Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 59

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 59
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 Reykjagarður er markaðsdrifið framleiðslufyrirtæki og stærsti kjúklingaframleiðandi lands- ins. Vörumerki Reykjagarðs er HOLTA kjúklingur og segir Ragnar Hjörleifsson, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins, mikla áherslu lagða á gæði og ferskleika við framleiðslu vör- unnar. Eldi fyrirtækins er að Ásmundar stöðum, í Hvalfirði, Hrútafirði, Grindavík, Vatns- enda, svo einhverjir staðir séu nefndir en Reykjagarður fram- leiðir bæði ferskar og eldaðar kjúklinga afurðir og einnig kjúkl- ingaálegg og kjúklingapyslur. Allur fugl hjá Reykjagarði er rannsakaður fyrir slátrun með tilliti til sýkinga. Stuðst er við HACCP-gæðakerfi og eftir- lit á vegum MAST. Reykjagarð- ur byggir á 30 ára reynslu sem tryggir hámarksgæði en öll vara Reykjagarðs er með rekjanleika- númer með tilvísun í vinnsludag, eldishús og útungunardag, ásamt rekjanleika til foreldrafugls. Fag- fólk vinnur á öllum stigum fram- leiðsluferilsins. Dýralæknir, sem er sérfræðingur alifugla, stjórn- ar öllu eldi Reykjagarðs og unnið er náið með fóðurframleiðanda fuglafóðursins með tilliti til holl- ustu fóðursins sem fuglarnir eru aldir á. Mikil reynsla við að uppfylla þarfir viðskiptavinarins tryggir hátt þjónustustig Reykjagarðs. Áhersla lögð á ferskleika Ragnar Hjörleifsson segir gæði og ferskleika aðalatriði hjá Reykjagarði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Reykjagarður hóf framleiðslu á hátíðakjúklingi árið 1990. Hátíðakjúklingurinn nýtur nú vinsælda á jólaborðum lands- manna sem léttari kostur. „Hátíðakjúklingurinn er tveggja kílóa léttreyktur fugl, framleiddur að amerískri fyrirmynd. Margir bjóða upp á hann á jóladag eða annan í jólum eftir að hafa haft þyngri matinn á aðfangadag,“ út- skýrir Kristján Þór Hlöðversson, rekstrarstjóri framleiðslueldhúss Reykjagarðs, en Reykjagarður hefur framleitt sérstakan hátíða- kjúkling í 20 ár. Framleiðslan fer fram á Hellu. Í hátíðakjúklinginn fer tveggja kílóa fugl sem lagður er í pækil, þá reyktur og frystur. Kristján segir einfalt að elda hátíðakjúkl- inginn. Best sé að hægelda hann í ofni á lágum hita svo hann verði mjúkur. „Í heildina er eldunartíminn um þrír tímar. Lærin og leggirnir þurfa lengri eldunartíma en bring- an en með löngum eldunartíma á lágum hita verða þau mjúk eins og bringan,“ útskýrir Kristján. Kjúklingurinn er seldur frosinn og segir Kristján best að láta hann þiðna inni í kæli í tvo daga. Gott sé að taka hann út um morgun inn svo hann hafi náð stofuhita áður en hann fer í ofninn en það flýtir fyrir eldun. Ef það er ekki hægt má láta hann þiðna á borði yfir nóttina. „Besta aðferðin að mínu mati er að setja fugl- inn inn í 200 gráðu heitan ofn í 10 mínútur en lækka þá ofninn niður í 80 gráður. Bómullar- stykki, eins og visku- stykki eða bleiutuska, vætt í íslensku smjöri er þá lagt yfir kjúkl- inginn í ofninum og öðru hvoru þarf svo að væta tuskuna aftur úr smjör- inu og leggja yfir kjúklinginn yfir eldunartímann,“ segir Kristj- án. Hann mælir með því að nota smjör án salts þar sem fuglinn sé reyktur. „Til að fylgjast með eldunar- tímanum er gott að nota kjarn- hitamæli og stinga honum aftan í bringuna á fuglinum. Þegar hann mælirinn sýnir 68 gráður er há- tíðakjúklingurinn fulleldaður en til að fá hann brúnan í lokin er bómullartuskan tekin af og yfir- grillið í ofninum sett á 200 gráður í fimm mínútur. Þá verður hátíða- kjúklingurinn fallega glansandi.“ Kristján segir fyllinginguna í hátíðakjúklinginn geta farið eftir smekk hvers og eins. Hægt er að kaupa til- búnar fyllingu í versl- unum en auðvelt sé að búa til fyllingu frá grunni. „Sjálfum finnst mér gott að nota sellerírót, lauk, græna papr- iku, hvítlauk, matarsalt, salvíu, hvítan pipar, strásykur, kartöflu- mjöl, rjóma, fransbrauð og vatn. Grænmetið er skorið smátt og rifið innan úr brauðinu. Rjóma og vatni hellt yfir og kartöflumjölið notað til að þykkja. Þegar fyllingin er komin í fuglinn má sauma fyrir gatið en einfaldast er að loka því bara með álpappír. Muna þá bara eftir því að taka hann af í lokin þegar kjúklingurinn er brúnaður svo hún fái líka á sig brúnan lit.“ Kristján leggur áherslu á að hreinlæti sé haft í huga þegar kjúklingurinn er eldaður. Ein- faldast sé að vinna að kjúkl- ingnum, koma honum í ofninn og þrífa strax öll áhöld og bretti. „Eftir það er hægt að snúa sér að meðlætinu með hátíðakjúkl- ingnum. Ég mæli með kart- öflumús úr venjulegum og sætum kartöflum, léttsoðnu brokkólíi og rjóma lagaðri sveppa- sósu. En grænar baun- ir og rauðkál eiga líka vel við hátíðakjúkling- inn, allt eftir smekk.“ Hátíðakjúkling á jólaborð Léttreyktur hátíðakjúklingur Reykjagarðs er góður kostur á móti þyngri mat sem við innbyrðum yfir hátíðarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Uppskriftina í heild sinni ásamt eldunaraðferð er að fi nna á www.holta.is/uppskriftir Rauðvínssoðinn reyktur kjúklingur með skallottulauk og sveppum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.