Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 80

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 80
64 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Í þann mund sem risavaxin þota af gerðinni Boeing 747 hefur sig á loft frá Heathrow, einhverjum fjöl- farnasta flugvelli veraldar, er lítil stúlka úti að leika sér fyrir fram- an húsið heima hjá sér í Hammer- smith í London. Hún heitir Hanna Lára Andrews, á breskan föður en íslenska móður. Hún veltir því and- artak fyrir sér hvert þessi gljáandi vél, sem er með skrokk eins og heilt fjölbýlishús, sé að fara? Eða hin fallega flugvélin, hvert fer hún? Flugvélar fara nánast jafnoft á loft á Heathrow og strætisvagnar stansa á stoppistöðvum við Oxford Street. Það er verkfall í neðanjarðarlest- arstöðvunum. Gríðarleg umferð er um götur borgarinnar. Á mánudag- inn eignuðust Karl prins og Díana prinsessa af Wales son – prins William. Þetta er árið 1982. Seinna á Hanna eftir að upp- lifa óvænt ævintýri, langt frá erli stórborgarinnar, í stórbrotinni og óspilltri náttúru. Þar kynnist hún fossum, fjöllum, hverum, jöklum og eldfjöllum. Rúmum sólarhring síðar: Klukkan er að verða níu að kvöldi. Kolniðamyrkur er úti. Boeing 747- vélin, sem Hanna sá daginn áður í London, er nýflogin yfir eyna Jövu í Indónesíu. Nánast allir um borð, 247 farþegar og sextán manna áhöfn, horfast í augu við dauðann. Ástandið þarna uppi í háloftunum á sér enga hliðstæðu í flugsögunni. Fyrst er eins og einhvers konar eldingar og einkennilegur ljósa- gangur, umljúki vélina – nokkuð sem flugmennirnir hafa aldrei áður upplifað. Svo kemur þykkur reykur upp í farþegarýminu. Farþegarnir sjá eldblossa koma aftan úr öllum fjórum hreyflun- um. Þá halda sumir að vélin muni springa. Síðan drepst á einum hreyfli, þá öðrum, síðan þeim þriðja og loks er vélin orðin afllaus með öllu. Allir fjórir Rolls Royce- hreyflarnir eru dauðir. Flugmenn- irnir fá með engu móti skilið hvað er á seyði. Engin tæki virðast starfa eins og þau eiga að gera. Þeir eru lentir í aðstæðum sem enginn hefur ratað í áður svo að vitað sé. Þessi rúmlega þrjú hundruð tonna risaþota frá British Airways, BA 009, svífur nú niður í átt að hyld- júpu Indlandshafinu. Sumir far- þeganna hugsa með hryllingi til hákarlanna þar niðri. Margir biðjast fyrir. Ókunnugir sessunautar hald- ast þétt í hendur. Fjöldi barna er um borð – þar af átta ungbörn. Loftþrýstingur minnkar skyndi- lega í flugstjórnarklefanum. Flug- mennirnir eiga þá að setja á sig súrefnisgrímur og björgunarvesti. En gríma eins flugmannsins virk- ar ekki og því verður Eric Moody flugstjóri að steypa vélinni niður í súrefnisríkara loft. Skömmu síðar falla mörg hundruð súrefnis- grímur niður úr loftinu í farþegarýminu. Við það magnast hræðsla far- þeganna og undarlegustu hugsanir leita á þá: Finnst líkið af mér? Ég gleymdi að borga rafmagnsreikn- inginn áður en ég fór að heiman. Amma í hópnum hugsar með trega til þess að barnabörnin hennar muni aldrei fá bolina sem hún keypti handa þeim á Oxford Street. Yfirflugþjónninn stend- ur í reyknum með súrefn- isgrímu á andlitinu, vasa- ljós í annarri hendinni og gjallarhorn í hinni. Ljós- in eru slokknuð – aðeins EXIT-neyðarútgangsljós- in loga. Flugliðarnir eru farnir að undirbúa neyð- arlendingu á sjónum. Flugmennirnir hafa reynt um fjörutíu sinnum að endurræsa hreyflana. Vélin er sambandslaus við umheiminn. Eitthvað í loftinu truflar talstöðvarsamskipti en eng- inn veit hvað það er. Svitinn renn- ur niður eftir andliti flugvélstjór- ans sem er að reyna að endurræsa hreyflana. Eftir nokkrar mínút- ur, kannski sekúndur, munum við farast, hugsa flestir – þar á meðal flugmennirnir. Í rauninni er fólk- ið orðið fullvisst um að það muni deyja, spurningin er bara hvernig. Lendir vélin utan í fjalli á Jövu eða fer hún í sjóinn? Drukkna allir eða deyja þeir strax við nauðlendinguna í öldunum? Enginn um borð hefur minnstu hugmynd um að vélinni var flogið inn í öskuský frá eldfjalli sem hafði byrjað að gjósa rúmri klukkustund áður. Þetta flug á eftir að breyta flugsögunni. Og þessi saga á síðar eftir að berast til Íslands og hafa gríðarleg áhrif á umheiminn. Á flótta undan hamfaraflóðum Við erum stödd í gróðursælum hvammi undir klettahömrum fyrir austan Vík í Mýrdal. Lóan syngur, birkið ilmar og þíður sjáv- arniður ómar í fjarska. Ferskur andvarinn leik- ur um andlit ungrar konu þar sem hún horfir á tært bergvatnið liðast niður eftir hvamminum. Þetta er Hanna Lára Andrews sem var lítil stúlka í stórborginni London þegar risaþot- unni BA 009 var flogið áleiðis til Ástralíu og nátt- úruöflin gripu í taumana yfir Indlandshafi. Flugið komst í heimsfréttirnar. Hanna vinnur hér með nokkrum Íslendingum við hvannskurð. Það er verið að keyra uppskeruna að bæ undir Eyjafjöllum: „Ég fann atvinnuaug- lýsingu á netinu. Það vant- aði fólk til að skera hvönn úti í sveit. Mér leist vel á að geta notið frelsisins og ekið til Reykjavíkur um helgar. Í stórborg sækir hugurinn ósjálf- rátt út í náttúruna. Sérstaklega þegar maður hefur fengið tækifæri til að upplifa hana. Ég kom sem barn til Íslands á sumrin og um jólin, var í Hafnarfirði hjá ömmu minni og frænku. Ég elskaði landið og naut þess að geta farið nánast hvert sem ég vildi. Mér fannst alltaf erfitt að snúa aftur heim til London. Svo ákvað ég að breyta lífi mínu og flytjast til Íslands. Ég varð bara gripin þessari löngun og sú staða hafði komið upp að ég var ekki leng- ur bundin London vegna vinnu. Ég var harðákveðin í að fara og læra íslensku í háskólanum. og njóta mín. Anda að mér hreinu loftinu, drekka ferskt vatn og vera úti í náttúrunni. Það vantaði fólk í hvannskurð í sex vikur um sumarið. Þetta er gott, hugsaði ég með mér, ég hef gott af þessu. Ég var forvitin og fór austur. „Mér fannst unaðslegt að vinna úti allan daginn, hvort sem var í sól eða rigningu. Það var líka mjög gaman að kynnast fólkinu í sveit- inni. En svo var þessi tími senn á enda.“ Páll Eggert Ólafsson er sonur hjónanna Ólafs Eggertssonar og Guðnýjar Valberg Andrésdóttur á Þorvaldseyri: „Hópurinn sem var að tína hvönn- ina kom gjarnan í lok dags. Við tókum á móti hráefninu sem var sett í vél og svo á þurrkbretti. Fólk- ið vann við að pakka og fleira, en við aðstoðuðum. Það var oft líf og fjör þarna í hlöðunni, enda var þetta ungt og skemmtilegt fólk. Upp úr þessu þróuðust nánari kynni með Hönnu og Páli og hún fluttist síðar til hans austur að Þor- valdseyri. Þeim fæddist svo sonur þann 3. apríl 2009. Þegar leið að jólum það ár fór Hanna að kynnast því hvernig íslensk náttúra getur hagað sér: „Ég þekkti ekkert til jarðskjálfta eða eldgosa. Slíkt gerist bara ekki í Englandi. En um jólin varð jarð- skjálfti. Ég kippti mér ekkert sér- staklega upp við það og var óhrædd. Svo fór fólkið að tala um hvort gos væri í aðsigi. Það voru haldnir almannavarnafundir í sveitinni og ég fylgdist með.“ Íbúar undir Eyjafjöllum, í Fljóts- hlíð og Landeyjum voru æ oftar minntir á hættuna á eldgosi. […] Páll á Þorvaldseyri var við öllu búinn frá því í byrjun mars: „Við höfðum fylgst stöðugt með skjálftamælingum á vef Veðurstof- unnar í þrjár vikur. Ég vissi innst inni að eitthvað myndi gerast. Vís- indamennirnir sögðu það ekki beint út en maður las milli línanna hjá þeim að þeir byggjust við eldgosi.“ […] Komið var rétt fram yfir mið- nætti aðfaranótt sunnudagsins 21. mars. Poula Kristín Buch (sem á fær- eyska móður en er fædd og uppalin á Íslandi) er eiginkona Sigurðar Þórs Þórhallssonar bónda á Önundar- horni. Bærinn er sunnan þjóðveg- arins en í sjónlínu við Þorvaldseyri og Eyjafjallajökul. Þau hjónin eiga fjórar dætur. Sú elsta býr í Reykja- vík, sú næstelsta er í Menntaskól- anum á Laugarvatni en þær yngstu tvær eru enn heima. Poula sat við tölvuna, klukkan var 00.22: „Yngstu dæturnar tvær, Sylvía, sjö ára, og Andrea, níu ára, voru sof- andi inni í herbergjunum sínum. Sig- urður kom allt í einu til mín og hélt á báðum gsm-símunum okkar. Það hafði komið sms í þá samtímis. Ég tók minn síma og leit á skilaboðin. Þar stóð: „Eldgos er að hefjast í Eyjafjalla- jökli. Rýmið samkvæmt áætlun.“ Mér brá skelfilega, varð litið á hendurnar á mér og sá að þær skulfu. Við Sigurður horfðum hvort á annað smástund. Við vissum að við áttum að rýma á sem stystum tíma. „Ég tek Andreu og þú tekur Sylvíu,“ sagði hann. Ég rauk inn í barnaherbergi, reif Sylvíu upp, skellti henni uppréttri á gólfið og byrjaði að klæða hana í föt þótt hún væri varla vöknuð. Var þetta virkilega svona hjá foreldr- um mínum í Vestmannaeyjagosinu? hugsaði ég. Ég átti heima í Eyjum og fór með þeim og öðrum Vestmanna- eyingum með báti upp á land þegar við flúðum eldgosið í Heimaey. Þá var ég sex ára. Á þessum andartök- um rifjaðist þetta upp.“ Andrea litla fylgdist með foreldr- um sínum: „Mamma stóð þarna og ég skildi ekkert hvað hún var að gera. Ég spurði og spurði: „Hvað er að ger- ast? Pabbi, erum við að fara í heim- sókn?“ Ég var í náttkjólnum en við vorum greinilega á leiðinni út. Ég klæddi mig í skó, var ekki í neinum sokk- um, og pabbi setti mig í allt of litla úlpu. Og svo var ég allt í einu komin með stóra húfu. Pabbi var greinilega stressaður og klæddi mig í einhverj- ar snjóbuxur utan yfir allt saman. Þetta var skrýtið.“ Eftir nokkrar mínútur, kannski sek- úndur, mun- um við farast, hugsa flestir – þar á meðal flugmennirnir. Í rauninni er fólkið orðið fullvisst um að það muni deyja, spurn- ingin er bara hvernig. ÚTKALL: PABBI, HREYFLARNIR LOGA Í nýjustu Útkalls-bók sinni fléttar Óttar Sveinsson saman frásagnir af eldgosinu í Eyjafjallajökli í ár og einu sögulegasta farþegaflugi samtímans, þegar BA 009 flaug inn í öskuský og hrapaði næstum því í hafið. Fréttablaðið birtir kafla úr bókinni, Í GEGNUM ELD OG ÖSKU Eric Moody, sennilega frægasti flugstjóri samtímans (annar frá vinstri), með Patriciu, eiginkonu sinni, á Þorvaldseyri í haust. Hin hálfíslenska Hanna Lára Andrews horði á flugvél hans taka upp frá London. Vélin sú, með 263 um borð, var næstum lent í Indlandshafinu eftir að hafa verið flogið inn í öskuský. Á myndinni er Hanna Lára við hlið Erics heima hjá sér á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Við hlið hennar er maður hennar Páll með soninn Ólaf í fanginu. Foreldrar Páls, Ólafur Eggertsson og Guðný Andrésdóttir eru hægra megin. LJÓSMYND/ EGGERT JÓHANNESSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.