Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 39

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 39
FIMMTUDAGUR 16. desember 2010 39 Pablo Neruda elskaði lífið. Sumir segja, að hann hafi dáið úr sorg. Hann fæddist í Síle 1904, hóf snemma að yrkja kvæði og flæktist um heiminn, fór víða, því að í huga hans var lífið sam- felld leit að ævintýrum eins og hann lýsir vel í viðburðaríkri sjálfsævisögu sinni (Memoirs, 1974). Hann var um skeið kons- úll í Búrmu, Seylon og Austur- Indíum, löndin heita nú Mjan- mar, Sri Lanka og Indónesía, og hann varð með tímanum eitt dáðasta ljóðskáld heimsins. Hann var sæmdur Nóbels- verðlaunum 1971, tveim árum fyrir andlátið. Ástarkvæði hans eru mikil að vöxtum, þar á meðal eru ástarkvæðin til ættjarðarinnar, en auk þeirra orti hann um næstum allt, sem heiti hefur, jafnvel sokk- ana sína. Tungan lék í hönd- um hans: þegar við tölum um líf og dauða, talaði hann um líf og gröf. Hann orti um sofandi hendur og um úrið, sem brytj- aði tímann. Hann orti ekki um fúin fiskinet, heldur sorgum vafin veiðar færi. Heildar útgáfa á kvæðum hans spannar 3.500 síður, og fáein þeirra eru til í íslenzkri þýðingu. Til dæmis hefur Guðrún H. Tulinius menntaskólakennari þýtt tvö verk eftir Neruda, Tuttugu ljóð um ást og einn örvæntingar- söngur (2001) og Hæðir Machu Picchu (2005). Kvæði hans hafa verið þýdd á mörg tungumál, trúlega langt umfram flest önnur ljóðskáld. Tónskáld semja sönglög við ljóðin hans. Hér má nefna frábæran lagaflokk eftir bandaríska tón skáldið Peter Lieberson við fimm ástar- kvæði eftir Neruda. Eigin kona tónskáldsins, Lorraine Hunt Lieberson, söng lögin inn á disk (Neruda Songs, 2006) með mikl- um brag undir stjórn James Levine, aðalhljómsveitarstjóra Metropolitan óperunnar í New York og sinfóníuhljómsveitar- innar í Boston. Útlegð á Ítalíu Um Pablo Neruda hafa verið skrifaðar skáldsögur. Þeirra þekktust er sagan, sem síðar var gerð að ítölsku kvikmynd- inni Bréfberinn (Il postino, 1994). Myndin segir frá útlegð skáldsins á eynni Kaprí utan við Napólí 1952. Síleski kommúnista- flokkurinn, sem hann sat á þingi fyrir, hafði verið bannaður með lögum 1948, svo að Neruda neyddist til að flýja land árið eftir. Hann komst við illan leik á hestbaki yfir ísi lögð landa- mærin til Argentínu og þaðan áfram til Evrópu. Bréfberinn, sem færir útlagaskáldinu póst með reglulegu millibili, reynist sjálfur vera skáld og skerpir skáldgáfuna á fundum sínum með Neruda. Hann dreymir um að vinna hylli stúlkunnar, sem hann elskar, með því að yrkja til hennar. Þetta tókst, en þó ekki betur en svo, að Massimo Troisi, leikar inn og skáldið, sem fór með hlutverk bréfberans og uppskar heimsfrægð, dó aðeins rösklega fertugur að aldri tólf klukkustundum eftir að tökum myndarinnar lauk. Hann hafði frestað hjartaaðgerð til að tefja ekki tökurnar. Myndin var útnefnd til Óskars verðlauna sem bezta mynd ársins 1995, en hún laut í lægra haldi fyrir Brave heart með Mel Gibson. Myndin um bréfberann og skáldið lifir. Óperuhúsið í Los Angeles fékk mexíkóska tón- skáldið Daniel Catan til að semja óperu eftir myndinni. Óperan var frumflutt nú í haust þar vestra með Placido Domingo í hlutverki Pablos Neruda. Verkið mælist vel fyrir og verður sýnt í París og Vín á nýju ári. Sagt er, að óperu gestirnir hafi margir gengið syngjandi út úr salnum að lokinni sýningu. Þetta var 132. sviðshlutverk Domingos á löngum og glæsilegum ferli. Domingo er nú 69 ára eins og Neruda var, þegar hann féll frá. Skáldskapur og stjórnmál Neruda tók sér stöðu með kommúnistum gegn þeim, sem héldu Síle í sárri fátækt. Stjórnvöld voru öll á bandi land eigenda. Fátækt almenn- ings lýsti sér í því, að 1960 gátu nýfædd börn vænzt þess að ná 57 ára aldri í Síle borið saman við 70 ár í Bandaríkjunum og 71 ár hér heima. Marxistinn Salvador Allende vann sigur í forsetakosningum 1970. Þrem árum síðar gerði herinn loft- árás á forsetahöllina. Forsetinn svipti sig lífi frekar en að falla í hendur hersins, og Neruda dó tólf dögum síðar, bugaður af sorg. Herinn var síðan við völd í 15 ár undir stjórn Augustos Pinochet hershöfðingja. Hann reyndist ekki aðeins vera mannréttinda brjótur og morð- ingi, heldur einnig mútuþegi og þjófur. Slíkum mönnum ber að óska langlífis, svo að þeir megi heyra dóm sögunnar. Pinochet varð nógu gamall til að fá að heyra sannleikann um sjálfan sig í sjónvarpinu innan lands og utan. Nýfædd börn í Síle geta nú vænzt þess að lifa lengur (79 ár) en bandarísk börn (78). Neruda getur tekið gleði sína aftur. Bréfberinn og skáldið Forsetinn svipti sig lífi frekar en að falla í hendur hersins, og Neruda dó tólf dögum síðar, bugaður af sorg. Þorvaldur Gylfason Prófessor Í DAG AF NETINU Hraðbraut Umfjöllunin um málefni Hraðbraut- ar staðfesta bara það sem ýmsa innan opinberra skóla grunaði, eða töldu sig vita, fyrir margt löngu. Ég fékk ábendingu sem fréttastjóri fyrir nokkrum árum um að þarna væri eitthvað undarlegt í gangi en einhverra hluta vegna leiddi það ekki til fréttaskrifa. Kannski vegna þess að fámennir fjölmiðlar þar sem vinnu- álag er mikið missa oft af góðum fréttum þó þeir viti af þeim. Vitneskjan var alla vega til staðar fyrir löngu síðan. En mér var sagt að um þetta þýddi ekkert að ræða við menntamálaráðuneytið. Það passaði ekki inni í heimsmyndina að benda á að fyrirmyndarskóli þeirra sem vilja einkarekstur í mennta- og heilbrigðiskerfinu væri með allt niðrum sig. Svo fáum við fréttir eins og þær sem fluttar hafa verið undanfarnar vikur. Og sýna hversu galið þetta var. Miðjan.is Brynjólfur Þór Guðmundsson Þingheimur hló Jóhanna Sigurðar- dóttir sagði á þingi áðan að réttast sé að hæla ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum fyrir hvernig staðið hefur verið að fjárlagavinnunni. Þingheimur hló. Miðjan.is Sigurjón M. Egilsson Þórsmörk parka úlpurnar eru komnar í allar verslanir 66°NORÐUR. ÞÓRSMÖRK parka 70/30 gæsadúnfylling. Þolir frost niður í – 25°C. Þvottabjarnaskinn á hettu sem hægt er að smella af. Þrenging um snúrugöng í mitti og faldi. 5.000 mm vatnsheldni. Tveggja sleða rennilás að framan með ytri stormlista. Verð: 69.800 kr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.