Fréttablaðið - 16.12.2010, Síða 21

Fréttablaðið - 16.12.2010, Síða 21
FIMMTUDAGUR 16. desember 2010 21 VERSLUN Starfsmenn tollstjóra munu hafa aukið eftirlit með póst- sendingum til landsins sem sagð- ar eru innihalda gjafir, og tilkynna erlendum tollayfirvöldum vakni grunur um að Íslendingar erlend- is sendi vörur til landsins og merki ranglega sem gjafir. Fram kemur á vef tollstjóra að eitthvað sé um að Íslendingar sem búsettir séu erlendis auglýsi á net- síðum að þeir taki að sér að kaupa vörur fyrir fólk og senda varning- inn hingað til lands sem gjafir. Samkvæmt reglugerð eru tæki- færisgjafir sem sendar eru af sérstöku tilefni, til dæmis vegna jóla, afmælis eða fermingar, und- anþegnar aðflutningsgjöldum. Aðflutningsgjöld eru virðisauka- skattur, tollur og eftir atvikum vörugjöld. Undanþágan á þó aðeins við sé verðmæti sendingarinnar ekki meira en tíu þúsund krónur. Tollstjóri telur augljóst að til- gangurinn með þeirri þjónustu sem auglýst hefur verið sé að reyna að komast hjá greiðslu, en það stangast á við ákvæði tollalaga um ólöglegan innflutning. Slík brot geta varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. - bj Tollstjóri bregst við þjónustu Íslendinga erlendis sem bjóðast til að senda varning til Íslands með pósti: Aukið eftirlit verður með gjafasendingum JÓLAGJAFIR? Refsingin við því að taka við vöru sem er ólöglega flutt til landsins getur verið sekt eða allt að tveggja ára fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þurfa ekki lengur áritun Ríkisborgarar Albaníu og Bosníu og Hersegóvínu þurfa ekki lengur vegabréfsáritun hingað til lands, svo fremi sem þeir séu handhafar vegabréfs með örgjörva. Fram kemur á vef Útlendingastofnunar að þessi breyting hafi tekið gildi í gær, 15. desember. ÚTLENDINGASTOFNUN NEYTENDUR Belgar hafa bannað svokallaðar púslmottur úr mjúku plasti eða svampi sem ætlaðar eru ungum börnum. Fram kemur á vef Neytenda- samtakanna að það sé vegna þess að motturnar innihaldi gjarnan skaðleg efni sem börn ættu ekki að komast í snertingu við. „Formamide er efni sem fundist hefur í mottunum en það er krabbameinsvaldandi,“ segir þar, en Belgía er sagt fyrsta Evrópu- landið til að banna sölu á öllum púslmottum úr svampi nema selj- andi þeirra geti sannað að þær séu öruggar. - óká Belgar banna púslmottur: Eru gerðar úr hættulegu efni BANDARÍKIN Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum ótt- ast að raðmorðingi gangi þar laus eftir að fjögur illa útleikin lík fundust á strönd við Long Island um 60 kílómetrum frá borginni. Beinagrind fannst á laugardag en þrjú lík til viðbótar á mánu- daginn. Líkin fundust þegar lögreglan leitaði vændiskonu sem síðast sást á ströndinni. Fjölskylda kon- unnar tilkynnti hvarf hennar í maí. Staðfest er að um tvær konur er að ræða. Sérfræðingar vinna að því að bera kennsl á fólkið. Ekkert bendir til að vænd- iskonan sem leitað var að sé ein af hinum látnu. - shá Fjögur lík fundust á strönd: Raðmorðingi í New York-borg LEITAÐ Á STRÖNDINNI Lögregla notar leitarhunda á staðnum þar sem fjögur lík hafa fundist. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða manni skaðabætur að upphæð 100 þúsund krónur vegna ólögmætrar frelsissviptingar. Maðurinn var handtekinn ásamt fleirum eftir að lögreglu barst tilkynning um yfirstand- andi slagsmál neðarlega á Lauga- vegi og að þar væru menn að beita kylfum. Maðurinn var hand- tekinn og vistaður í fangageymsl- um. Málið var fellt niður hvað manninn varðaði en fjórir aðrir voru sakfelldir. - jss Fékk hundrað þúsund: Bætur vegna frelsissviptingar Á fjórða tug létu lífið Að minnsta kosti 38 sjíamúslimar létu lífið þegar tveir sjálfsmorðssprengju- menn gerðu árás á bænasamkomu í suðausturhluta Írans gær. Talið er að árásarmennirnir tilheyri vopnuðum samtökum súnnímúslima. Yfirvöld segja að öryggisverðir hafi skotið annan árásarmanninn en honum hafi samt tekist að sprengja sína sprengju. ÍRAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.