Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 74

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 74
58 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Galleríið Kaolin er nýtt gallerí sem opnað verður annað kvöld með tveimur nýjum sýningum. Þórður Grímsson skoðar drauma og draumfarir og Ólöf Björg Björnsdóttir veltir fyrir sér ferðalagi sjálfsnándarinnar. „Ég var búin að búa til verk í hug- anum fyrir rýmið sem nú er Kaol- in, fyrir mörgum árum þegar það hýsti Gallerí 8. Það verk var afskaplega litað af þeim tíma og allt öðruvísi en það sem ég end- aði á að gera nú, en tilfinningin er sú sama nú og þá er ég gekk inn í rýmið,“ segir Ólöf Björg Björns- dóttir sem er annar þeirra lista- manna sem opna sýningu í nýju galleríi, Kaolin, í Ingólfsstræti 8 í kvöld. Ólöf skilgreinir sýningu sína sem innsetningu, en sýningin er sköpuð sérstaklega með sýning- arrýmið í huga. Lituð af óskráðum reglum Ólöf segir að rétt eins og við lit- umst af umhverfi okkar, litast verkin hennar af sínu umhverfi. „Það eru engir sólóistar og það á líka við um list og listamenn þó þeir nálgist hlutina oft frá öðum sjónarhornum en aðrir. Við erum í senn einangruð í okkur sjálfum en tengjumst samt sem áður öllu í veröldinni. Þetta er það sem ég er að vinna með og nota til að hleypa upp verkum mínum. Við erum oft svo lituð af öllum þeim óskráðu reglum sem samfélagið og við sjálf setjum okkur, reglum sem verða að stjórnarskrá sem blindar sýn okkar á möguleika vaxtarsprota okkar og þar með vaxtar verald- arinnar sem við lifum í.“ Draumar og draumfarir „Óráð“ er fyrsta sýning Þórðar Grímssonar á blekteikningum og prentum, en hann hefur áður feng- ist við vídeólist og gerð tónlistar- myndbanda fyrir hljómsveitir eins og The Brian Jonestown Massacre, Singapore Sling, The Virgin Tongu- es og The Go-Go Darkness. Í verkum sínum fæst Þórður gjarnan við drauma og draum- farir og mörk þess raunverulega og óraunverulega. „Þessi sýning er framhald af því sem ég hef verið að gera, bara í öðrum miðli,“ segir Þórður. „Minningar, tákn, svip- brigði, tími, tilfinningar, náttúra, ónáttura og það sem Freud kallaði „Das Unheimliche“ eru viðfangs- efni mín, en verk Edgars Allans Poe hafa haft mikil áhrif á mig, sem og myndlist Alfreðs Flóka og rit Thomasar De Quincey.“ Verk rík af symbólisma Ástæður þess að Þórður flutti sig yfir í prentið er tvíþætt. „Ég hef verið í grafíkvinnslu undan farið og hannaði meðal annars útlit nýju plötunnar með Third Sound sem var að koma út. Svo áskotnuð- ust mér fallegar arkir sem eru 60- 70 ára, vel lifaðar, á góðum prís. Þetta tvennt tengdist svo symbol- ismanum sem ég hef verið að vinna með, en hann er sóttur að stórum hluta til fornrar táknfræði dauða- bóka Egypta og Tíbeta, draumfara Carlos Castenada og galdraskræðu Skugga, og niðurstaðan varð þessi sýning.“ Opnun Nándarnálgunar einúlfa fer fram milli 18 og 20 á föstudag en Þórður opnar Óráð klukkan 20 síðar um kvöldið. tryggvi@frettabladid.is 58 menning@frettabladid.is Óráð, ónáttúra og einúlfar Listagalleríið Kaolin var opnað í nýuppgerðu húsnæði að Ingólfs- stræti 8 hinn 26. nóvember. Kaolin er rekið af átta faglærðum myndlist- armönnum sem hafa það sameigin- legt að vera menntaðir í leirlist. Þeir eru: Arnlaug Borgþórsdóttir, Ása Tryggvadóttir, Bjarni Sigurðsson, Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir, Gegga – Helga Birgisdóttir, Jóna Thors, Kolbrún Sigurðardóttir – KolSi – og María Kristín Óskarsdóttir. „Það er draumur margra mynd- listamanna að vera með eigið gallerí,“ segir Helga Birgisdóttir, Gegga, sem er ein af stofnendum Kaolin. Hún segir húsnæðið sérlega skemmtilegt en galleríið saman- stendur af þremur rýmum, Kaolin sölugalleríi þar sem seld eru verk listamannanna átta og tveimur sýn- ingarrýmum, Skotinu og Kotinu, þar sem myndlistarmönnum gefst kostur á að sýna verk sín. „Salirnir hafa þá sérstöðu af vera með minnstu sölum í Reykjavík. Það opnar möguleika listamanna til að koma verkum sínum á framfæri í miðbænum án þess að leggja í mikinn kostnað, en leigan á sölunum er fremur lág,“ segir Gegga. Í Kaolin verður lögð áhersla á fagmenntun þeirra listamanna sem halda sýningar en Gegga segir mikinn áhuga meðal listamanna á að sýna í galleríinu. Hún er innt eftir nafni gallerísins. „Kaolin er aðaluppistöðuefni í öllum glerungum og því alþjóðlegt orð yfir leirefni,“ svarar Gegga en nafnið þótti henta vel þar sem allir lista- mennirnir sem koma að galleríinu tengjast leirlist á einhvern hátt. Opnunartími Kaolin til jóla er frá 10 til 22. Annars er opið virka-daga frá 10 til 18 og laugardaga frá 10 til 15. LISTAGALLERÍIÐ KAOLIN VIÐ INGÓLFSSTRÆTI ÓLÖF BJÖRG Ólöf vill ekki gefa áhorfandanum handbók að því hvernig eigi að lesa sýningu hennar og stela því þannig frá honum að upplifa verkin á sinn eigin hátt. Hún gefur þó upp að gullfiskar spili stórt hlutverk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞÓRÐUR GRÍMSSON Óráð er önnur einkasýning Þórðar en fyrsta sýningin þar sem hann fæst við blekteikningar og prent. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þremur var úthlutað styrkjum til þriggja mánaða úr rannsóknar- sjóði Snorra Sturlusonar árið 2011. Daisy Neijmann, við Uni- versity College London, hlaut styrk til að rannsaka íslenskar bókmenntir sem fást við seinni heimsstyrjöldina og hernámið hér á landi. Seiichi Suzuki, próf- essor við Kansai Gaidai-háskóla í Japan, fær styrk til að rann- saka á fornnorræna bragarhætti. Giorgio Vasta, rithöfundur í Tor- ino á Ítalíu, hlaut styrk til að vinna að skáldsögu sem að hluta mun gerast hér á landi. Styrkir Snorra Sturlusonar eru árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi. Snorrastyrkir veittir NYKUR Á AFTURHÓFUNUM Skálda- og útgáfufélagið Nykur efnir til upplestrarkvölds á morgun undir yfirskriftinni Allt á afturhófunum á Súfistanum fyrir ofan Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Þrír höfundar koma fram: Ævar Þór Benediktsson les upp úr nýútkomnu smásagnakveri sínu, Sverrir Norland les ljóð og Emil Hjörvar Petersen les upp úr skáldsögu sinni Sögu eftirlifenda. Dagskráin hefst klukkan 20 og eru allir velkomnir. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Furðustrandir Arnaldur Indriðason Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson Gunnar Thoroddsen Guðni Th. Jóhannesson Sumarlandið - Framliðnir lýsa andláti... Guðmundur Kristins. Ég man þig Yrsa Sigurðardóttir Lífsleikni Gillz Egill Einarsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 08.12.10 - 14.12.10 Stelpur! - Þóra Tómasdóttir og Kristín Tómasdóttir Ljósa Kristín Steinsdóttir Eldað með Jóa Fel Jóhannes Felixson Hreinsun Sofi Oksanen
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.