset AS180 Langur taltími, mikil hljómgæði. Jólaverð: 5.900 kr. stgr. Samlokugrill ST710 Fyrir tvær samlokur. 700 W. Jólaverð: 6.700 kr. stgr. Beja borðlampar Þrír litir fáanlegir. Jólaverð: 3.900 kr. stgr. Ryksuga VS59E20 Létt og lipur. 2200 W. Jólaverð: 21.900 kr. stgr. 1 2 3 4 5 6 7 Uppþvottavél SN45M203SK Með fimm kerfum. Mjög hljóðlát og vinnusöm. Jólaverð: 139.900 kr. stgr. Þvottavél WM 12Q460DN Tekur mest 7 kg, 1200 sn./mín. Jólaverð: 129.900 kr. stgr. 1 6 4 fyrir 3 7 5 2 Tiltölulega lítil óvissa er í nýja Icesave-samningnum. Ólíklegt er að breytingar á gengi gjaldmiðla ráði miklu um endanlega niðurstöðu. Fremur er talið að endur- heimtur bús Landsbankans hækki en lækki frá áætlun- um og horfur á efnahags- þróun landsins þurfa að kollvarpast til að hafa áhrif til hins verra. Frumvarpi fjármálaráðherra til nýrra Icesave-laga var dreift í gærkvöldi. Frumvarpið er í raun ein efnisgrein: Heimild til að stað- festa samningana við Breta og Hollendinga frá í síðustu viku. Í greinargerð er aðdragandi samn- inganna rakinn og gerð grein fyrir einstökum þáttum. Eins og fram hefur komið grund- vallast áætlun um endurgreiðslur við að endurheimtur í bú Lands- bankans verði 86 prósent. Er það byggt á mati skilanefndar bank- ans sem í skýrslu til kröfuhafa frá í nóvember telur að úthlutun upp í forgangskröfur muni nema 86 pró- sentum. Heildarforgangskröfur nema 1.320 milljörðum króna en heimtur eru áætlaðar 1.138 millj- arðar. Út frá því mati er áætlað að heildargreiðsla ríkissjóðs vegna málsins muni verða 47 milljarðar króna. Sú tala kann þó að breytast og nokkrar líkur eru taldar á að hún lækki. Mat skilanefndarinnar á endurheimtum er nefnilega var- færið. „Við vitum að matið er var- færið og það vitnar um vönduð vinnubrögð skilanefndarinnar,“ segir Guðmundur Árnason, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem var í samninganefnd Íslands. Ekki sé hins vegar ástæða til að reikna með öðru en mati skila- nefndarinnar. „En ef búið myndi losa fyrr um eignir en það áætlar og selja á góðu verði myndi þessi vænti kostnaður lækka.“ Í frumvarpinu eru tekin dæmi um möguleg áhrif breyttra heimta. Í öðru þeirra sést að kostnaður rík- isins gæti farið niður í tólf millj- arða. Í hinu sést hvernig hann getur hækkað svo um munar. Áhrif gengis gjaldmiðla Þróun gjaldmiðla getur haft áhrif á skuldbindinguna. Slík áhrif hafa raunar þegar komið í ljós. Styrking krónunnar síðastliðin misseri hefur þau áhrif að færri krónur þarf til að standa skil á endurgreiðslunum til Breta og Hollendinga þar sem greiðslur til þeirra eru í pundum og evrum. Miðað við gengi krónunn- ar 30. september á þessu ári hefur endurgreiðslufjárhæðin lækkað úr 659 milljörðum króna í 610 millj- arða. Munurinn liggur í hvað það kostar í krónum að borga fjárhæð- irnar í pundum og evrum. Guð- mundur segir Seðlabankann hafa lagt til ákveðnar reikniforsendur sem gefi færi á að áætla gengis- þróunina. Miðað við þær forsend- ur muni höfuðstóll skuldbindingar- innar lækka niður í 595 milljarða þegar upp verður staðið um mitt ár 2016. Að sögn Guðmundar eru ekki miklar líkur á að gengisbreyting- ar hafi mikil áhrif á endurgreiðsl- urnar. „Í þessu er nánast innbyggð gengisvörn sem felst í því að 90 prósent eigna búsins eru í erlend- um gjaldmiðlum. Skuldbinding TIF (Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta) er í pundum og evrum og svo háttar til að evruskuldbind- ingarnar samsvara nokkurn veginn hlutdeild evra í eignunum. Engu að síður er ákveðin gengis- áhætta til staðar. Hún felst annars vegar í því að krónan veikist mjög mikið, sem er hætta sem er fræði- lega fyrir hendi en talin mjög ólík- leg, og hins vegar í því að breska pundið myndi þróast með ein- hverjum þeim hætti að það kynni að valda ákveðnu misgengi. Fyrir því er mögulegt fyrir stjórnvöld að verja sig, annaðhvort með því að kaupa gengisvarnir eða birgja sig Fáir óvissuþættir í nýja samningnum Endurheimturnar ráða miklu um hve mikið felllur á ríkið Í frumvarpinu eru tekin dæmi um niðurstöðu ef heimtur bús Landsbankans verða annars vegar betri en áætlað er og hins vegar verri. Betri útkoma (ma.kr) Áætluð útkoma (ma.kr) Verri útkoma (ma.kr) Eftirstöðvar höfuðstóls árið 2016 -32 -8 39 Áfallnir vextir í júní 2016 65 76 94 Samtals 32 67 133 Frádregin greiðsla TIF -20 -20 -20 Heildargreiðsla samtals 12 47 113 NIÐURSTAÐAN KYNNT Íslenska samninganefndin setti stafina sína undir samningana við Breta og Hollendinga á miðvikudag og kynnti niðurstöðuna í Reykjavík á fimmtudag. Bandaríski lögmaðurinn Lee C. Bucheit var formaður nefndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.