Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 48

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 48
48 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Undanfarið hefur verið í umræðunni að aðrar heil- brigðisstéttir en læknar sjái um hluta þeirra verka sem eingöngu læknar hafa sinnt hingað til á Íslandi. Fulltrúar hjúkrunar- fræðinga hafa greint frá hvernig þeir sjá sína fag- stétt inni í þeirri mynd og fulltrúar sjúkraþjálf- ara hafa bent á hvað tíðk- ast í öðrum löndum varð- andi þeirra stétt. Sem fulltrúi geisla- fræðinga vil ég koma því á framfæri að geisla- fræðingar í ýmsum lönd- um í heiminum sjá um úrlestur tiltekinna rann- sókna sem hér á landi eru í höndum lækna. Einnig sjá geislafræð- ingar um klíníska skoðun sjúklinga sem orðið hafa fyrir minni háttar áverk- um, meta hvort þurfi röntgenrannsókn, veita þá meðferð sem þarf eða vísa sjúk- lingum áfram til læknis ef áverk- ar kalla á það. Þar sem slíkt fyrir- komulag er, hafa mælingar sýnt að þjónusta við sjúklinga hefur orðið skilvirkari og öruggari. Á Íslandi þarf lítið til að geislafræðingar geti tekið að sér slík verk og er það því raunhæfur möguleiki. Í gildandi lögum um heilbrigðis- þjónustu er hugsunin að nýta heil- brigðisstofnanir í samræmi við þá tækni og getu sem þær búa yfir. Þannig er ætlunin að hátækni- sjúkrahúsið sé notað til flóknari verka sem eru í samræmi við getu þess og svo framvegis. Sama á að gilda um fagstéttir innan heil- brigðiskerfisins, beina á til þeirra verkefnum sem eru í samræmi við þekkingu og getu þeirra. Slík ráð- stöfun myndi dýpka þekkingu og auka gæði þjónustu. Langt er síðan aðrar heilbrigðisstéttir en læknar breyttust úr því að vera lítt menntaðir aðstoðarmenn lækna yfir í að vera vel mennt- aðar fagstéttir sem vinna sjálfstætt. Ára- tugir eru síðan mennt- un þeirra þróaðist yfir í að vera háskólamenntun sem lýkur með háskóla- gráðum. Það er því löngu orðið tímabært að endurskoða þessi mál með það í huga að nýta fjárfestingu menntunar á sem bestan hátt með gæði og örugga þjón- ustu við sjúklinga að leiðarljósi. Sé okkur á Íslandi alvara með að gera heilbrigðiskerfið skil- virkara og verja gæði þjónustu við sjúklinga, á að endurskoða það út frá þessum sjónarmiðum. Mik- ilvægt er að heiðarlega og faglega sé staðið að endurskoðun sem þess- ari og að allar fagstéttir séu hafð- ar með í ráðum. Hagur sjúklinga verður að vera hafður að leiðar- ljósi en ekki baráttan um völd sem lengi hefur loðað við heilbrigðis- kerfið. Það hefur lengi verið vandamál að fá nægilegt fjármagn í bygg- ingu hjúkrunarheimila fyrir aldr- aða svo og til byggingar annarra öldrunarstofnana. Þetta mál var eitt aðaldeilumálið í borgarstjórn Reykjavíkur þann tíma sem ég sat þar á tímabilinu 1970-1982. Alþýðu- flokkurinn flutti margar tillögur í borgarstjórn um byggingu hjúkrun- arheimila fyrir aldraða og um bygg- ingu langlegudeilda fyrir aldraða (B-álmu Borgarspítala). En fjár- skortur hamlaði framkvæmdum þá eins og nú. Á meðan deilur um þetta mál stóðu sem hæst í borgar- stjórn Reykjavíkur gerðist það, að Albert Guðmundsson, þá borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,lagði til, að sérhver gjaldþegi í land- inu greiddi ákveðið gjald í Fram- kvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta byggingar aldraðra, hjúkrun- arheimili og aðrar öldrunarstofnan- ir. Þessi tillaga Alberts vakti þegar mikla athygli og þótti snjöll lausn á framkvæmdavanda aldraðra. Til- laga Alberts náði fram að ganga og varð til þess að Framkvæmasjóður aldraðra var stofnaður. Það hefur alla tíð verið skýrt tekið fram í lögum, að Fram- kvæmdasjóður aldraðra væri eins og nafn sjóðsins bendir til ein- göngu ætlaður til þess að kosta framkvæmdir í þágu aldraðra. Og þannig var það lengi vel en síðan var sjóðurinn einnig opnaður til þess að kosta rekstur öldrunar- stofnana í vissum tilvikum. Það var slæm breyting, þar eð eins og nafn sjóðsins bendir til átti sjóður- inn eingöngu að kosta framkvæmd- ir aldraðra en ekki rekstur. En nú keyrir um þverbak: Núverandi ríkis- stjórn hefur gripið til þess ráðs að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta sjúkrahúsrekstur almennt vítt og breitt um landið. Þetta er algert lögbrot, þar eð ekki er að finna neitt ákvæði í lögum um Framkvæmdasjóðinn sem heimilar að ráðstafa fé úr sjóðnum til reksturs sjúkrahúsa almennt. Framlög til sjúkrahúsa voru skorin svo harka lega niður í frumvarpi til fjárlaga, að mikil mót- mælaalda braust út. Ríkisstjórnin gaf þá eftir og dró úr niðurskurð- inum. Fram kom, að af 1700 millj- óna króna minni niðurskurði hjá sjúkrastofnunum yrði verulegur hluti kostaður með framlögum úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara tók þetta mál fyrir og gagnrýndi þá ráðstöfun heilbrigðis- og félagsmálaráðherra að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra, þegar fjármuni vantaði í rekstur sjúkra- stofnana almennt. Engin heim- ild væri fyrir því í lögum. Ungir stjórnmálamenn dagsins í dag vita ekki að Framkvæmasjóður aldraðra var einmitt stofnaður til þess að kosta framkvæmdir fyrir aldraða. Sjóður inn var einmitt stofnaður, þar eð illa gekk að fá fjármuni frá fjárveitingavaldinu til þess að kosta hjúkrunarheimili og aðrar stofnanir fyrir aldraða. Það er því fáheyrt að stjórnvöld skuli nú taka sjóðinn til þess að nota í rekstur almennt, þ.e. almennan rekstur sjúkrahúsa. Þessi ráðsmennska samrýmist ekki nýjum vinnubrögðum stjórnmála, sem boðuð hafa verið. Þessi vinnu- brögð samrýmast ekki tillögum Samfylkingarinnar um umbætur og endurbætur í kjölfar hrunsins. Samkvæmt þeim vinnubrögðum á að ástunda heiðarleika og gegnsæi. Það eru ekki heiðarleg vinnubrögð að taka fjármuni, sem almenningur greiðir til framkvæmda í þágu aldr- aða og nota þá til annarra þarfa. Ég skora á stjórnvöld að leið- rétta þessi mistök og falla frá því að taka fjármuni úr Framkvæmda- sjóði aldraðra í almennan sjúkra- húsrekstur. Stjórnvöld misnota Framkvæmdasjóð aldraðra Aldraðir Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Umræða um tillögu Mannrétt-indaráðs Reykjavíkur borgar (MR) hefur ekki verið hávær eftir breytingar sem ráðið gerði á til- lögunum. Telja margir að þar hafi ráðið tekið af alla annmarka til- lagnanna. En því fer fjarri. Vissu- lega hefur verið tekið tillit til margra ábendinga en eftir stend- ur sami grautur í nýrri skál. Meirihluti MR hefur varið til- lögur sínar og segir að tillögurnar séu samstíga leiðbeinandi reglum þjóðkirkjunnar í öllum atriðum nema einu. Slíkur rökstuðningur lýsir óbilgirni og rökleysi meiri- hlutans í undarlegum tillögum. Í því sambandi vil ég spyrja meiri- hlutann hvaða liður það sé sem er svona mikið samstíga þjóðkirkj- unni. Er það að: Kirkjan megi ekki heimsækja grunnskóla eða kynna gott starf kirkjunnar? Ekki megi hengja upp auglýsing- ar um kristilegt æskulýðsstarf? Nemendur mega ekki þiggja Nýja testamentið að gjöf? Nemendur megi ekki syngja eða taka annan þátt í kirkjuheimsókn- um? Prestar komi ekki að áfallahjálp nema með sérstöku samþykki allra hlutaðeigandi barna? Trúar- og lífsskoðunarfélög skipuleggi ekki fermingar- og barnastarf á skólatíma en íþrótta- félögum og tómstundastarfi utan kirkju sé það heimilt? Tónmenntakennarar megi ekki syngja sálma með nemendum? Í grunnskólum landsins er litið á nemendur sem einstaklinga með mismunandi þarfir sem þarf að mæta. Þar er meðal annars að finna nemendur sem þurfa sér- staka fæðu, hafa ofnæmi, fara í viðtal til námsráðgjafa eða fara í aðrar stofur að læra. Sumir hafa röskun á einhverfurófi, aðrir eru með tourette og enn aðrir eru á lyfjum. Mín reynsla sem kenn- ari er að ef sérstakar aðstæður nemanda eru útskýrðar vel fyrir öðrum nemendum eykur það skiln- ing þeirra gagnvart nemandanum og breytir neikvæðum viðhorfum þeirra í jákvæð. Það sama tel ég eiga við þegar nemendur hafa aðra trúar- eða lífsskoðun. Því er afar misráðið að útiloka svo mik- ilvægt atriði í lífi einstaklinga og þjóðar. Skólastarf á Íslandi markast af stefnu sem kallast „Skóli fyrir alla“. Er hún talin auka skilning barna á félagslegri blöndun nem- enda og undirbúningi þeirra fyrir þátttöku í samfélaginu í fullu jafn- ræði. MR telur þetta ekki gilda um trúar- og lífsskoðanir, sem er mjög undarlegt og fer gamaldags leið í ætt við þá að loka þroskahefta á sér stofnun svo hinir „heilbrigðu“ þurfi ekki að sjá þá í stað þess að leyfa fjölbreytileika manna að vera á yfirborðinu. Það er kjörið tækifæri fyrir kennara að þjálfa nemendur í umburðarlyndi og skilningi á því að lífsviðhorf fólks sé mismunandi. Ætli MR sér að fara þá grýttu leið að hafa lífsgildi öfgatrúleysis- hópa að leiðarljósi verður ráðið að gera sér grein fyrir því að aðrir lífsgildishópar hafa sama rétt og að fara yrði því alla leið. Það fer til dæmis gegn lífsskoðunum Votta Jehóva að halda hátíðir eins og jól og afmæli. Ætlar MR að beita sér fyrir því að afnema litlu jólin og banna skólunum að halda slíkar hátíðir á skólatíma eða banna nem- endum að syngja afmælissönginn til að gæta jafnræðis? Fræðsla á kynlífi og notkun smokka fer gegn lífsskoðunum kaþólikka. Þróunar- kenning Darwins fer gegn trúar- skoðunum strangtrúaðra. Hópar trúaðra telja samkynhneigð synd. Slíkt „trúboð“ verður að stöðva ef MR ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér. Meirihluti MR reynir að bakka út úr ógöngum sínum með því að taka það fram að hefðir í skóla- starfi sem teljist hluti af gamal- grónum hátíðum þjóðarinnar séu í lagi. Ég spyr þá MR hvort það sé skilningur meirihlutans að það sé í lagi að brjóta „mannréttindi“ barna á gamalgrónum hátíðum en ekki aðra daga? Það sér það hver sem vill sjá að tillögur MR eru rök- leysa og þegar á heildina er litið er ekki verið að verja mannréttindi heldur ráða annarlegir hagsmunir för. Það er óeðlileg stjórnsýsla sem á ekki að sjást í höfuðborg okkar. Eru lífsgildi öfgatrúleysishópa leiðarljós Mannréttindaráðs? Skóli og kirkja Fjalar Freyr Einarsson grunnskólakennari Slíkt „trúboð“ verður að stöðva ef Mann- réttindaráð Reykjavíkurborgar ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér. Ekki er að finna neitt ákvæði í lögum um Framkvæmdasjóðinn sem heimilar að ráðstafa fé úr sjóðnum til reksturs sjúkra- húsa. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Endurskoðun verksviða í heilbrigðiskerfinu Heilbrigðismál Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga Geislafræð- ingar í ýms- um löndum í heiminum sjá um úrlestur tiltekinna rannsókna sem hér á landi eru í höndum lækna. AF NETINU Hraðbraut og aðrir skólar Menntamálanefnd Alþingis telur að skýrsla Ríkisendurskoðunar kalli á að gerð verði úttekt á framkvæmd allra þjónustusamninga mennta- og menningarmála- ráðuneytisins um rekstur einkaskóla. Telur nefndin nauðsynlegt að í slíkri skýrslu komi fram hvort og í hve miklum mæli það hafi viðgengist að fjárframlög hafi verið ofgreidd úr ríkissjóði án þess að til endurgreiðslu þeirra hafi komið. Jafn- framt komi fram samanburður við opinbera framhaldsskóla í þessu sambandi. Pressan.is Skúli Helgason Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.