Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2010, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 16.12.2010, Qupperneq 20
20 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Ofmælt væri að segja að hörð átök geisi milli þriggja hópa um það hvernig klukk- an er stillt miðað við sólar- ganginn á Íslandi. Engu að síður hafa umræður um hvort breyta eigi klukkunni ítrekað sprottið upp, og takast þar á þrjár fylkingar sem ekki gefa neitt eftir. Á þriðjudag lagði hópur fjórtán þingmanna fram þingsályktunar- tillögu þar sem lagt er til að klukk- unni hér á landi verði seinkað um eina klukkustund, allan ársins hring. Ítrekað hafa verið lögð fram frumvörp á undanförnum árum þar sem lagt hefur verið til að tekinn verði upp sumartími hér á landi, klukkan með öðrum orðum færð fram um klukkustund. Þriðji hópurinn vill svo halda óbreyttu ástandi, þrátt fyrir að sólin sé ekki hæst á lofti hér á landi klukkan 12 á hádegi, heldur í kring- um 13.30, á höfuðborgarsvæðinu að minnsta kosti. Árið 1968 var fest í lög á Íslandi að klukkan hér skyldi miðast við miðtíma Greenwitch á Bret- landi. Samhliða var lagt niður það fyrirkomulag að flýta klukkunni um klukkustund á sumrin. Opin- bera heitið á þeim gjörningi var sumartími, en ýmsir vildu heldur kalla það óþarfa hringl með klukk- una, eins og Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hefur bent á. Vellíðan á björtum morgnum Raunar var sá tími sem festur var í lög sumartíminn sem gilt hafði fram að því, og því mætti segja að eilífur sumartími hafi ríkt á Íslandi síðan. En það eru ekki allir sáttir við. „Klukkan á Íslandi er rangt skráð miðað við stöðu Íslands á hnettinum og miðað við sólargang,“ segir Guð- mundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokks. Hann er í fylk- ingarbrjósti þingmannanna fjórtán sem vilja breyta klukkunni. „Við leggjum áherslu á sjónar- mið almennrar vellíðunar,“ segir Guðmundur. Hann segir markmið- ið að fækka myrkum morgnum. Að sama skapi yrði þá dimmt fyrr á daginn. Fjölmargar rannsóknir á und- anförnum árum hafa leitt í ljós að líkamsklukkan stillir sig eftir gangi sólar, og þá sérstaklega í upp- hafi dags, segir Guðmundur. Hann segir unglinga sérstaklega við- kvæma fyrir truflunum. Þannig minnki rangt skráð klukka einbeit- ingu skólanema, sem vakni þreytt- ir á morgnana, þegar líkaminn segi þeim að enn sé nótt. „Í mínum huga gera rannsóknir á áhrifum birtu á líkamsklukkuna útslagið,“ segir Guðmundur. Hann segir þó vissulega til rök fyrir því að halda óbreyttu skipulagi. Stað- bundin áhrif geti leitt til andstöðu, þar sem sólin hverfi snemma bak við fjöll. Guðmundur segist ekki óttast harða andstöðu þeirra þingmanna sem styðja fyrri tillögur um upp- töku sumartíma verði tillaga fjór- tánmenninganna tekin fyrir á Alþingi. „Þetta verður ansi spennandi umræða og skemmtileg. Það verð- ur gaman fyrir fólk að heyra stjórn- málamenn tala um eitthvað annað en Icesave, þó það sé auðvitað mikil- vægt mál líka,“ segir Guðmundur. Nær að finna aðra leið til að vakna Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, flutti ásamt öðrum þingmönnum þings- ályktunartillögu um upptöku sumar- tíma hér á landi á Alþingi veturinn 2005 til 2006. Sambærileg frumvörp hafa ítrekað verið lögð fram áður á Alþingi. Tillaga Guðlaugs dagaði uppi í þinginu eins og fyrri tillögur um málið. „Markmiðið er að gera lífið skemmtilegra, gera það að verkum að fólk geti notið sólarinnar lengur á vorin og haustin. Við eigum stutt en yndislegt sumar, og það er frábært að sjá fólk nýta það til útiveru. Þegar fer að dimma gerist það hratt, það að geta fengið auka klukkustund gefur lífinu aukið gildi,“ segir Guðlaugur. Hann segist ekki par hrifinn af tillögu fjórtán þingmanna um að seinka klukkunni um klukkustund. „Þetta er náttúrulega glórulaust, ég sé engin málefnaleg rök fyrir þessari breytingu,“ segir Guðlaug- ur. Hann segir léttur í bragði að nær væri fyrir þingmennina fjór- tán að finna einhverja aðra leið til að vakna á morgnana sem hafi ekki jafn mikið rask fyrir aðra borgara í för með sér. Hann reiknar með að leggja þingsályktunartillögu sína fram aftur eftir áramót. „Það stefnir greinilega í hörð átök um klukkuna á Alþingi,“ segir Guðlaugur. Þarf alltaf málamiðlun Þriðji hópurinn vill svo engar breytingar á klukkunni. Einn af þeim sem lagt hafa þeim málstað lið sitt er Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur, en hann var einn þeirra sem komu að þeirri ákvörðun að festa tímann við mið- tíma Greenwitch árið 1968. „Ekki er unnt að stilla klukkur eftir sönnum sóltíma, og þess vegna er í rauninni ekkert sem kallast getur rétt klukka í þeim skilningi að hún fylgi sólinni. Still- ing klukkunnar er og verður ætíð málamiðlun, og skoða þarf kosti og galla hverrar lausnar,“ skrifaði Þorsteinn í grein í Morgunblaðinu fyrr á árinu. Hann segir í samtali við Frétta- blaðið skoðun sína ekki hafa breyst frá því greinin var rituð, og þings- ályktunartillaga þingmannanna fjórtán breyti engu þar um. „Það sem einum finnst mikil- vægt finnst öðrum litlu skipta svo að leita verður þeirrar niðurstöðu sem flestir geta sætt sig við. Þetta var gert við lagasetninguna 1968, og góð sátt ríkti um niðurstöðuna í áratugi. Nú er komin til sögunn- ar ný kynslóð sem þekkir ekki forsögu málsins og vill breyting- ar, ýmist í þá átt að flýta klukk- unni eða seinka henni,“ skrifar Þorsteinn. Hann segir að þegar tíminn var festur árið 1968 hafi flestir viljað losna við hringlið með klukkuna, sem kostað hafi umstang tvisvar á ári þegar klukkunni hafi verið breytt. „Það sem úrslitum réði var ósk manna um lengri birtu- tíma eftir vinnu og meiri tíma til útivistar,“ skrifar Þorsteinn. Fleiri búa við fljóta klukku Íslendingar eru raunar alls ekki einir um að búa við of fljóta klukku. Það sama á við í Rússlandi, Kína, Kanada og Alaska, þar sem klukkan er víða einni til tveim- ur klukkustundum á undan belta- tíma að vetri, og jafnvel meira að sumri. „Við lagasetninguna 1968 var markmiðið að fara þá leið sem flestir landsmenn gætu sætt sig við. Ef taka ætti ákvörðun á ný og allar hliðar málsins væru skoðað- ar er ég þess fullviss að niðurstað- an yrði óbreytt,“ segir Þorsteinn að lokum. 00.00 01.00 02.00 03.00 04.00 05.00 06.00 07.00 08.00 09.00 10.00 11.00 12.00 13.00 14.00 15.00 16.00 17.00 18.00 19.00 20.00 21.00 22.00 23.00 24.00 Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Kl. 08.00 Kl. 17.00 Kl. 12.00 Kl. 08.00 Kl. 08.00 Kl. 17.00 Kl. 17.00 Kl. 12.00 Kl. 12.00 Kl. 12.00 Kl. 12.00 20. júlí 17. desember Baráttan um tímann dregst á langinn Klukkan miðað við til- lögu fjórtán þingmanna um að seinka henni um klukkustund. Klukkan eins og hún er í dag. Klukkan eins og hún yrði yfir sumartímann ef tillaga um að taka upp sumartíma yrði samþykkt. SÓLARLAG Í REYKJAVÍK Tillögur mismunandi hópa þingmanna myndu ýmist þýða að sólarupprás og sólarlag yrðu fyrr á daginn eða síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lög um tímareikning á Íslandi segja fyrir um hvernig klukkan hér á landi er stillt. Lögin, sem sett voru árið 1968 eru afar knappt orðuð. Í þeim er raunar aðeins ein lagagrein með tólf orðum. Orðrétt segir þar: „Hvarvetna á Íslandi skal telja stundir árið um kring eftir miðtíma Greenwich.“ Tólf orð í lögum FRÉTTASKÝRING: Hugmyndir um breytingar á klukkunni Á þessari mynd má sjá hvaða áhrif breytingar á klukkunni sem verið hafa í umræðunni myndu hafa. Sýndir eru tveir dagar í venjulegu ári, og hversu hátt sólin fer á loft þessa daga. Sólirnar í efri boganum passa við hæð sólar 20. júlí. Sólirnar í neðri boganum passa við sólarganginn eins og hann er á morgun, 17. desember. Súlurnar sem teiknaðar hafa verið inn á sólarganginn sýna hvar sólin er stödd þegar klukkan slær átta um morgun, tólf á hádegi og fimm um seinnipartinn. Grænu súlurnar í miðjunni sýna klukkuna eins og hún er í dag miðað við sólarganginn. Bláu súl- urnar sýna hvernig klukkan yrði miðað við sólarganginn ef tillaga um að seinka klukkunni yrðu að veruleika. Rauðu súlurnar sýna svo hvernig klukkan yrði miðað við sólargang- inn ef sumartími yrði tekinn upp, eins og sumir þingmenn hafa lagt til. Mögulegar breytingar skoðaðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.