Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 28

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 28
28 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Tom Albanese, forstjóri Rio Tinto, kom hingað í stutta heimsókn til að veita öryggisviðurkenningu Tom Albanese, forstjóri fjölþjóðlega náma- og málmvinnslufyrirtækisins Rio Tinto, afhenti í gær álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík öryggisviður- kenningu samstæðunnar. Álverið er fyrst fyrirtækja Alcan, sem Rio Tinto keypti árið 2007, til þess að fá slík verðlaun. Með endursamn- ingum um orkuverð fyrr á árinu jókst kostnaður álversins hér. Á móti kemur rekstraröryggi til langs tíma, segir forstjórinn. Árangur ÍSALs, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík, á sviði örygg- ismála gaf Tom Albanese, forstjóra Rio Tinto, tilefni til að sækja landið heim og fagna góðum árangri með starfsfólki. „Alls staðar í Rio Tinto vinnum við að innleiðingu ferla sem miða að því að engin slys eigi sér stað,“ segir Albanese. Síðasta áratug segir forstjóri Rio Tinto að undraverður árangur hafi náðst á sviði öryggismála hjá fyr- irtækjasamstæðunni allri. Fyrir þann tíma hafi hins vegar ekki verið lögð jafnrík áhersla á örygg- ismálin og ef til vill hafi menn þá litið svo á í stefnumörkun að eitt- hvert hlutfall slysa væri óhjá- kvæmilegur hluti af námarekstri og málmvinnslu. Hugarfarsbreyting eftir slys „En á þessu tímabili hefur verið tekin upp sú stefna að ýta undir öryggismál á öllum stigum og verð- launa árangur þar sem vel tekst til,“ segir Albanese, sem rekur hugarfarsbreytinguna hjá fyrir- tækinu til öryggismála til hörmu- legs slyss í Austurríki árið 1998. „Þá lokaðist maður í námagöngum vegna hruns í námunni. Honum var reyndar bjargað, en frekara hrun varð níu björgunarmönnum að bana. Þetta varð öllu fyrirtæk- inu vitundarvakning.“ Albanese segir slys áður hafa verið nokkuð tíð hjá samstæð- unni, en það sé gjörbreytt núna. Svipuð þróun hafi síðan átt sér stað hjá fyrri eigendum álversins í Straumsvík og því sé myndin góð þegar horft sé yfir árangur síðustu tíu ára í öryggismálum hér. „Ef ekki er horft til annars en fjölda slysa þá eru þau færri hjá okkur en í meðalbanka.“ Albanese segir jafnframt sér- stakt tilefni til að fagna góðum árangri í álverinu hér, því þetta sé í fyrsta sinn sem fyrirtæki sem Rio Tinto keypti í samningunum við Alcan síðla árs 2007 fái þessa öryggisviðurkenningu. „Þetta eru því mikilvæg tímamót, einungis þremur árum eftir þau kaup,“ segir hann, en í gær fundaði hann jafn- framt með starfsmönnum álvers- ins í Straumsvík, fór yfir áherslur samstæðunnar í öryggismálum og svaraði spurningum þeirra. Hann segist meðal annars hafa verið spurður út í möguleikana á því að hefja framleiðslu á varningi úr áli hér á landi, en telur slíka vinnu utan sérsviðs Rio Tinto, sem sé að vinna hráefnið í framleiðsluna. „Við erum vissulega tilbúin að vinna með og styðja við bakið á fyrir tækjum sem kynnu að vilja koma hingað og hefja framleiðslu úr áli. Reynslan annars staðar hefur hins vegar verið að slík fyr- irtæki sækja fremur í að byggja upp starfsemi þar sem klasar sambærilegra fyrirtækja hafa orðið til og það er á slíkum svæð- um sem þau fyrirtæki sem mestum árangri hafa náð starfa. Gildir þá einu hvort horft er til framleiðslu úr áli eða annars iðnaðar. Þetta snýst um aðgengi að mörkuðum, tækniþekkingu og öðru slíku,“ segir hann. Því kunni framleiðsla í tengslum við stakt álver hér, þar sem eftir sem áður þurfi að senda framleiðsluna yfir á meginland Evrópu, að lúta í lægra haldi fyrir iðnsvæðum á borð við þau í Þýska- landi þegar slík fyrirtæki leiti sér að framleiðslustað. Sjálfbær þróun borgar sig Rio Tinto hefur nýverið upplýst að til standi að selja hluta álvera fyrirtækisins, en þó hefur ekki verið tilgreint hver þeirra. Alba- nese tók hins vegar af allan vafa um að ekki stæði til að selja álver- ið í Straumsvík. „Ég lít á ÍSAL sem lykilþátt í eignasafni Rio Tinto. Við höfum lagt hér í umtalsverða fjár- festingu á þessu ári upp á 470 millj- ónir Bandaríkjadala og ég horfi til þess að ÍSAL verði hluti af kjarna- starfsemi Rio Tinto í álbræðslu næstu 25 árin hið minnsta.“ Ástæðu þess að álverið í Straums- vík leikur slíkt lykilhlutverk í framtíðaráætlunum Rio Tinto segir Albanese meðal annars vera að fyr- irtækið ætli sér að eiga fyrirtæki í hæsta gæðaflokki á öllum svið- um starfsemi sinnar. „Við horfum til langtímaþróun- ar. Ef eignir fyrirtækisins eru stórar, endast í langan tíma og eru hagkvæmar í rekstri passa þær í eigna- safn Rio Tinto.“ Albanese segir það eiga sérstaklega við í áliðnaði að ástæða sé til að horfa áratugi fram í tímann. „Við trúum því að verðmiði verði settur á kol- efnisútblástur og við styðj- um þá þróun. Af því leið- ir að orka sem fengin er með vatnsafli eða án kol- efnisútblásturs nýtur for- skots í samkeppni. Það er ekki víst að fjárhagsleg- ur ábati sé af því í dag, en við höfum trú á að sá tími muni koma.“ Þá leggur Albanese áherslu á að stefnumið fyrirtækisins í öryggismálum og samfélagsábyrgð og umhverfismálum passi við lang- tímaáherslur fyrirtækisins. „Þetta er hluti af sjálfbærri þróun og hún styður markmið fyrirtækisins um stórar langtímaeignir.“ Albanese bendir á að arðvænlegasti hluti Rio Tinto í fyrra hafi verið járngrýtisnámur í Ástr- alíu sem verið hafi til í 45 ár. „Og besta kopar- náma okkar í Banda- ríkjunum hefur verið til í 105 ár. Hér hefur stað- ið álver síðan 1969 og við viljum halda stöðu okkar á öllum þessum sviðum næstu fjörutíu til fimmtíu árin.“ Með þetta í huga virð- ist Albanese sáttur við það orkuverð sem fyr- irtækið endursamdi um við Landsvirkjun fyrr á þessu ári. „Það jók við kostnað okkar,“ segir hann og kveður kostn- aðinn nú nálægt pari við það sem gerist á meginlandi Evrópu. „En þá fengum við um leið rekstraröryggi næstu 25 árin. Þegar horft er fram í tímann í Evrópu er ljóst að sífellt verður erfiðara að ná slíku öryggi til lengri tíma.“ Heimsótti Mongólíu fyrir viku Albanese segir að í raun hafi þrennt mikilvægt átt sér hér stað á árinu. „Við framlengdum líftíma samninganna og það gaf okkur það öryggi sem þurfti til að fjár- festa enn frekar hér á landi. Millj- ónirnar 470 skiptast í tvær stórar fjárfestingar. Önnur var í fram- leiðsluaukningu í Straumsvík, sem kallar á meira afl en eykur um leið álframleiðsluna og bætir vinnsl- una.“ Í þriðja lagi segir hann svo að lagt verði í uppfærslu á móta- vinnslu álversins í Straumsvík. Það sé gert til þess að nýta megi sóknarfæri sem verði til þegar álver í Evrópu hætti framleiðslu eins og fyrirséð sé að muni ger- ast. Sú þróun sé þegar hafin með úreldingu kjarnorkuvera sem séð hafi álverum fyrir orku. „Þá munu sumir framleiðendur eiga í vand- ræðum með að útvega sér orku.“ Forstjóri Rio Tinto lét sér ekki bregða þó svo að snöggkólnaði í veðri meðan á heimsókn hans hing- að til lands stóð. Hann hafði síð- degis í gær verið hér í tæpan sól- arhring, en átti bókað flug af landi brott síðar um daginn. Albanese segir að sér lítist vel á landið og hugnist veðrið vel. „Þetta er ekki svo ólíkt því sem ég er vanur,“ segir hann og kveðst hafa búið í Alaska í fjórtán ár, þar af tólf í Fairbanks. „Veðrið hér er raunar mjög líkt því sem gerist í suðaust- urhluta Alaska.“ Þar, eins og hér, sveiflast veðrið sjaldan mjög langt frá frostmarki, en í Fairbanks, þar sem hann dvaldi lengst af og er í hánorðri, er veðrið ekki ósvipað og á Grænlandi. „Ég kann vel við mig á norðurslóðum og konan mín líka. Ég var hins vegar í Mongólíu í síð- ustu viku og þar verður kalt. Rok og tuttugu stiga frost.“ Í Mongólíu á Rio Tinto kopar- og gullnámur, en fyrirtækið teyg- ir anga sína um heim allan. Fyrir- tækið er með þeim stærstu í heimi og er til að mynda næststærsti framleiðandi járngrýtis í heim- inum. Albanese segir fyrirtæk- ið annað eða þriðja stærst á sviði álframleiðslu, þriðja stærsta fyrir- tæki heims í framleiðslu demanta, það stærsta í framleiðslu títaníums og bórats, auk þess sem fyrirtæk- ið framleiðir „asísk varmakol“ og úran sem notað er í kjarnorkuver. Ljóst má því vera að nokkrar annir fylgja því að stýra slíkri starfsemi. Tom Albanese þarf því ekki að hugsa sig lengi um þegar hann er spurður að því hvenær hann sjái næst fram á að fá að sækja Ísland heim. „Þegar ÍSAL vinnur næst öryggisverðlaun,“ svarar hann að bragði. ÍSAL er lykileign í safni Rio Tinto FUNDAÐ Í IÐNÓ Tom Albanese, forstjóri Rio Tinto, gaf sér tíma til að setjast niður með blaðamönnum í setustofu á þriðju hæð í Iðnó í stuttri heimsókn hans hingað til lands. Hann hafði ekki komið hingað áður og kvaðst sjaldnast fá tækifæri til þess að skoða sig um á stöðugu flandri um heiminn, vinnu sinnar vegna. Útsýnið yfir nýlagða Tjörnina lét forstjórinn sér hins vegar vel líka. „Gullfallegt,“ sagði hann og hrósaði veðrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TOM ALBANESE Forstjóri Rio Tinto kveðst þess fullviss að fyrirtækjasamstæða hans framfylgi ströngustu öryggiskröfum sem um getur í námavinnslu og málmiðnaði. „Niðurnegldir verkferlar tryggja öryggi,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Ég kann vel við mig á norðurslóðum og konan mín líka. Ég var hins vegar í Mongólíu í síðustu viku og þar verður kalt. Rok og 20 stiga frost.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.