Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 106

Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 106
 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR90 sport@frettabladid.is 28 DAGAR SVÍAR hafa unnið til flestra verðlauna í sögu HM í handbolta eða 11 alls. Svíar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar rétt eins og Rúmenía. Rúmenar hafa þó aðeins unnið til 6 verðlauna í heildina rétt eins og Þjóðverjar sem hafa þrisvar orðið heimsmeistarar. Frakkar hafa einnig unnið þrjá heimsmeistaratitla. Ísland bíður enn eftir sínum fyrstu verðlaunum á HM. FÓTBOLTI Samkvæmt úttekt Frétta- blaðsins hefur Aron Einar Gunn- arsson brotið blað í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Aldrei áður hefur 21 árs gamall leikmaður náð meira en 20 lands- leikjum. Það hefur Aron Einar gert en hann lék í Ísrael í síðasta mán- uði sinn 21. landsleik á ferlinum. Eins og sjá má á meðfylgj- andi töflu átti Ásgeir Sigurvins- son gamla „metið“ en hann hafði á sínum tíma leikið 17 lands- leiki þegar hann var 21 árs gam- all. Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson koma næstir með sex- tán leiki hvor en sá fyrrnefndi er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins með 104 leiki. Hann er reyndar sá eini sem rofið hefur hundrað leikja múrinn. „Ég var búinn að leiða hugann eitthvað að þessu en það er óneit- anlega gaman að heyra þessa tölfræði,“ segir Aron Einar við Fréttablaðið. Hans fyrsti A-lands- leikur var á æfingamóti á Möltu í byrjun febrúar árið 2008. Þá var hann átján ára gamall og var í byrjunarliðinu í leik gegn Hvíta- Rússlandi. „Ég, Bjarni Viðarsson og Theó- dór Elmar Bjarnason vorum allir valdir í A-landsliðið úr U-21 lið- inu. Næsti leikur á eftir var svo æfingaleikur gegn Færeyjum í Kórnum og gerði ég allt sem ég gat til að komast í þann leik. Liðið mitt á þeim tíma, AZ Alkmaar í Hollandi, ætlaði ekki að leyfa mér að fara í leikinn þar sem varaliðið var að spila á sama tíma. Ég sagði þeim einfaldlega að það kæmi ekki til greina hjá mér að spila þenn- an varaliðsleik hvort eð er og því fékk ég að fara,“ rifjar Aron Einar upp. „Ég held að ég hafi stimplað mig inn í landsliðið í þeim leik. Þetta var besti leikur ferilsins til þessa, hvort sem er með landsliði eða félagsliði. Ég átti mjög góðan leik.“ Flestir þeirra sem sáu þennan leik eru sjálfsagt sammála þessu mati Arons. Fram að því höfðu fáir Íslendingar séð hann spila, þar sem hann fór ungur til Hol- lands og spilaði aðeins örfáa leiki með Þór í 1. deildinni áður en hann hélt í atvinnumennskuna. En í áðurnefndum leik í Kórn- um vakti hann gríðarlega mikla athygli og hefur síðan þá varla misst úr landsleik. „Ég hef alltaf lagt ríka áherslu á að spila með landsliðinu. Það er gott að koma heim og hitta strák- ana og fá að spila fyrir hönd þjóð- arinnar. Það er í raun það besta sem ég geri. Ég set landsliðið í forgang og geri allt sem ég get til að vera í bestu formi fyrir lands- leiki.“ Aron segir að fólk vilji kannski gleyma hversu ungur hann er. Það er þó ef til vill ekki skrítið þar sem hann hefur verið fastamaður í landsliðinu í tæp þrjú ár og spilað næstum hundrað deildarleiki með Coventry í ensku B-deildinni. „Ég hlýt að mega líta á það sem hrós. Ég er alltaf að heyra hvað hinir og þessir leikmenn eru efni- legir en þá er ég jafngamall eða yngri en þeir. Fólk lítur greinilega á mig sem fullorðinn mann,“ segir hann og hlær. Aron Einar er enn gjaldgengur í U-21 landsliðið og verður sjálf- sagt í liðinu sem fer til Danmerkur í úrslitakeppni EM næsta sumar. Hann hvetur Íslendinga til að fjöl- menna á mótið. „Ég held að þeir sem koma eigi ekki eftir að gráta ferðakostnað- inn. Við munum skrifa enn stærri kafla í sögu U-21 landsliðsins en áður hefur verið gert. Það er pottþétt,“ segir Aron. eirikur@frettabladid.is Landsliðið alltaf í forgangi hjá mér Aldrei fyrr hefur 21 árs gamall leikmaður leikið jafn marga A-landsleiki og Aron Einar Gunnarsson hefur gert. Leikirnir eru orðnir 21 talsins hjá Aroni, sem leggur ríka áherslu á að spila alla leiki með landsliðinu. SÝNDI LISTIR SÍNAR Ásgeir Sigurvinsson er næstur á listan- um en hér er hann tvítugur að aldri að leika listir sínar á æfingu með íslenska landsliðinu í maí 1975. FASTAMAÐUR Aron Einar Gunnarsson er löngu búinn að festa sig í sessi á miðju íslenska landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leikjahæstu ungliðarnir Nafn Fæðingarár Leikir* Aron Einar Gunnarson 1989 21 Ásgeir Sigurvinsson 1955 17 Rúnar Kristinsson 1969 16 Arnar Grétarsson 1972 16 Árni Sveinsson 1956 14 Sigurður Jónsson 1966 13 Arnór Guðjohnsen 1961 12 Guðmundur Þorbjörnsson 1957 12 Arnar Gunnlaugsson 1973 12 Atli Eðvaldsson 1957 11 Sigurður Grétarsson 1962 11 Pétur Pétursson 1959 11 *hjá leikmönnum við 21 árs aldur. FÓTBOLTI Arsenal-maðurinn Samir Nasri hefur verið valinn knatt- spyrnumaður ársins í Frakklandi af tímaritinu France Football. Nasri hafði nauman sigur en þeir Florent Malouda hjá Chelsea og markvörðurinn Hugo Lloris komu næstir. Nasri hefur spilað vel með Ars- enal á árinu, sérstaklega í haust. Hann var ekki valinn í HM- hóp Frakka í sumar en það kom honum sjálfsagt til tekna þar sem Frakkar lentu í miklum vandræð- um á mótinu, bæði innan vallar sem utan. Didier Deschamps, þjálfari Marseille, var valinn þjálfari árs- ins og Yann M‘Vila hjá Rennes besti ungi leikmaðurinn. - esá Samir Nasri, Arsenal: Valinn bestur í Frakklandi KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður síðustu viku í Mountain West-deildinni en hún var þó sjóðheit í tveimur leikjum TCU-liðsins í vikunni. Helena skoraði 30 stig í 81-39 sigri á UT Arlington og fylgdi því eftir með því að skora 23 stig í tapi fyrir Texas A&M, sem er með sjöunda besta skólalið lands- ins. Helena hefur aldrei skorað meira í einum leik og hún hefur líka aldrei verið send eins oft á vítalínuna og í seinni leiknum, alls 14 sinnum. Helena var með 26,5 stig, 6,0 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum leikjum en hún hitti þar úr 60 prósentum skota sinna (15 af 25), setti niður 67 prósent þriggja stiga skota sinna (8 af 12) og hitti úr 88 pró- sentum vítanna (15 af 17). - óój Helena Sverrisdóttir hjá TCU: Valin sú besta í síðustu viku BARÁTTA UM BOLTANN Helena sést hér í leik með TCU á móti Texas A&M. MYND/AP SUND Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH byrjaði mjög vel á HM í 25 metra laug sem hófst í Dubai í gær. Hrafnhildur tvíbætti Íslandsmet- ið í 50 metra bringusundi og varð fyrst íslenskra sundkvenna til þess að synda undir 31 sekúndu. Hrafn- hildur synti á 30,82 sekúndum í und- anúrslitasundinu og náði fjórtánda besta tímanum. Hún gerði því gott betur en að synda undir 31 sekúndu því í lok dagsins hafði hún bætt sinn besta árangur um 58 hundraðshluta úr sekúndu og Íslandsmetið um 39 hundraðshluta úr sekúndu, sem er mjög mikil bæting í 50 metra sundi. Hrafnhildur synti á 30,97 sekúndum í undanrásum en gamla metið átti Erla Dögg Haraldsdóttir, sem hafði synt 50 metrana á 31,26 sekúndum í fyrra. Með þessu sundi stendur Hrafn- hildur í níunda sæti í Evrópu og átjánda sæti í heiminum í 50 metra bringusundi kvenna, sem er glæsi- legur árangur. Fyrst í undanúr- slitum varð kínverska stúlkan Jin Zhao á tímanum 29,96 sekúndum og var hún því 0,86 sekúndum fljótari en Hrafnhildur. Hrafnhildur var 36 hundraðshlut- um frá því að komast inn í úrslitin en áttunda kona inn var Ástralinn Sarah Katsoulis á 30,46 sekúndum. Hrafnhildur endaði síðan dag- inn á því að vera fánaberi íslenska liðsins á opnunarhátíðinni en hún á eftir að keppa í þremur greinum til viðbótar á mótinu, 100 og 200 metra bringusundi og 100 metra fjórsundi. Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi varð í 25. sæti í 100 metra bringu- sundi en hann synti á 59,80 sek- úndum. Jakob var skráður með 37. besta tímann og hoppaði því upp um tólf sæti. - óój Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH varð í fjórtánda sæti í 50 metra bringusundi: Setti tvö Íslandsmet í Dubai í gær FYRST UNDIR 31 SEKÚNDU Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH byrjaði frábærlega á HM í 25 metra laug. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.