Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 16

Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 16
16 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040 w w w . h i r z l a n . i s Ti lb oð Ný tt Jólastólar Jólaverð 21.900,- Fullt verð 28.900,- blátt, grátt, svart, fjólublátt, brúnt og vínrautt Support Home Chair Jólaverð 12.900,- Fullt verð 17.900,- blátt, grátt, svart Sitness 20 “Veltikollur”, góður fyrir bakið! Verð 39.900,- blátt, grænt, svart, rautt og fjólublátt Ti lb oð Open Art Verð 117.800,- svart, blátt, grænt og rautt ÁSTRALÍA, AP Tugir flóttamanna, flestir líklega frá Írak og Íran, létu lífið þegar bátur fórst við klettótta strönd Jólaeyju í Indlandshafi. Íbúar eyjunnar fylgdust með sjóslysinu frá klettunum. Um borð í bátnum voru að minnsta kosti 70 manns á öllum aldri og fóru þeir allir í ólgandi hafið þegar skipið brotnaði í spón. „Þetta var alveg hræðilegt,“ sagði Simon Prince, einn íbúa eyj- unnar. „Fólkið kramdist. Þarna voru lík, dáin börn. Allt var þetta ósköp ömurlegt.“ Prince kallaði strax á lögreglu og bæði hann og fleiri íbúar í nágrenn- inu streymdu að til að reyna að hjálpa. Hann segir að vél bátsins hafi greinilega verið biluð og hann hafi verið að velkjast undan ströndinni í um klukkustund áður en hann skall á klettunum. „Báturinn velktist fram og til baka mjög nálægt klettunum hérna.“ Hann býr rétt hjá klettunum og vaknaði snemma morguns við hróp frá fólkinu úti fyrir ströndinni. Einn maður komst af sjálfsdáð- um í land og rúmlega 40 öðrum tókst að bjarga, en nærri 30 lík höfðu fundist. Þrír voru í lífshættu, þar af tveir karlmenn með alvarlega höfuð- áverka og ein kona með áverka á kviðarholi. Fólkið á ströndinni kastaði 50 til 60 björgunarvestum út til fólksins sem reyndi að svamla um í hafinu, en mörg vestanna flutu burt án þess að nokkrum tækist að ná í þau. „Þetta atvik minnir okkur á þær hættur sem fólk stendur frammi fyrir sem flýr undan ofsóknum og mannréttindabrotum í heima- landi sínu, og til hve örvæntingar- fullra ráða það grípur í leit sinni að öryggi,“ segir Richard Towle, full- trúi Flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna. Báturinn var innan við tíu metra langur með skýli ofan á gerðu úr plast- eða efnisdúk. Jólaeyja tilheyrir Ástralíu, en er nær Indónesíu en Ástralíu. Frá Djakarta, höfuðborg Indónesíu, eru 360 kílómetrar til Jólaeyju, en frá Ástralíu er fjarlægðin 2.600 kíló- metrar. Algengt er að flóttamenn frá Írak, Íran og Afganistan fljúgi til Indónesíu og haldi þaðan áfram siglandi til Ástralíu, oft fjölmargir saman á litlum bátum. Ef þeir nást eru þeir oft sendir til Jólaeyju þar sem þeir dvelja í fangelsi meðan mál þeirra eru til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. gudsteinn@frettabladid.is Tugir flótta- manna létust Lítill bátur fórst við klettótta strönd Jólaeyju með tugum flóttamanna. Minnir á þær hættur sem fólk leggur á sig til að losna undan kúgun og ofríki. ÍBÚAR JÓLAEYJU KOMU TIL BJARGAR Báturinn velktist undan ströndinni í um klukku- stund áður en hann skall á klettunum. NORDICPHOTOS/AFP JÓLATRÉ Í INDÓNESÍU Jólaskreytingar eru áberandi í verslunarmiðstöðvum í Indónesíu, þótt yfirgnæfandi meirihluti íbúa landsins sé múslimar. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur ráðið Finn Sveinsson viðskipta- fræðing sem sérfræðing í samfé- lagslegri ábyrgð. Finnur mun leiða stefnumótun og starf bankans í samfélagslegri ábyrgð í samráði við yfirstjórn og hóp starfsmanna bankans, að því er fram kemur í tilkynningu. Meðal verk- efna Finns verð- ur að stuðla að ábyrgri lánastarfsemi og viðskipt- um, sem og góðu siðferði og gagn- sæi. Hann mun einnig stuðla að virkri umhverfisstefnu, stuðningi við samfélagsleg verkefni og upp- lýsingagjöf að því er segir í til- kynningu frá bankanum. - bj Samfélagsleg ábyrgð banka: Ráða sérfræð- ing til starfa FINNUR SVEINSSON SAMFÉLAGSMÁL Þórdís Elva Þorvalds- dóttir afhenti í vikunni sem leið Skottunum, samstarfsvettvangi kvennahreyfinga í landinu, 300 þús- und króna peningagjöf. Peningarnir eru afrakstur átaks- ins Öðlingurinn 2010 sem Þórdís Elva stofnaði til. Hugmyndin að baki átakinu er ákvörðun Þórdísar Elvu um að láta ágóða af sölu bókar hennar, Á mannamáli, renna beint til barátt- unnar gegn kynferðisofbeldi. Fyrirætlun Skottanna er að koma á fót alhliða þjónustumiðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis, vændis og mansals. „Á mannamáli er skrifuð af þörf fyrir að ráðast á eitt hljóðlátasta mein samtímans, kynferðisofbeldi, og því þótti mér rakið að nota bókina sem fjáröflun- artæki í þágu baráttunnar,“ segir Þórdís Elva. Ljóst sé að þrátt fyrir að almennt sé fólk sammála um alvarleika málaflokksins séu pen- ingar sem til hans fari ævinlega af skornum skammti. Öðlingsátakið stendur enn og þeir sem kaupa bókina Á mannamáli í gegnum vefinn odlingurinn.is fá bókina senda heim og leggja um leið góðu málefni lið. Skotturnar hyggjast koma á fót alhliða þjónustumiðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis: Öðlingurinn afhendir 300 þúsund krónur AFHENDING FJÁRINS Bryndís Bjarnarson tekur við 300.000 krónum úr hendi Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur við hátíðlega athöfn á Hallveigarstöðum. LANDBÚNAÐUR Eftirlit með salmon- ellusýkingum í kjúklingi á Norður- löndum er alls staðar jafn strangt. Greindar eru allar tegundir salm- onellu á öllum Norðurlöndunum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bjarni Harð- arson, upplýsingafulltrúi ráðuneyt- isins, og Hildur Traustadóttir, for- maður Félags kjúklingabænda, hafa öll haldið því fram í samtölum við Fréttablaðið að eftirlit með kjúkl- ingaframleiðslu sé lakara erlendis en hér á landi. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir að Evrópuþjóðir utan Norðurlanda greini þó einungis vissar tegundir salmonellu, en inn- fluttur kjúklingur hér á landi kemur frá Danmörku. „Okkar innflutti kjúklingur kemur með þeim vottorðum sem fylgja reglugerð Evrópusambands- ins,“ segir Halldór. „Munurinn á Íslandi miðað við önnur Norður- lönd er sá að við leyfum ekki slátr- un á kjúklingum sem hafa greinst jákvæðir á eldistímanum.“ Þorvaldur H. Þórðarsson, fram- kvæmdastjóri Matvælastofnunar, tekur undir þetta og segir ekkert kjöt flutt inn án viðeigandi vottorðs um að viðkomandi vara sé laus við salmonellu. - sv Salmonellueftirlit sama hér og á Norðurlöndum: Sömu öryggiskröfur SALMONELLA Allar tegundir salmonellu eru greindar í kjúklingaframleiðslu á Norðurlöndunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.