Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 82

Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 82
66 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 16. desember 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Í Vídalínskirkju verða haldnir tónleikar í kvöld kl. 20. Fram koma Dikta, Cliff Cla- vin og Daníel Jón og Ylfa Marín. Miðaverð er 2.000 krónur. 20.00 Í kvöld kl. 20 verða tónleikar í Lágafellskirku í Mosfellsbæ undir yfirskriftinni Orgeljól 2010. Douglas Brotchie, organisti Háteigskirkju, spilar tónlist eftir Bach og Einar Clausen syngur aríu eftir Bach og gamla jóla- sálma. Aðgangur ókeypis. 20.30 Hljómsveitin Valdimar og söngvarinn Kalli efna til prófloka- og jólatónleika í Fumleikhúsinu í Keflavík í kvöld. Húsið opnar kl. 20.30 og er aðgangseyrir 1000 krónur. 21.00 Í kvöld verða tónleikar með Ólafi Arnalds og For a Minor Reflect- ion í Tjarnarbíó. Húsið opnar kl 20.30 og hefjast tónleikarnir hálftíma síðar, kl. 21. Miðaverð er 1500 krónur. 21.00 Á Sódóma Reykjavík verður tónlistarmaðurinn Steve Brodsky með tónleika í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er miðasala á midi.is. 22.00 Gylfi Ægisson verður með tónleika á Faktorý í kvöld. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22 en efri hæðin opnar kl. 21. Aðgangseyrir er 1000 kr. og verða diskar með vinsælum lögum Gylfa seldir á staðnum. ➜ Upplestur 17.00 Rithöfundarnir Anna Kristine Magnúsdóttir og Ragnar Jónasson lesa upp úr nýjum bókum sínum á kaffihúsinu Tíu dropum, Laugavegi 27 í dag kl. 17. Allir velkomnir. ➜ Dagskrá 20.30 Ungmenna- ráð Ölfuss efnir til skemmtikvölds í Ráðhúskaffi á Þor- lákshöfn í kvöld fyrir 16 ára og eldri. Dag- skrá hefst kl. 20.30 og koma fram Guð- mundur Þorsteins- son, Jana Ármanns- dóttir, Daníel Geir Moritz, Heiðar Snær ásamt Rúnari Gunnars og dúettinn Traktor. Frítt inn og allir velkomnir. ➜ Tónlist 19.00 Jólablúsgjörningur Vina Dóra fer fram í kvöld á Rúbín, Öskjuhlíð við hlið Keiluhallarinnar. Húsið opnar kl. 19 og hefst jólablúsgjörningurinn kl. 21. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Tónlist ★★ Kínversk norðurljós Xu Wen sópran ásamt Örnu Rún Atladóttur píanóleikara Meira kínverskt takk Kínversk þjóðlög heyrast ekki oft hér á landi. Geisla- plata með sópran- söngkon- unni Xu Wen, sem hefur búið á hér á landi í rúm tuttugu ár, er því skemmtileg viðbót í tónlistarflór- una. Röddin er björt og hrein, og lögin eru sungin af tilfinningu og einlægni. Þetta er falleg tónlist, og það er synd að lögin eru aðeins fjögur. Xu Wen hefur ekki verið áber- andi í tónlistarlífinu, a.m.k. ekki á Íslandi. Hún ætlar greinilega að bæta úr því og kynna hlustendum sem flestar hliðar á sjálfri sér. Ég held að það séu mistök. Geislaplat- an inniheldur nokkurs konar bland- í-poka-dagskrá, þarna eru fimm grísk þjóðlög í útfærslu Maurice Ravels, nokkur lög eftir Sigvalda Kaldalóns og fáeinar aríur. Það er tónlist sem passar ekkert voða- lega vel saman. Þetta er ekki bara hlaup og súkkulaði, heldur líka hákarl og harðfiskur. Ef hægt er að nota þá líkingu. Svona ósamstæð dagskrá gerir geislaplötuna í heild ekkert sér- staklega girnilega. Það er vaðið úr einu í annað. Xu Wen er samt prýðileg söngkona. En konsept- ið er ekki nógu skýrt. Hefði ekki verið meira spennandi að hafa ein- göngu kínversk þjóðlög á plötunni? Eitthvað alveg einstætt í íslensku tónlistarlífi? Þannig plata myndi vekja mikla athygli. Niðurstaða: Xu Wen er flott söng- kona en lagavalið á geislaplötunni er ósamstætt. Tónlist ★★★★ Heilagur draumur Verk eftir John Tavener. Kammer- kór Suðurlands syngur undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar. Tónverk úr draumi Geisla- plata með verkum eftir John Tavener ber heitið Heilagur draum- ur. Plat- an heit- ir eftir einu verkinu á plötunni, en tónskáldið mun hafa dreymt það eftir messu í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Tavener gekk í rétttrúnaðarkirkj- una þegar hann var rúmlega þrí- tugur, og dulúðin og andaktin í kirkjunni hefur einkennt tónlist hans allar götur síðan. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi í verkunum á geislaplötunni. Oft er einn undirliggjandi tónn út í gegn, og það gefur tónlistinni fókus, þjappar henni saman. Samt er músíkin ekki einfeldningsleg eða ódýr, það er merking í hverjum tóni. Hendingarnar eru sprottnar af íhugun og innri upplifun, og það er einfaldlega ekki hægt annað en að hrífast með. Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarsson- ar syngur af mikilli tilfinningu og nákvæmni. Einsöngvararn- ir eiga líka góða spretti, sérstak- lega Hrólfur Sæmundsson, sem ég held að hafi aldrei sungið eins vel. Hann er auðheyrilega vaxandi söngvari. Niðurstaða: Falleg, stundum hug- leiðslukennd tónlist. Þetta er flott plata! Tónlist ★★★ Kviða Tríó Blik Sumt er áhugavert Það er sitt lítið af hverju á geisla- plötunni Kviðu sem Tríó Blik hefur sent frá sér. Bland í poka, rétt eins og hjá Xu Wen. Tríó- ið sam- a n s te ndu r a f Freyju Gunnlaugsdóttur klar- inettuleikara, Danielu Hlinková píanóleikara og Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu. Þarna eru tveir söngvar eftir Brahms op. 91, sex þýsk ljóð eftir Spohr, tvær aríur eftir Mozart og tveir ferða- söngvar eftir Atla Heimi Sveins- son. Þessi ólíku verk passa þó betur saman en á geislaplötu Xu Wen. Dagskráin er eins og á fremur hefðbundnum kammertónleikum. Það þarf að hlusta á plötuna út í gegn og helst þegja á meðan! Eins og gengur þegar um fjöl- breytta dagskrá er að ræða, er geislaplatan hvorki skemmtileg né leiðinleg. Verkin eru misáhuga- verð, en flutningurinn er alltént góður. Freyja spilar af listfengi og píanóleikurinn er tær og öruggur. Og Hanna Dóra syngur af tilfinn- ingaþrunginni áfergju, af krafti og ástríðu. Í það heila er þetta ágæt útgáfa, en e.t.v. hefði mátt hugsa heildarsvipinn aðeins betur. Jónas Sen Niðurstaða: Góður flutningur, mis- áhugaverð tónlist. Heildarsvipurinn mætti vera sterkari Bland í poka og innri íhugunBækur ★★ Jónína Ben Sölvi Tryggvason Málsvörn og ákæra Það er kannski til lítils að ritdæma bók eins og Jónínu Ben eftir Sölva Tryggvason, áhugi lesenda eða áhugaleysi á bókinni ræðst fremur af við- fangsefninu en efnistökum bókarinnar eða aðferð. Auðveldlega má pirra sig á ýmsu í kringum hana, markaðssetningu og framgöngu dreifingaraðilans svo dæmi sé tekið. Jónína er býsna yfirlýsingaglöð í fjölmiðlum og sést ekki fyrir þegar hún er í vígaham eins og ótal dæmi sanna bæði gömul og ný. Ofan á allt þetta bætast svo mál eiginmanns Jónínu en hún hefur farið mikinn í málsvörn fyrir hann og missmekklegum ummælum um konur sem hafa ásakað hann um kynferðislega áreitni undanfarið. En þessi ritdómur er ekki um Jónínu sjálfa eða N1 heldur um bók Sölva Tryggvasonar um Jónínu. Bókin um Jónínu Ben er að flestu leyti hefðbundin viðtalsbók eins og lesendur þekkja. Hratt er farið yfir sögu í lífi Jónínu framan af þótt raunar sé þar ýmislegt í frásögur færandi. Jónína fer ung að heiman, fyrst til Reykja- víkur en sautján ára gömul er hún flutt til Kanada, gift kona. Þar kemst hún í kynni við líkamsrækt og eróbikk og eftir það virðist framabraut hennar í líkamsræktarbransanum greið. Hún verður frumkvöðull í uppbyggingu líkamsræktarstöðva, fyrst á Íslandi og seinna í Svíþjóð. Lífshlaup Jónínu er alveg efni í eina viðtalsbók en þó fer fyrst að draga til tíðinda þegar hún kemst í kynni við Jóhannes Jónsson í Bónus. Sá kafli er eðlilega sá sem mesta forvitni vekur meðal þeirra sem eru á annað borð forvitnir um Jónínu. Hún virðist fyrr en flestir aðrir hafa séð í gegn um spill- ingu og fjárglæfra sem tíðkuðust meðal íslenskra fjárfesta og bankamanna og það virðist lítill vafi leika á því að hún fékk að gjalda fyrir það bæði fjárhagslega og persónulega. Megintilgangur bókarinnar er að sýna fram á þetta, bæði með frásögn Jónínu sjálfrar, birtingu gagna og samráði við aðra heimildarmenn. Form bókarinnar er hið hefðbundna form viðtalsbókarinnar, Jónína hefur sjálf orðið og segir frá en skrásetjarinn birtist ekki nema í neðanmálsgreinum sem flestar hafa þann tilgang að greina frá því að leitað hafi verið staðfest- inga á orðum hennar hjá öðrum, þótt þeir séu sjaldnast nafngreindir. Bókin er að flestu leyti vel unnin, þó verður sums staðar vart við flaustur í frágangi. Framsetningin verður á stöku stað óljós, samtölum er skotið formálalaust inn í frásögn án þess að alltaf sé ljóst hvenær og hvar þau eiga sér stað og tengslin milli frásagnarinnar og skjala sem birt eru í bókinni mætti vera skýrara. Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Jónína Ben er málsvörn hennar og ákæruskjal á hendur and- stæðingum hennar, ágætlega unnin viðtalsbók. Kór Flensborgarskólans og Flensborgarkórinn leiða saman hesta sína og syngja jólalög á svonefndum Vina- kvöldum í Hamarssal Flensborgarskólans í kvöld og annað kvöld. Kór Flensborgarskólans hefur aldrei verið fjölmenn- ari en nú og telur 90 nemendur. Flensborgarkórinn er hins vegar skipaður 30 eldri kórsöngvurum sem allir hafa stundað nám í skólanum og voru í skólakórnum. Samtals munu því 120 manns standa á sviðinu í Hamarssal Flensborgarskólans. Hrafnhildur Blomster- berg stjórnar báðum kórum. Flensborgarkórinn er meðal fremstu kóra lands- ins og vann meðal annars til gullverðlauna í kóra- keppni í Pétursborg síðastliðið sumar. Þá fór skóla- kórinn á kóramót til Ítalíu í haust og hélt fimm tónleika við góðar undirtektir. Flensborgarkórarnir í jólaskapi Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Flensborgarkórarnir héldu vortónleika á þessu ári þar sem þeir sungu meðal annars með Kristjáni Jóhannssyni. LJÓSMYND/LÁRUS KARL INGASON Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34 Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands Er sem hér segir: Reykjanesbær Hafnargötu 29 S. 697 3521 22. des Akureyri Freyjusnesi 4 S. 869 0820 22. des Reykjavík Eskihlíð 2-4 S. 892 9603 14-15-21-22 des. Frá kl 14:00 Gefðu góðar stundir! Gjafakort í Salinn er jólagjöfin! Þú velur sjálf(ur) upphæðina á gjafakortinu. Gjafakortin koma í fallegum umbúðum og fást í miðasölu Salarins Hamraborg 6, s. 5700400. Opið virka daga kl. 14–18. salurinn.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.