Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 42

Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 42
42 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Síðasta þing Norðurlanda-ráðs, sem haldið var í Reykja- vík, var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Umræðan á þinginu var málefnaleg og fjölmiðlar sáu ástæðu til að fjalla um annað en pappírshauga og móttökur. Eitt af því sem kom til umræðu var sú ákvörðun dönsku stjórnar- innar að vísa úr landi fólki frá öðrum Norðurlöndum sem þarf félagslega aðstoð enda hafi við- komandi búið í Danmörku skem- ur en þrjú ár. Ekkert annað ríki á Norðurlöndunum framkvæmir norræna félagsmálasáttmálann með þessum hætti. Það er með öðrum orðum ekkert í norrænum sáttmálum sem bannar ríkjunum að framkvæma þennan sáttmála öðru vísi en Danir gera. Þetta er spurning um pólitískan vilja. Pólitískara samstarf Umræðan um brottvísun fólks frá Danmörku kallar á aðra umræðu, þá, hvort á að gera nor- ræna samstarfið pólitískara en það er. Hversu langt á að ganga í norrænu samstarfi? Það fer ekki fram hjá neinum að norrænt sam- starf er sumpart stirt og þungt í vöfum, breytingar taka langan tíma og það þarf greinilega að hrista upp í norrænu samstarfi. Á að gera norrænt samstarf pólitískara en það er? Einn af leiðtogum Norðmanna í Norður- landaráði, Dagfinn Hoybråten, hefur sett fram þá hugmynd en hún er enn ekki útfærð heldur er hún til umræðu. Í þeirri umræðu finnst mér að það mætti skoða eftirfarandi þætti: 1. Að auka samstarf og jafnvel stuðla að samruna ráðherranefnd- anna og þingmannastarfsins. Venjan er sú í norrænu samstarfi að þingmennirnir eiga að mynda eins konar stjórnarandstöðu við ríkisstjórnirnar. Þetta er oft hrein gervistjórnarandstaða vegna þess að oft eru þingmenn- irnir líka stuðningsmenn ríkis- stjórna í landi sínu. Auðvitað! 2. Á hluti af starfsliði ráð- herranefndanna í dag að flytjast til landanna, vitaskuld þannig að kostnaðurinn yrði áfram borinn uppi af sameiginlegum sjóðum. En tilgangurinn væri meðal ann- ars sá að færa verkefni Norður- landaráðs og norrænu ráðherra- nefndanna nær þjóðunum. 3. Öll Norðurlöndin eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Á að stofna sameiginlega Evrópu- nefnd á vettvangi norræns sam- starfs sem sinnir aðlögun Evr- ópureglna að norrænum reglum þannig að ekki verði til gjár mis- skilnings og togstreitu að óþörfu við framkvæmd reglnanna? Karin Elleman Jensen hefur sett fram þessa hugmynd en hún er sam- starfsráðherra Dana. 4. Sjálfsagt er að auka norrænt samstarf í öryggis- og varnar- málum. Ekki aðeins á milli land- anna á norrænu landsvæði held- ur við verkefni á alþjóðlegum vettvangi. 5. Hið sama er að segja um samstarf Norðurlandanna við verkefni í þróunarlöndunum. Þar er mikið verk að vinna sem gæti skilað öllum, ekki síst þeim sem taka við aðstoð, mikilvæg- um ávinningi. 6. Á að stofna samstarfs- nefnd á vettvangi Norðurlanda- ráðs sem hefur formlega yfir- sýn yfir norrænt samstarf á alþjóðavettvangi eins og hjá Sameinuðu þjóðunum, Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni, Alþjóða vinnumála stofnuninni, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðaviðskiptastofnuninni svo nokkuð sé nefnt? 7. Á að opna fyrir aðild nor- rænu félaganna að hinu formlega opinbera norræna samstarfi með beinum hætti? Norrænu félögin eru veik, félagsmenn eru fáir. Það þarf að efla félögin. Hér er nefnd hugmynd sem gæti hleypt lífi í þau. 8. Skipulega hefur verið unnið að því á undanförnum árum að rífa niður landamæra hindranir milli Norðurlandanna. En sú starfsemi hefur eingöngu beinst að hinu opinbera. Hvað með fyrir- tækin? A) Síma fyrirtækin þar sem hvert land hefur sitt lands- númer? B) Hvað með bankana sem tekur þrjá sólarhringa að millifæra fjármuni fólks sem þarf á yfirfærslum að halda? C) Hvað með bílasölur og bíla- skráningar? D) Hvað með fast- eignaskipti? Þúsundir Dana vinna á Skáni en búa í Dan- mörku. Þetta fólk þarf að klífa himinbjörg af eyðublöðum við koma sér fyrir. E) Og loks: Hvað með ríkin sjálf eins og í ákvörð- unum um óbeina skatta? Hér hafa verið settar fram átta hugmyndir til að hrista upp í nor- rænu samstarfi til að gera það skilvirkara gagnvart fólkinu. En líka til að gera Norðurlönd sterk- ari í heiminum – enn sterkri en þau eru í dag. Átta hugmyndir um að efla norrænt samstarf Norðurlönd Svavar Gestsson fyrrv. þingmaður, ráðherra og sendiherra Það fer ekki fram hjá neinum að norrænt samstarf er sumpart stirt og þungt í vöf- um, breytingar taka langan tíma og það þarf greinilega að hrista upp í norrænu samstarfi. AF NETINU Sjálfstæði þjóðar Svo kom stríð og við ákváðum að verða sjálfstæð, en næstum því dag- inn eftir báðum við guð að hjálpa okkur eða réttara sagt guðs útvöldu þjóð, BNA. Þeir komu í hvelli með sitt „varnarlið“ og við einbeittum okkur að fjölbreytni tegunda í spill- ingu og einokun, eins og hermangi fyrir verktaka og innflytjendur og verðbólgu fyrir útgerð og útflytjend- ur og Sambandinu fyrir Framsókn. Menn töluðu mikið um sjálfstæðis baráttu, rugluðu henni saman við fullveldisbaráttu, höfðu uppi alls kyns fullyrðingar um frábæra eiginleika þjóðar okkar sem risu hæst fyrir 700 árum, með stór- kostlegri sagnaritun, sem eiginlega bara einn maður hefur getað leikið eftir síðan, og svo voru það rímurnar sem enginn kann lengur að meta, ekki einu sinni við. Það verður þó ekki af okkur skafið að drukkin af fornri frægð sagna og rímna gefum við enn út fleiri bækur hlutfallslega en nokkur önnur þjóð, nema ef vera skyldu Færeyingar. Þjóð undir „hervernd“ annars þjóðríkis er auðvitað bara sjálfstæð á öðru glasi, ekki í alvörunni. Sannleikurinn er að við urðum fyrst sjálfstæð í október 2006 þegar „herinn“ fór. En við urðum meira en sjálfstæð, við urðum heimilislaus, vegalaus vissum ekki hvaðan við komum né hvert við ætluðum. Tveimur árum seinna höfðum við sett alla okkar banka á kyrfilega á hausinn og sönnuðum með eftir- minnilegri hætti en þekktist áður að við kunnum alls ekki að standa á eigin fótum, nema með utanað- komandi stuðningi. Herdubreid.is Stefán Benediktsson Framtíðarreikningur – gjöf til framtíðar Þegar keypt er gjafabréf fyrir 4.000 kr. eða meira á Framtíðarreikning barns fylgir bókin Jóla- sveinarnir 13 með. Gjafabréf á Framtíðar- reikning er tilvalin jólagjöf fyrir ættingja og aðra sem vilja gefa jólagjöf sem vex með barninu. Þú getur gengið frá gjafabréfi á Framtíðarreikning og nálgast jólabókina í næsta útibúi Arion banka.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.