Fréttablaðið - 16.12.2010, Síða 84
68 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
Rapparinn Kanye West
og kanadíska hljómsveit-
in Arcade Fire eiga plötur
ársins samkvæmt árslistum
hinna ýmsu dagblaða og
tónlistartímarita.
Árslistar helstu tónlistartímarita
og dagblaða heims hafa verið að
tínast inn að undanförnu. Bresku
tónlistartímaritin Mojo og Q og
hið bandaríska Rolling Stone hafa
sent frá sér uppgjör, auk þess sem
heimasíðan Metacritic.com hefur
tekið hina ýmsu árslista saman og
gefið flytjendum einkunnir eftir
sætunum sem þeir lenda í.
Ljóst er að plöturnar The Suburbs
með kanadísku hljómsveitinni
Arcade Fire og My Beauti ful Dark
Twisted Fantasy með bandaríska
rapparanum og hroka gikknum
Kanye West skara fram úr þegar
allt er tekið saman og hljóta því að
teljast plötur ársins. Báðir flytjend-
urnir hafa lengi verið í há vegum
hafðir hjá tónlistargagnrýnendum
og ætti því að koma fáum á óvart
að sjá þá í efstu sætunum. Arcade
Fire fékk frábæra dóma fyrir tvær
fyrstu plötur sínar, sérstaklega
hina mögnuðu Funeral, á meðan
Kanye sló í gegn með frumburðin-
um The College Dropout.
Önnur plata ofarlega á mörgum
árslistum er Brothers með rokk-
dúóinu The Black Keys, auk þess
sem bandaríski sveitasöngvarinn
Jamey Johnson fær óvænta rós
í hnappagatið fyrir plötuna The
Guitar Song. Aðrir sem komast í
mjúkinn eru rapparinn Big Boi úr
hljómsveitinni Outkast sem hefur
fengið fína dóma fyrir sína fyrstu
sólóplötu, bandaríska sveitin LCD
Soundsystem, draumpoppararnir í
Beach House, John Grant og gamla
kempan Robert Plant.
freyr@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
TÓNLISTINN
Vikuna 9. desember - 15. desember 2010
LAGALISTINN
Vikuna 9. desember - 15. desember 2010
Sæti Flytjandi Lag
1 Dikta ......................................................................Goodbye
2 Hjálmar ....................................................Gakktu alla leið
3 Páll Óskar & Memfismafían ........Það geta ekki allir...
4 Rihanna .......................................Only Girl In The World
5 Björgvin Halldórsson & Mugison ................... Minning
6 Bruno Mars ..................................Just The Way You Are
7 P!nk .........................................................Raise Your Glass
8 Robbie Williams & Gary Barlow ........................Shame
9 Jón Jónsson ...................................When You’re Around
10 Katy Perry .............................................................Firework
Sæti Flytjandi Lag
1 Baggalútur ..........................................................Næstu jól
2 Elly Vilhjálms .......................................... Heyr mína bæn
3 Bubbi ..................................Sögur af ást, landi og þjóð
4 Páll Rósinkranz ...........................................Ó hvílík elska
5 Raggi Bjarna ........................... 75 ára afmælistónleikar
6 Frostrósir ................................................... Hátíðin heilsar
7 Blaz Roca ............................. Velkomin til KópaCabana
8 Björgvin Halldórsson .............................................Duet II
9 Sigurður og Memfismafían ........ Nú stendur mikið til
10 Justin Bieber ....................................................My Worlds
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
Þó að stjarna franska dúósins Daft Punk skíni kannski ekki
alveg jafn skært í dag og þegar hún lagði heiminn að fótum sér
með snilldar plötunum Homework og Discovery er alltaf mikill
spenningur fyrir nýju efni frá þeim Thomas Bangalter og Guy-
Manuel de Homem-
Christo. Og þeir voru að
senda frá sér nýja plötu.
Tron Legacy er samt
ekki hefðbundin Daft
Punk plata, heldur tónlist
við samnefnda kvikmynd
sem verður frumsýnd hér
á landi á annan í jólum.
Myndin er framhald kvik-
myndarinnar Tron frá
1982. Þetta er ekta fram-
tíðarstórmynd í leik-
stjórn Josephs Kosinski,
en Jeff Bridges, Garrett
Hedlund, Bruce Boxleitn-
er og Olivia Wilde fara
með stærstu hlutverkin.
Meðlimir Daft Punk leika reyndar líka sjálfir í myndinni, tvo MP3-
snúða í End of the Line klúbbnum.
Það var Kosinski sem vildi ólmur fá Frakkana til að búa til tónlist-
ina, enda að eigin sögn búinn að vera harður aðdáandi þeirra í tíu ár
þegar hann hitti þá á kaffihúsi í Hollywood í nóvember 2007. Platan
hefur fengið góðar viðtökur, enda þykir þeim félögum hafa tekist
frábærlega að blanda saman hefðbundinni kvikmyndatónlist og raf-
tónlist. Hin 85 manna London Orchestra spilar á plötunni sem flakk-
ar á milli heima kvikmyndatónlistar og danstónlistar. Sum lögin
eru hefðbundin kvikmyndatónlist, en svo detta inn brjáluð sánd og
gamal kunnir taktar hér og þar. Fín plata. Og svo er það bara að vona
að þeir kýli á venjulega Daft Punk plötu fljótlega.
Á nýjar slóðir með Disney
DAFT DISNEY PUNK? Félagarnir í Daft Punk sjá um
tónlistina í Disney-myndinni Tron Legacy.
> Plata vikunnar
Apparat Organ Quartet -
Pólýfónía
★★★★★
„Orgelkvartettinn Apparat
keyrir upp stuðið með frábærri
plötu.“ - TJ
> Í SPILARANUM
John Grant - Queen of Denmark
Cliff Clavin - The Thief’s Manual
Kanye West - My Beautiful Dark Twisted Fantasy
Ryan Adams & The Cardinals - III/IV
The Black Keys - Brothers
JOHN GRANT THE BLACK KEYS
Ólafur Arnalds og For a
Minor Reflection munu
halda sameiginlega tón-
leika í Tjarnarbíói í
kvöld. Húsið verður opnað
klukkan 20.30 og er miða-
verð 1.500 krónur. Miða-
sala er hafin á midi.is.
Ólafur Arnalds gaf út
plötuna …and They Have
Escaped the Weight of
Darkness í ár og fékk
hún góðar viðtökur. Hann
hefur verið á stífum
tónleikaferðalögum til
kynningar plötunni í ár
og spilað víða um heim,
eins og fram hefur komið
í Fréttablaðinu – allt frá
Þýskalandi til Slóvakíu
og meira að segja til
Suður-Kóreu og Kína.
For a Minor Reflection
sendi frá sér aðra breið-
skífu sína fyrr á árinu
og ber hún nafnið Höld-
um í átt að óreiðu. Plöt-
una vann hljómsveitin í
Sundlauginni í Mosfells-
bæ með upptökustjór-
anum Scott Hackwith
sem hefur meðal annars
unnið með goðsögnunum
í The Ramones.
Ólafur Arnalds snýr heim
LANGT FERÐALAG Ólafur Arnalds hefur
ferðast víða á árinu. Hann er nú kominn
heim og kemur fram í Tjarnarbíói í
kvöld ásamt hljómsveitinni For a Minor
Reflection.
Arcade Fire og Kanye West
skipta með sér toppsætinu
BEST Arcade Fire og Kanye West eiga bestu plötur ársins 2010 ef marka má erlend tónlistartímarit.
METACRITIC
1. Kanye West - My Beautiful
Dark Twisted Fantasy
2. Arcade Fire - The Suburbs
3. LCD Soundsystem - This Is
Happening
4. High Violet - The National
5. Janelle Monáe - The
ArchAndroit
ROLLING STONE
1. Kanye West - My Beautiful
Dark Twisted Fantasy
2. The Black Keys - Brothers
3. Elton John og Leon Russell
- The Union
4. Arcade Fire - The Suburbs
5. Jamay Johnson - The Guitar
Song
MOJO
1. John Grant – Queen Of
Denmark
2. Arcade Fire – The Suburbs
3. MGMT – Congratulations
4. Edwyn Collins – Losing
Sleep
5. The Black Keys – Brothers
TÍMI ÁRSLISTANNA RUNNINN UPP
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki