Fréttablaðið - 16.12.2010, Síða 44

Fréttablaðið - 16.12.2010, Síða 44
44 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Á Íslandi er skylduaðild að líf-eyrissjóðum. Þegar stjórnar- menn í lífeyrissjóðum segjast standa vörð um hagsmuni sjóð- félaga sinna eru þeir í raun og veru að segja að þeir séu að gæta að hagsmunum íslensku þjóðar- innar. Ábyrgð, völd og fjárfestingar- stefna Þær eignir sem íslenska þjóð- in á í lífeyrissjóðunum eru af stærðargráðunni 1.500 til 2.000 milljarðar, allt eftir því hvernig eignir þeirra eru metnar. Þessu fjármagni fylgir bæði ábyrgð og völd. Þrátt fyrir að lífeyrissjóða- kerfið hafi tapað miklu við fall bankanna hefur lítið farið fyrir því að forsvarsmenn stærstu líf- eyrissjóðanna láti völdin í hend- ur annarra, hvað þá að þeir ætli sér að taka upp öðruvísi fjárfest- ingarstefnu. Þar sem ég er einn af eigend- um þessara sjóða vil ég hafa eitt- hvað um það að segja í hverju er fjárfest og í hverju er ekki fjárfest. Það er nefnilega ekki nægjanlegt að hugsa þröngsýna skammtímahugsun um arðvæn- legar fjárfestingar heldur þarf líka að hugsa fjárfestingar til framtíðar með hagsæld og eðli- lega uppbyggingu íslensks sam- félags í huga. Þjóðin er enda eig- andi þessara lífeyrissjóða sem eru langáhrifamestu fjárfest- ingaraðilarnir á Íslandi. Völd okkar til að segja til um hvernig hagkerfið á að byggjast upp og hvernig upplýsingastreymi fyrir- tækja á að vera liggja meðal ann- ars í þessu fjármagni. Hér fyrir neðan eru nokkrar einfaldar leikreglur fyrir þá sem sjá um fjárfestingar fyrir lífeyris- sjóði. Þeir sem halda því fram að ekki sé hægt að framfylgja þessum reglum vilja í raun og veru viðhalda því bóluhagkerfi, væntingagróða og sjálftöku- kapítalisma sem tröllriðið hefur heiminum síðustu áratugi. Þeir ganga þá erinda annarra fjár- festa en ekki íslensku þjóðarinn- ar. Því verður að linna. 1. Ef lífeyrissjóður fjárfestir í fyrirtæki ber honum að tilkynna það opinberlega. Lífeyrissjóð- urinn er þá jafnframt búinn að gefa út það vottorð að þetta fyr- irtæki sé í eðlilegum rekstri á sínu sviði og öll uppbygging þess, framtíðar markmið og skipulag sé eins gott og kostur er. Eftirlit með því að þessu sé fylgt eftir til framtíðar er á ábyrgð stjórn- armanna frá lífeyrissjóðunum. Með þessu ákvæði þrýstir fjár- magnið á að rekstur fyrirtækja sé á faglegum grunni reistur og það sé eftir sóknarvert fyrir hvert fyrirtæki að fá þessa fjár- festingu inn í félagið. Jafnframt þrýstir það á stjórnarmenn líf- eyrissjóðanna að standa faglega að öllum fjárfestingum. 2. Ekki er fjárfest í fyrirtækj- um sem eru að einhverju leyti í eigu skúffufyrirtækja, óþekktra erlendra/innlendra aðila eða með öðrum hætti þannig að eignar- hald sé ógegnsætt. Ekki er fjár- fest í fyrirtækjum sem nota pappírsfyrirtæki um heim allan til að koma hagnaði undan skatti (t.d. þó varan berist beint frá A til Ö en greiðslan frá A gegnum allt stafrófið til Ö). Fjárfesting ofangreindra aðila í þessum fyrir- tækjum í framtíðinni er einnig bönnuð. Með þessu tryggir fjár- magn lífeyrissjóðanna það að enginn möguleiki sé á að tengd- ir hagsmunaaðilar geti bakstýrt eða mokað peningum út úr fyrir- tækjunum í formi þjónustugjalda, fyrirgreiðslna eða annarra fjár- magnsaðgerða. Fjárfestingar eru gerðar vegna þess að fyrirtækið er í eðlilegum rekstri og eðlilega fjármagnað. Þetta eru miklu strangari fjárfestingar kröfur til fyrirtækja en kaup hallir hafa gert, en gæti í framtíðinni orðið til þess að kauphallir yrðu að gera þessar sömu kröfur. Sér- staklega ef samvinna næðist við lífeyrissjóði annarra landa um svipaðar reglur. 3. Ekki er fjárfest í fyrir- tækjum sem framleiða efni eða áhöld sem skaðað geta náttúruna, þ.m.t. lífverur (eiturefni, stríðs- tól o.s.frv.). Með þessu tekur fjármagnið að sér að þrýsta á um aukna samfélagsábyrgð fyrirtækja. 4. Ekki er fjárfest í fyrirtækum á Íslandi sem koma sér undan skattgreiðslum með því að greiða afborganir lána til tengdra aðila/eigenda (t.d. móður félaga) erlendis. Með þessu er þrýst á að fyrirtæki greiði sína skatta og skyldur í því landi sem þau starfa. (Ath.: Þetta getur verið mjög erfitt að meta.) 5. Lífeyrissjóðir skulu á hverj- um tíma nota ákveðna prósentu af sínu fjármagni til að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækj- um auk óskráðra félaga svo lengi sem þau uppfylla ofangreindar kröfur. Með þessu tryggir fjár- magnið aukna fjölbreytni í hag- kerfinu og fjölda nýrra starfa og framgang hugmynda og nýj- unga. 6. Lífeyrissjóðir skulu aðstoða við fjármögnun og rekstur elli- og hjúkrunarheimila eftir því sem þörf er á. Með þessu tryggir fjármagnið, sem við eigum, Íslendingum öllum áhyggjulaust ævikvöld. Er það ekki málið? Sex fjárfestingarboðorð fyrir lífeyrissjóði Lífeyrissjóðir Hans Guttormur Þormar framkvæmdastjóri Þær eignir sem íslenska þjóðin á í lífeyris- sjóðunum eru af stærðargráðunni 1.500 til 2.000 milljarðar, allt eftir því hvernig eignir þeirra eru metnar. Þessu fjármagni fylgir bæði ábyrgð og völd. AF NETINU Lífshættulegar ráðningar Sannleikurinn er sá, að til viðbótar við þær ógeðslegu pólitísku, klíku- og frændsemisráðningar, sem tíðkuðust og tíðkast hjá ríkinu allt fram á þennan dag, var það landlægt – og er kannski enn – að útiloka kandídata til starfa bæði hjá einkafyrirtækjum og hjá ríkinu. Sósíalistar fengu t.a.m. ekki vinnu hjá Varnarliðinu eða fyrirtækjum tengdum þeim – ekki einu sinni við að naglhreinsa. Þannig fékk föðurbróðir minn heitinn, dr. Ólafur Jensson, prófessor, ekki stöðu hjá ríkinu, þrátt fyrir að vera sá maður sem best var fallinn til starfa sökum menntunar og reynslu. Það var ekki fyrr en samflokksmenn hans komust að völdum, að hann naut sannmælis innan heilbrigðiskerfisins. Ég á heldur ekki von á að sjálfstæðis- menn hafi átt neinn möguleika að sækja um á móti Ólafi frænda mínum. Þannig var allt gjörsam- lega smitað af pólitík, jafnvel ráðningar á fólki til æðstu metorða innan heilbrigðisþjónustunnar, þar sem pólitískar ráðningar geta verið lífshættulegar í bókstaflegum skilningi þeirra orða! blog.eyjan.is/gudbjorn Guðbjörn Guðbjörnsson Svíar og evra Um 58 prósent Svía hafna því í skoðanakönnun að landið fórni krónunni fyrir evru. Innan við þriðj- ungur Svía er hlynntur upptöku evru. Svíar höfnuðu í þjóðar- atkvæðagreiðslu árið 2003 að taka upp evru. Aðeins einu sinni á liðn- um sjö árum hafa mælingar sýnt að Svíar hafi hug á evruvæðingu. pallvil.blog.is Páll Vilhjálmsson Tryggjum öllum börnum gleðileg jól Taktu þátt í Pakkajólum Bylgjunnar við jólatréð í Smáralind Gefðu eina aukagjöf um jólin og leggðu góðu málefni lið. Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar koma pökkunum til þeirra sem á að gleðja. Pósturinn kemur pökkum utan af landi til skila endurgjaldslaust, þú þarft bara að fara með pakkann á næsta pósthús. Gefðu eina gjöf og vertu með í Pakkajólum Bylgjunnar. Við óskum öllum gleðilegra jóla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.