Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 24

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 24
24 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR24 hagur heimilanna 46% BENSÍN ÞÁ OG NÚ Á verðlagi dagsins í dag kostaði bensínlítrinn 140 krónur í nóvember 1990, fyrir 20 árum. (56,80 kr. á verðlagi þess tíma). Bensínverð hefur því hækkað um nærri helming. Í nóvember síðastliðnum kostaði lítrinn 205 krónur. Heimild: Hagstofa Íslands. „Það sem hefur gengið vel hjá mér og minni fjölskyldu í 25 ár er að taka aldrei lán,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. „Við teljum það svo að það sem við höfum ekki efni á sé ekki nauðsynlegt. Auðvitað losnar maður ekki við íbúðarlán, en það er góð regla að vinna fyrir hlutunum og safna fyrir því sem mann langar til að eignast. Þetta er æfing – en borgar sig.“ Salmann segir að galdurinn við hamingjusamt fjöl- skyldulíf, umfram ábyrg fjármál, sé að vera tillitssamur við náungann og bera virðingu fyrir þeim sem maður elskar. GÓÐ HÚSRÁÐ Aldrei taka lán Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, ráðleggur fólki að safna sér fyrir hlutunum. Umferðarstofu hafa borist kvartanir að undanförnu vegna barna og unglinga á ljóslausum hjólum. Söluaðilum er ekki skylt að selja hjól með luktum, en glitaugu skulu vera að aftan, framan, á pedölum og dekkjagrindum. Reglugerð um útbúnað reiðhjóla hér á landi segir til um að reiðhjól sem notað er í myrkri eða skertu skyggni skuli búið ljóskeri að framan sem lýsir hvítu eða gulu ljósi og ljóskeri að aftan sem lýsir rauðu ljósi. Ljóskerin skulu vera fest við hjólið. Ljóskerið að framan skal lýsa nægilega vel án þess að valda glýju. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir að ljós séu skyldubúnaður á hjólum og þetta þurfi að laga. „Þetta snýst um öryggi hjólreiðamanna, bæði barna og fullorðinna,“ segir hann. „Ímyndum okkur að við kaupum okkur bíl og ljósabún- aður sé keyptur sér. Þetta er grundvallar- öryggisatriði í skammdeginu.“ ■ Öryggi Ljósabúnaði barna á hjólum ábótavant Íslendingar borða um níu milljónir mandarína í kringum hátíðarnar. Á tímabilinu frá lokum nóv- ember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til lands- ins og er það töluvert meira en í fyrra. Hver Íslendingur borðar að meðal- tali um 25 til 30 mandarínur í kringum hátíðarnar í ár. Innflutn- ingsaðilarnir Bananar ehf. og Búr ehf. flytja inn um 800 tonn af mandarínum á tímabilinu frá lokum nóvember til áramóta og koma þær flestallar frá Valencia á Spáni. Dreifingaraðilinn Mata hf., systurfélag Matfugls ehf., flytur einnig inn mandarínur hingað til lands en vildi ekki gefa upplýsing- ar um heildarmagn innflutnings. Í nóvember og desember 2009 voru rúm 650 tonn flutt inn, þannig að aukningin á milli ára er töluverð. Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., sem flytja inn Robin-mandarín- ur, segir þá hefð hafa skapast hér á landi á síðustu tveimur áratug- um að hafa mandarínur á borðum í kringum hátíðarnar. „Það virðast hafa skapast tengsl á milli hefða og uppskerutíma erlendis, þá sérstaklega á Spáni,“ segir Kjartan. Bananar ehf. taka á móti fjórum gámum af mandarín- um frá Spáni í hverri viku á þessu tímabili. Kjartan segir fyrstu afbrigði tímabilsins oft ekki eins góð og í desember, þegar mand- arínurnar eru þroskaðri. En þótt hefð fyrir mandarínum hafi skap- ast í kringum jól eru klementín- ur, sem eru afbrigði af mandarín- um og eru algengastar hér á landi, fáanlegar allt árið um kring. Kjart- an segir þó bestu uppskeruna vera í kringum hátíðarnar. Sigurður Á. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Búrs, sem einnig flytur inn mandarínur, segir söl- una hafa farið mjög vel af stað í ár. „Þetta er um tuttugu prósenta aukning frá því í fyrra,“ segir hann. „Ástæðan er sú að gæðin eru meiri og það er ánægjulegt að sjá að fólk er að kaupa þetta, þótt kaupgeta þess sé að minnka.“ Um tíu til fimmtán dagar líða frá því að mandarínurnar eru teknar af trjánum á Spáni þar til þeim er stillt upp í búðarhillum Íslendinga. sunna@frettabladid.is Borða níu milljónir mandarína um jólin Mandarína er sítrusávöxtur sem er áþekkur appelsínu í útliti en mun minni. Mandarínur eru ræktaðar víða í heitari löndum þar sem raki er mikill og er uppskerutíminn frá hausti og fram á vetur. Klementínur eru afbrigði af mandarínum og eru algengasta tegundin hér á landi. Mandarínutré eru mun minni en appelsínutré og þykja nokkuð harðger. Hér á landi koma flestar mandarínur frá Spáni, en einnig er flutt inn frá Marokkó, Argentínu, Grikklandi, Ítalíu og fleiri suðrænum löndum. Uppskeran í ár hefur verið góð sökum hentugs veðurfars og vegur hver mandarína að meðaltali um 90 grömm. Hafa skal í huga að ávöxturinn skemmist auðveldlega í of miklum kulda. Klementína: Algengasta afbrigðið af mandarínum í heiminum. Satsuma: Steinalaus, ræktuð eru meira en 200 afbrigði. Algeng í Japan. Tangerína: Önnur algeng tegund, sérstaklega erlendis. Er vinsæl í kringum hátíðarnar eins og klementínur. Tangor: Blendingsafbrigði af mandarínu og appelsínu. Stærri en hin afbrigð- in, sæt og bragðmikil. Mandarína eða klementína? „Ég grínast stundum með það að bestu kaupin hafi verið þegar ég keypti tvo karlmenn og einn bíl,“ segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ólafs F. Magnússonar í embætti borgar- stjóra. Ólöf er nú í ríflega 70 prósenta starfi sem skipu- lags- og byggingafulltrúi í Skorradalshreppi í gegnum ráðgjafarfyrirtæki sitt. Bestu kaupin útskýrir hún á þennan veg: „Þegar ég hef staðið í flutningum þá hef ég oftast fengið sendiferðabíl og flutningamann. Síðan hefur tekið hálfan dag að tæma húsnæðið með aðstoð góðra vinkvenna og vandamanna. Síðast fékk ég sendi- ferðabíl og tvo flutningamenn sem tæmdu húsnæðið á innan við klukkutíma. Það voru góð kaup,“ segir Ólöf. „Verstu kaupin eru líklega rafmagnsbor- vélarnar mínar. Þær skilja iðulega eftir sig skemmda veggi og 45 gráðu bor. Þá fer ég og kaupi nýja og öflugri borvél,“ segir Ólöf Guðný. Hún veit þó hvernig best væri að leysa þetta vandamál. „Þar væri auðvitað skynsamlegra að fá lánaðan karlmann með góða borvél.“ NEYTANDINN: ÓLÖF GUÐNÝ VALDIMARSDÓTTIR ARKITEKT Tveir karlmenn og bíll bestu kaupin MANDARÍNUR Flestar mandarínur sem seldar eru hér á landi í kringum hátíðarn- ar koma frá Spáni. Uppskerutími þar í landi er í byrjun desember og er það talin ástæðan fyrir þeirri hefð sem hefur skapast fyrir neyslu þessa ávaxtar á þessum tíma á heimilum Íslendinga. Nú fer hver að verða síðastur að póstleggja jólakort- in til landa innan Evrópu en síðasti skiladagur er á morgun, föstudaginn 17. desember, til að öruggt sé að þau skili sér fyrir jólin. Til að vera viss um að jólakort og jólapakkar skili sér innanlands er mánudagurinn 20. desember síðasti öruggi skiladagur. TNT-sendingar til landa utan Evrópu þurfa að fara af stað í síðasta lagi á morgun, en TNT sendingar til Evrópu þarf að póstleggja í síðasta lagi á mánudag. Pósturinn tekur að sjálfsögðu á móti jólapósti eftir 20. desember. Opið er á öllum pósthúsum landsins og auk þess eru opin jólapósthús í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi á Akureyri. Frekari upplýsingar er að finna á postur.is. ■ Jólapósturinn Síðustu forvöð að senda kort og pakka Verslanir Tiger hafa kallað inn dýrapúsl með segli, tvö dýr saman í hvítu tréboxi. Vara þessi er með model-númerið 1700204 og strikamerki 0200017002046 og var seld fyrir þremur árum í verslunum Tigers. Á leikföngunum er segull sem getur losnað og valdið hættu á köfnun og innvortis meiðslum hjá ungum börnum. Verslanir Tiger benda neytendum sem kunna að vera með þessa vöru að skila henni gegn endurgreiðslu í einhverja af verslun- um Tiger á landinu. ■ Innköllun Tiger innkallar gölluð leikföng Athugið að áfangar geta fallið niður náist ekki nægilegur fjöldi nemenda. Allar nánari upplýsingar á vef skólans www.bhs.is Skólameistari Kvöldskóli BHS Vorönn 2011 Innritun í kvöldskóla BHS í málm- og véltæknigreinum fer fram föstudaginn 17. desember kl. 17 – 19 og laugardag 18. desember kl. 11 – 14 Verklegir áfangar og tölvuteikning HSU 102/212 verkleg suða HSU 232 verkleg þunnplötusuða, ál/stál/ryðfr. LSU 102/202 verkleg suða RSU 102/202 verkleg suða HVM 103 verkleg handavinna PLV 102 verkleg plötuvinna TTÖ 102 tölvuteikning fyrir byrjendur Eftirtaldir áfangar í málmiðngreinum og teikningum verða í boði. Námið hentar vel sem undirbúningur undir sveins- próf í málmiðngreinum. Til viðbótar neðantöldum greinum eru allar suðu- greinar, s.s. MIG/MAG, TIG, logsuða og rafsuða, kenndar. Kennsla fer fram á tímabilinu frá 10. janúar til 26. apríl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.