Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 98

Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 98
82 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Ég er ekki til í að láta neitt of mikið að stjórn. ÓLÖF ARNALDS SÖNGKONA Ólöf Arnalds er nýkomin til landsins eftir langa og stranga tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin. Hvíldin verður stutt því í janúar fer hún til Ástralíu þar sem hún hitar upp fyrir hljómsveitina Grinderman. Tónlistarkonan Ólöf Arnalds er stödd hér á landi í jólafríi eftir langa og stranga tónleikaferð. Hún spilaði á 32 tónleikum í Evr- ópu og Bandaríkjunum frá sept- ember fram í desember bæði sem aðalnúmerið og sem upphitunar- atriði fyrir hljómsveitirnar Air og Blonde Redhead. „Þetta var mikil áskorun vegna þess að fólk var komið til að heyra eitthvað sem er mjög ólíkt því sem ég er að gera,“ segir Ólöf um upphitun- aratriði sitt sem fékk fín viðbrögð áheyrenda. Ólöf er að fylgja eftir sinni ann- arri sólóplötu, Innundir skinni, sem hefur fengið frábæra dóma, bæði hér heima og erlendis. Breska tímaritið Uncut valdi hana eina af fimmtíu bestu plötum árs- ins, Mojo gaf henni fjórar stjörn- ur af fimm mögulegum og blöðin The Guardian og The Wall Street Journal skrifuðu heilsíðu grein- ar um Ólöfu. Einnig spilaði hún í útvarpi bæði hjá BBC og á tveimur stærstu almenningsútvarpsstöðv- um Bandaríkjanna. Að auki var lag hennar Madrid valið lag árs- ins í flokki söngvaskálda á iTunes. „Það er frábært að fá viðurkenn- ingu fyrir það sem maður er að gera og það er mjög hvetjandi. Ég reyni samt að halda mig á jörðinni í sambandi við þessa dóma en vona að þeir hjálpi til við að gera mér kleift að halda áfram að gera það sem ég er að gera,“ segir hún. Eftir að hafa stundað nám í Listaháskóla Íslands og unnið með múm, Skúla Sverrissyni og fleiri tónlistarmönnum gaf Ólöf út sína fyrstu sólóplötu, Við og við, árið 2007. Þjóðlaga- skotin tónlistin þar sem kassagítarinn og óhefð- bundinn söngur Ólafar var í aðalhlutverki féll í góðan jarðveg og plat- an hlaut Íslensku tónlist- arverðlaunin. Sjálf lítur Ólöf ekki á sig sem þjóð- lagaflytjanda. „Það að ég skuli spila á órafmögnuð hljóðfæri veldur því að ég fell í þennan flokk. Það verður alltaf að setja allt í bása en ég væri mjög til í að sprengja það upp,“ segir hún ákveðin og hefur lítinn áhuga á að festa sig við eina tónlistarstefnu. Innundir skinni er nokkuð frá- brugðin Við og við. Hljómurinn er stærri, enda hljóðfærin og sam- starfsmennirnir fleiri en áður. Lögin eru bæði á íslensku og ensku. „Ég var að prófa svolítið að víkka allt út. Ég myndi segja að lögin væru fjölbreyttari og ólíkari hvert öðru heldur en á Við og við, sem var meira eitt þema,“ útskýr- ir Ólöf. „Ég lagði upp í vinnuferli að Innundir skinni með átján lög, tók upp tólf lög og svo fóru bara níu á plötuna. Hún varð kannski heilsteyptari en ég bjóst við miðað við hvað ég var úti um allt með hugmyndir og hvað það var mikill til- raunahugur í mér.“ Björk syngur í lag- inu Surrender. Spurð út í samstarf þeirra segir Ólöf: „Ég var að spila fyrir hana plötuna þegar ég var að „mixa“ hana og langaði að fá viðbrögð. Þá fékk hún hugmynd að stefi og sagði mér að hún gæti tekið þetta upp og látið mig hafa. Ég gæti notað þetta hvernig sem ég vildi. Ég tók ákvörðun um að hafa þetta óbreytt sem hún sendi mér.“ Björk var þá stödd í Púertó Ríkó á meðan Ólöf var í Reykja- vík. „Ég var búin að taka upp lagið í heild sinni áður en röddin henn- ar bættist við. Svo kom þetta góða boð og þetta fallega innlegg frá henni og ég var mjög ánægð með það.“ Myndband við lagið má sjá á heimasíðu Ólafar og er það djarf- ara en fólk á að venjast frá tón- listarkonunni. Leikstjórar voru þeir Árni og Kinski sem hafa áður unnið fyrir Jónsa, Sigur Rós, Snow Patrol og Placebo. Mynd- bandið var tekið á Þingvöllum þar sem Ólöf dansar við hinn fransk- belgíska Damien Jalet, sem hefur unnið með Íslenska dansflokknum og Ernu Ómardóttur. Hugmyndin sem lögð var upp með var líkam- leg togstreita milli karls og konu. „Við unnum þessar hreyfingar og það var ótrúlega gaman fyrir mig því ég hafði aldrei dansað neitt áður. Við höfðum bara einn dag í tökur og það var hellirigning, alveg ískalt. Þetta var alveg svaka- legt og við vorum ansi hrakin eftir þetta,“ segir hún og hafði gaman af erótískum dansinum. „Ég held að þetta snúist líka um að þegar það er búið að setja á mann ákveð- inn hatt kemur þessi tilhneiging að sprengja sig út úr því. Eins og þegar ég var búin að gera heila plötu á íslensku [Við og við] og það var búið að setja á mig íslenskr- ar-tungu-geislabaug. Annar hver íslensku kennari í menntaskóla var að hringja og biðja mig um að syngja á degi íslenskrar tungu. Þá kom bara upp einhver mótþrói í mér. Þetta er kannski þetta ung- æðislega í manni. Ég er ekki til í að láta neitt of mikið að stjórn.“ Fram undan hjá Ólöfu er tón- leikaferð um Ástralíu um miðjan janúar þar sem hún spilar á tón- listarhátíð í Sydney. Síðan fer hún til Tasmaníu og hitar upp fyrir Grinderman á einum tónleikum. „Það er frábært að fá að spila á undan Nick Cave í hans heima- landi. Þetta er flottur listamaður og mikið skáld líka. Þetta verð- ur mjög spennandi,“ segir hún. „Út af því að það var ljóst að ég yrði í Ástralíu á þessum tíma var ég eitt af þeim atriðum sem komu til greina. Mér skilst að þeir hafi valið mig úr þeim hópi.“ Tónleikaferð um Evrópu er síðan fyrirhuguð í febrúar og í mars spilar Ólöf á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas. Hún er einnig að vinna að sinni þriðju plötu sem hún vonast til að komi út fyrri hluta ársins 2012. Það er því nóg fram undan hjá Ólöfu á nýju ári. „Þetta lítur mjög spennandi út. Ég vona bara að ég uppskeri eins og ég er búin að sá.“ freyr@frettabladid.is Vill ekki vera sett undir einn hatt ÓLÖF ARNALDS Tónlistarkonan hefur haft í nógu að snúast undanfarna mánuði við að kynna plötu sína Innundir skinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PLÖTUR ÓLAFAR Við og við - 2007 ★★★★ „Gríðarlega vel heppnuð plata sem inniheldur undurfögur lög með ævintýralegum blæ.“ SHA Innundir skinni - 2010 ★★★★ „Ólöf Arnalds heldur áfram að full- komna stílinn sinn á fínni plötu.“ TJ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.