Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2010, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 16.12.2010, Qupperneq 70
 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR54 Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, hafa gefið út dagatal fyrir árið 2011. Dagatalið prýða mynd- ir eftir þá Jón Lindsay og Gunnar Gunnarsson en þemað að þessu sinni er venjulegt fólk. Dagatalið verður selt til styrktar Ási, styrktarfélagi og umferðarnefnd Snigla. Allur ágóði mun renna til þessara aðila. Ás styrktarfélag var stofn- að 23. mars 1958 og hefur síðan barist fyrir mannrétt- indum og þjónustu við fatl- aða. Félagið rekur starfsemi í Reykjavík og Kópavogi á sviði búsetu-, hæfingar- og dagþjónustustaða sem eru Bjarkarás, Lækjarás og Lyngás auk Áss vinnustofu sem er verndaður vinnu- staður. Innan Sniglanna starfar umferðarnefnd sem stendur fyrir forvarnar- starfi og fræðslu fyrir bif- hjólamenn sem og aðra veg- farendur. Þess má geta að árlegt jólaball Snigla verður haldið á Classic Rock hinn 11. desember 2010. Venjulegt fólk GOTT MÁLEFNI Allur ágóði af dagatalinu rennur til Áss styrktar- félags og umferðarnefndar Snigla. Hljómsveitin Valdimar og Kalli, sem stundum er kenndur við Tenderfoot, halda tónleika í Frumleik- húsinu í Keflavík í kvöld klukkan 20.30. Tilefni tón- leikanna er að fagna próf- lokum og jólafríi. Hljómsveitin Valdimar er nýtt afl á íslensku tónlistar- senunni. Tónlist sveitar innar spannar allan tilfinninga- skalann og eru blásturshljóð- færi áberandi í lögum henn- ar. Búast má við miklu fjöri því hljómsveitarmeðlimir eru allt upp í níu á sviðinu í einu. Sveitin gaf nýverið út frumraun sína Undraland, sem hlotið hefur góðar við- tökur. Titillag plötunnar, Undraland, nýtur vinsælda á öldum ljósvakans og situr nú í 3. sæti vinsældarlista Rásar 2. Kalli er nýbúinn að gefa út sína aðra sólóplötu, sem fengið hefur góða dóma. Hljómur Nashville er áber- andi á plötunni, enda naut Kalli aðstoðar sögufrægra hljóðfæraleikara við gerð plötunnar þar í borg. - fsb Valdimar og Kalli í Frumleikhúsinu TÓNLIST Karl Henry Hákonarson, Kalli, kemur fram á tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heyrnarhjálp og hópur erlendra kvenna sem standa að veitingahús- inu Veröldin okkar – Mömmu eldhús á Akranesi sameinuðust nýlega í áhuga- verðu verkefni. Saman héldu þau námskeið þar sem fólk frá ólíkum menningar heimum fékk tækifæri til að hittast og deila reynslu, skemmtun og fræðslu sín á milli. Hugmyndin að verkefninu spratt frá því að hópur frá Heyrnarhjálp var viðstaddur opnun Mömmueldhússins. Samdi þeim afar vel enda hittust þar tveir hópar sem eiga það sameiginlegt að þurfa að kljást við ákveðna hindrun í samskiptum. Ákveðið var að halda tvö námskeið. Fyrst fór tuttugu manna hópur frá Heyrnarhjálp upp á Akranes í lok nóv- ember. Námskeiðið var rittúlkað en einnig voru táknmálstúlkar á staðnum fyrir þá sem þurftu á því að halda. Rittúlkun snýst um túlkun í rituðu máli og hentar þeim sem misst hafa heyrn síðla á ævinni og kunna því ekki táknmál. Það er baráttumál Heyrnar- hjálpar að þeir sem þurfa á rittúlk- un að halda hafi sama rétt til túlka og þeir sem fá þjónustu táknmálstúlka. Á námskeiðinu voru því tveir skjá varpar, annar fyrir fyrirlesarann og hinn fyrir rit túlkunina. Amal Tamimi, sem er í forsvari fyrir Mömmueldhúsinu, tók vel á móti hópn- um frá Heyrnarhjálp. Hún hélt erindi um íslam þar sem margir fengu svör við spurningum sem lengi hafði verið ósvarað. Á námskeiðinu var sagt lítil- lega frá matarhefð ólíkra landa og síðan boðið upp á glæsilegt hlaðborð þar sem réttirnir voru bæði frá Mið- Austurlöndum og Póllandi. Í lok nám- skeiðsins stigu liðugar meyjar fram og sýndu Rakse sharki, eða magadans. Seinni hluti námskeiðsins var hald- inn miðvikudaginn 8. desember. Þá kom hópur erlendra kvenna ofan af Akranesi til að kynnast íslenskri matar- hefð. Nanna Rögnvaldardóttir matgæð- ingur fræddi konurnar um matinn en Amal Tamimi þýddi yfir á arabísku. Boðið var upp á upplestur og ljóða- flutning á táknmáli. Konunum var síðan boðið að smakka íslenska matinn. Kvöldinu lauk með því að konurnar úr Mömmueldhúsinu kenndu Íslending- unum í Heyrnarhjálp að dansa Rakse sharki. Bæði Heyrnarhjálp og Mömmu- eldhúsið hlutu verkefnastyrki frá Evr- ópuári 2010 – gegn fátækt og félags- legri einangrun og voru námskeiðin hluti af verkefni beggja félaga. - sg Byggja brýr milli menningarheima ÍSLENSKUR MATUR Konurnar í Mömmueldhúsi fengu að smakka á íslenskum mat. MYND/HREINN MAGNÚSSON LJÓÐ Á TÁKNMÁLI Boðið var upp á ljóðaupplestur á táknmáli. MYND/HREINN MAGNÚSSON Hjónin Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfs- son, eigendur Bílabúðar Benna, gáfu á dögunum 100 ham- borgarhryggi til sameiginlegrar jólaaðstoðar Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar RKÍ. „Við tökum ofan fyrir því fólki sem hefur staðið að óeigingjörnu hjálparstarfi í ára- vís og viljum leggja málefninu lið, það er því miður ekki vanþörf á,“ segja þau. Í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólagjaf- ir var ákveðið að endurtaka leikinn frá í fyrra og gefa 100 Ali hamborgarhryggi til fjölskyldna og einstaklinga sem eru í neyð. Færa fjölskyldum 100 hamborgarhryggi VIÐ AFHENDINGU Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfs- son frá Bílabúð Benna og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Steinunn V. Jónsdóttir og Margrét K. Sigurðardóttir frá Mæðrastyrksnefnd. Einlægar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur vináttu, hlý- hug og samúð í veikindum og við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðrúnar H. Ólafar Ólafsdóttur Benitez Svölutjörn 48, Innri Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs og allra þeirra sem önnuðust hana í veikindum hennar fyrir ómetanlega umönnun, stuðning og kærleika. Einnig Sinawik-klúbburinn Vík fyrir stuðning og kærleika. Guð blessi ykkur öll. Robert Eugene Benitez Stefán Karl Jónsson Helga Róbertsdóttir Sigríður E. Jónsdóttir Ólafur Reynir Svavarsson Friðrik Jónsson Árni Jónsson Christine Jónsson Clara L. Benitez Róbertsdóttir Christine Lynn Moore John Moore Kimberly Ann Lynch Matthew A. Lynch barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Svanlaug Ester Kláusdóttir Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, sem lést á heimili sínu aðfaranótt 8. des. verður jarð- sungin frá Víðistaðakirkju föstudaginn 17. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag Íslands og Minningarsjóð Önnu Pálínu Árnadóttur 0334-13-554646 kt. 430805-0880. Ásgeir Árnason Sigríður Jóhannesdóttir Páll Árnason Bryndís Skúladóttir Kristín Árnadóttir Einar Sindrason Hólmfríður Árnadóttir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigurbjörg Sigríður Jónsdóttir Dvalarheimilinu Höfða, áður Háholti 33, Akranesi, lést miðvikudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 17. desember kl. 11.00. Guðný Guðjónsdóttir Rúnar Guðjónsson Ágústa Einarsdóttir Hugrún Guðjónsdóttir Pálmi Jónsson Kristín Guðjónsdóttir Guðmundur Smári Guðnason og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, Magnús Gunnarsson vélvirki, Ölduslóð 14, Hafnarfirði, lést að morgni 14. des. 2010. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kári Magnússon. Kristjana Höskuldsdóttir í Melaleiti verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 20. desember kl. 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Kr. Magnússon Solveig K. Jónsdóttir Sigurður Á. Þráinsson Salvör Jónsdóttir Jón Atli Árnason Áslaug Jónsdóttir Vilhjálmur Svansson Védís Jónsdóttir Jón Erlingur Jónasson og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.