Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2010, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 16.12.2010, Qupperneq 63
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 Til sjávar og sveita nefnist matarverslun í Ögurhvarfi 2 í Kópavogi. Kaupmaður þar er Jóhann Ólafur Ólason. Sem jólamat leggur hann áherslu á íslenskt eðalkjöt, laust við aukaefni. „Við erum með okkar eigin vinnslu á kjöti og fersku sjávarfangi og reynum að bjóða upp á holla vöru beint úr borðinu. Af hátíðakjöti má þar nefna sykursaltaða skinku sem oft er líkt við sænska jólaskinku, hægreyktan hamborgarhrygg sem er án aukaefna og svo bláberjakryddað lambalæri. Auk þess erum við með íslenska aliönd, villigæsabring- ur og fleira sem telst heppilegt á hátíðaborðið,“ segir Jóhann kaupmaður í versluninni Til sjávar og sveita í Ögurhvarfinu. Fyrst er forvitnast frekar um hina sænsku jólaskinku sem Jó- hann verkar úr íslenskum svíns- lærum. Hver er galdurinn við hana? „Við tökum lærið sundum og skiptum því í fjóra væna vöðva þannig að hvert stykki getur verið frá einu kílói upp í tvö og öll eru þau með puru,“ byrjar hann sínar skýringar og segir vinnsluna taka um fjóra sólarhringa. Skinkan er látin liggja í léttum saltpækli með náttúrulegu sætuefni þannig að hún verður sykursöltuð. „Skinkan er óreykt og ekki með neinum aukabindiefnum eins og fosfati eða slíku,“ tekur Jóhann fram. „Sumir vilja sjóða hana en okkur finnst bara fínt að skella henni beint í ofninn, hún er svo léttsöltuð og með sætum keim. Puran verður stökk en það er best að skera í hana áður en hún er steikt til að fá hana í teninga.“ Jóhann segir hamborgarhrygg- inn lagðan í sams konar pækil og sænsku skinkuna og unninn á sama hátt nema hvað hann sé hæg- reyktur líka. Þannig verði hann bæði bragðmildur og safaríkur. Kaupmaðurinn er inntur eftir hvort hann fari sjálfur í berjamó á haustin til að ná sér í krydd á lambalærin. Því svarar hann neit- andi en í glaðlegum tón. „Ég fæ eðal bláberjasaft frá fyrirtæki sem nefnist Íslensk hollusta. Innihald- ið í henni er safi úr aðalbláberjum og krækiberjum, hrásykur og vatn. Þetta notum við sem kryddblöndu- lög og látum lærin liggja í honum, ásamt bláberjasultu.“ Skyldi hann svo selja lærin í lofttæmdum um- búðum? „Já,“ svarar hann. „En fyrst og fremst verður þetta allt í kjötborðinu hjá okkur.“ Íslenskt og ósvikið kjöt afgreitt beint úr borðinu „Við reynum að hafa hollustuna í fyrirrúmi við verkunina,“ segir Jóhann Ólafur um jólasteikurnar í Til sjávar og sveita. Jóhann kaupmaður í versluninni Til sjávar og sveita framleiðir sitt eigið Waldorfsalat sem passar prýði- lega með öllum þeim kjötttegundum sem að ofan er lýst og einnig villibráð svo sem rjúpum, gæs, önd og hreindýri. Hann gefur lesendum fúslega uppskrift- ina að því ef þeir skyldu vilja búa það til sjálfir. Hún ætti að nægja fyrir sex til átta manns. Waldorfsalat 1 peli rjómi 2 dósir sýrður rjómi 10% 250 g saxaðar döðlur 400 g vínber skorin í tvennt 100 g valhnetukjarnar saxaðir 2 epli skorin í teninga 100 g sellerí saxað 2 msk. appelsínuþykkni 2 msk. koníak (alls ekki nauðsynlegt) 2 msk. flórsykur Þeytið rjómann. Hrærið sýrða rjómann og blandið flórsykri, koníaki og appelsínuþykkni út í og hrærið vel. Blandið þeytta rjómanum saman við og hrærið saman við salatið. Hentar vel með hátíðamat Jónína Björg Ström með Waldorfsalatið góða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Safaríkt bláberjakryddað lambalæri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.