Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 76

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 76
60 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Bergsveinn Birgisson er tilnefndur í annað sinn til íslensku bókmenntaverð- launanna fyrir nóvelluna Svar við bréfi Helgu. Hann segir vinsældir bókarinnar hafa komið sér ánægjulega á óvart og helgist ef til vill af því að eftir hrun hafi fleiri farið að gefa gaum þeirri menningu sem við áttum fyrir. Svar við bréfi Helgu fjallar um aldraðan bónda sem skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst til að fylgja til borgarinnar forð- um tíð, en hann kaus heimahag- ana fram yfir kærleikann. Mörg- um áratugum síðar veltir hann því fyrir sér hvort hann hafi valið rétt og inn í bréfin fléttast minn- ingar úr sveitinni ásamt safarík- um frásögnum af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Að fanga bóndann í ræðu Bókin er stutt, fyllir rétt rúmar 100 síður. Bergsveinn segir þó talsverðan tíma liggja henni að baki. „Ég byrjaði að skrifa hana árið 2003. Ég get aftur á móti ekki sagt eins og atvinnurithöfundur hve lengi ég hef viðað að mér efni í hana og hve lengi ég hef unnið úr því. Kannski þetta hafi meira verið eins og hjá gamla fólkinu í Brekkukoti, sem aldrei var bein- línis að vinna, en alltaf að sýsla eitthvað. Ég hef verið svo lánsamur að hafa kynnst mörgum skemmtileg- um sagnamönnum í gegnum tíð- ina, bæði frægum og ófrægum, til dæmis gerði út bát á Norðurfirði allnokkur sumur og þar kynntist ég góðum sagnamönnum eins og Gunnsteini Gíslasyni. Afi minn, Guðjón Guðmundsson, var líka dásamlegur sagnamaður án þess að gefa sig sérstaklega út fyrir það. Ég man að þegar ég var í sveit hjá honum kom út einhver viðtals- bók, Aldnir hafa orðið, þar sem rætt var við hann. Ég tók eftir að þar var hann svo kurteis; tal- aði bara um tíðina og aflabrögð í bókinni. En þegar maður sat úti með honum að skera af netum þá fór allt í gang. Þessi maður var ekki til á neinum pappír. Þetta er maðurinn sem ég hef gert mér far um fanga; bóndann í ræðu en ekki í riti; manninn sem er meira kurteis við lífið í eigin brjósti en mannfólkið.“ Saga um horfna menningu Bókin hefur hlotið mikið lof gagn- rýnenda og selst afar vel, sem kemur Bergsveini þægilega á óvart. „Það er alltaf gaman þegar ein- hver nennir að lesa það sem maður er að gera,“ segir hann. „En nei, ég var ekki viðbúinn því að þessi saga yrði vinsæl. Ég er sjálfsagt síst hæfur til að greina það af hverju hún mælist svona vel fyrir en ég fór að leiða hugann að því, að eftir að peningamennirnir skildu eftir sig sviðna jörð hafi kannski mynd- ast hérna ákveðið tómarúm. Eftir á hafa menn ef til vill leitt hugann að því hvort það hafi verið til menning í þessu landi eftir allt saman: þessi íslenska alþýðumenn- ning þar sem fólk talaði saman og sagði frá, verkmenning þar sem fólk skaffaði sjálft á borðið sitt, ræktaði jörðina og fór á sjó. Þetta var menning sem hafði að stóru leyti staðið óbreytt frá land- námi; að sjá inn í gamlan íslensk- an bóndabæ var að sjá inn í land- námið.“ Bergsveinn kveðst hafa verið svo heppin að fá nasasjón í þenn- an heim hjá afa sínum og ömmu á Ströndum. „En þetta var mjög brútal fer- ill, hvað þetta gerðist hratt. Maður var ekki fyrr búinn að sjá inn í þetta en það var horfið. Pening- aæðið sem ríkti hér gekk mjög hart á þessa menningu. Það varð náttúrulega gríðarlegt rof þegar peningamenn fóru haga sér eins og Gottskálk biskup grimmi og sanka að sér jörðum um allar trissur. Þetta snýst nefnilega ekki bara um rolluskjátur, þetta snýst um tungumál og þar með um heil- an heim. Og það er ekki hægt að skilja íslenskt tungumál í raun og veru nema í gegnum sveitabæinn. Án hans er ekkert tungumál, engar rætur.“ Að skilja hvaðan maður kemur Svar við bréfi Helgu svipar að formi og efni til fyrstu skáldsögu hans, Landslag er aldrei asnalegt frá 2003, sem lýsti lífi trillukarla í deyjandi sjávarbyggð. Fellst hann á að vera haldinn fortíðaþrá? „Ég get alveg verið ærlegur með það að mér hefur fundist ég „rangplaseraður“ í tíma. Ég hef stundum sagt í gamni að ég hefði helst viljað vera uppi á steinöld með nútímaspítölum. Áður fyrr var meiri nálægð milli manna, fólk lifði í hóp. Ég fékk að sjá inn í þessa menningu gegnum ömmu mína og afa en þá þegar var komin feigð í hana; bæirnir voru að leggj- ast í eyði og hún smám saman að láta undan. En ég myndi samt ekki vilja stimpla þetta sem einhverja for- tíðarþrá. Ég er einfaldlega ein- staklingur sem er að reyna að skilja rætur sínar, hvaðan hann kemur. Eftir að hafa þvælst dálít- ið um heiminn eins og ég hef gert, verður það dálítið aðkallandi fyrir mann.“ Fyrnskan er mér töm Tungutak og orðfæri sögumanns bókarinnar er mergjað og á köfl- um framandi. Bergsveinn kveðst hafa þurft að setja sig í ákveðn- ar stellingar þegar hann skrifaði bókina en gætti þess vandlega að þær kæmu ekki fram. „Þetta varð að koma beint úr lifrinni og án áreynslu. Ég hef nú verið kallaður forn í skapi þannig að vissu leyti var fyrnskan mér töm. Það var þó ýmislegt sem maður þurfti að setja sig inn í til að geta komið orðum að því, til dæmis fjárþuklið. Þetta er gríðar- lega ríkt mál, fornt og nákvæmt. En þegar ómskoðunartækið kom til sögunnar hvarf þuklþekking- in fljótt og þar með tungumál- ið sem henni fylgdi. Ég þurfti því að fletta talsvert í gömlum ræktunarbæklingum, til að setja mig inn í þetta málsnið.“ Auk þess að fjalla um horfna menningu og slitnar rætur er Svar við bréfi Helgu öðrum þræði bók um mannlega nánd. „Ég hef mikinn áhuga á til- vistarlegum spurningum. Þetta er vissulega ástarsaga, en ekki þessi hefðbundna rómantíska ást- arsaga þar sem allir ná saman í lokin. Þetta fjallar um að þrá ein- hverja manneskju án þess að það verði nokkuð úr því; mig langaði að segja ástarsögu þar sem ástin fær ekki að blómstra.“ bergsteinn@frettabladid.is LISTIN AÐ FANGA GAMLAN BÓNDA BERGSVEINN BIRGISSON „Ég get alveg verið ærlegur með það að mér hefur fundist ég „rangplaseraður“ í tíma. Ég hef stundum sagt í gamni að ég hefði helst viljað vera uppi á steinöld með nútímaspítölum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það varð náttúrulega gríðarlegt rof þegar peningamenn fóru að haga sér eins og Gottskálk biskup grimmi og sanka að sér jörðum um allar trissur. Þetta snýst nefnilega ekki bara um rolluskjátur, þetta snýst um tungumál og þar með um heilan heim. BERGSVEINN BIRGISSON RITHÖFUNDUR Bak við vélageymsluna höfðum við fundið okkur dálítið skot þar sem sólgeislar stungust gegnum sprungurnar milli plankanna svo maður gat dæmt holdafarið nákvæmlega í skininu. Þetta varð okkar litla einkaspaug. Þú baðst mig skoða þig, og ég þuklaði geislungana á þér og fann hvergi hnota á og síðan hvert rifið á fætur öðru, og fyllingu hryggjar, þá mjaðma- grindina og lærin niður á hækilinn svo þú titraðir sem ösp í vindi, þreifaði þig munúðarfingrum og kannaði nákvæmlega útlegur á brjóstkassa og bringufylling. Þú hljóðaðir af sælu. Sýnin af þér berri í sólgeislunum var frískandi fyrir augað líkt og blóm á nakinni klettasyllu. Ég hef í raun engu að jafna saman við þessa sjón. Mér dettur helst í hug þegar Farmallinn kom. Að rífa grindina utan af vélinni og pappann og sjá þá glansandi dýrð sem átti eftir að umbylta lífinu. Sjá nú hve lítilla sanda ég er í hugsun minni, Helga mín, að líkja þér ungri og berri við dráttarvél. Ég veit að ég bara subba út fegurð þína með því að jafna þér við hluti þessa heims. Þú varst dásamleg dráttarvél. (49-50) ÚR SVARI VIÐ BRÉFI HELGU TILVALIN JÓLAGJÖF! FÁST Í MIÐASÖLU ÓPERUNNAR OPIÐ ALLA DAGA KL. 1018 SÍMI 511 4200 Gjafakort á sýningar Óperunnar í Hörpu ÍSLENSKA ÓPERAN Í HÖRPU PAGLIACCI 2008
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.