Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 112

Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 112
96 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Evrópudeild UEFA: D-RIÐILL: Club Brugge-Villarreal 1-2 Dinamo Zagreb-Paok Salonika 0-1 Staðan: Villarreal 12 stig, PAOK 11, Dinamo 7, Brugge 3. E-RIÐILL: AZ Alkmaar-BATE Borisov 3-0 Kolbeinn Sigþórsson skoraði tvö fyrstu mörk AZ Alkmaar í leiknum. Dynamo Kiev-FC Sheriff 0-0 Staðan: Dynamo 11 stig, BATE 10, AZ 7, Sheriff 5. F-RIÐILL: Lausanne-Palermo 0-1 Sparta Prag-CSKA Moskva 1-1 Staðan: CSKA 16 stig, Sparta 9, Palermo 7, Lausanne 1. J-RIÐILL: Karpaty-PSG 1-1 Sevilla-Dortmund 2-2 Ndri Romaric, Freddie Kanoute - Shinji Kagawa, Neven Subitic. Staðan: PSG 12 stig, Sevilla 10, Dortmund 9, Karpaty 1. K-RIÐILL: Liverpool-Utrecht 0-0 Napoli-Steaua Búkarest 1-0 Staðan: Liverpool 10 stig, Napoli 7, Steaua 6, Utrecht 5. L-RIÐILL: Besiktas-Rapid Vín 2-0 Porto-CSKA Sofia 3-1 Staðan: Porto 16 stig, Besiktas 13, Rapid 3, CSKA 3. Þýski bikarinn: Emsdetten-Magdeburg 25-40 Fannar Friðgeirsson skoraði 2 mörk fyrir Emsdet- ten en Sigfús Sigurðsson komst ekki á blað. Gensungen-Rhein Neckar Löwen 29-47 Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Löwen og Guðjón Valur Sigurðsson 4. Bergischer-Göppingen 28-30 Rúnar Kárason skoraði 5 mörk fyrir Bergischer sem tapaði í framlengingu. TuS N-Lubbecke-Kiel 29-30 Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Kiel. IE-deild kvenna: Njarðvík-Haukar 47-75 Hamar-Grindavík 78-71 Keflavík-Fjölnir 79-39 Snæfell-KR 56-79 ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Körfuboltamenn kom- ast í jólafrí annað kvöld eftir 11. umferð Iceland Express deild- ar karla en um leið klárast fyrri umferðin og öll liðin hafa þar með mæst í deildinni. Flestra augu verða á innbyrðisviðureignum fjögurra efstu liðanna. Topplið Snæfells tekur á móti KR (4. sæti) í Stykkishólmi og Grindvíkingar (2. sæti) taka á móti nágrönnum sínum úr Keflavík (3. sæti). Fréttablaðið fékk Friðrik Ragn- arsson, fyrrverandi þjálfara Grindavíkur og Njarðvíkur, til þess að spá fyrir um hvernig þetta fer allt saman í kvöld. Íslandsmeistarar Snæfells geta náð fjögurra stiga forskoti verði úrslitin liðinu hagstæð en það er þegar öruggt að meistararnir verða á toppnum yfir jólin. Þeir fá KR-inga í heimsókn til sín í Stykkishólm. „Þetta verður svakalegur leik- ur því bæði liðin eru gríðarlega vel mönnuð. Mér finnst aðdáunar- vert hvað Snæfellsliðið hefur náð að klóra sig áfram og vera ennþá í toppsætinu miðað við allar breyt- ingarnar sem það fór í gegnum. Það verður segja Inga Þór til hróss að hann er búinn að ná alveg ótrú- lega miklu út úr þessu liði,“ segir Friðrik. „Að sama skapi finnst mér miðað við mannskapinn sem KR-ingar eru með að þeir ættu varla að tapa leik. Það kemur mér því gríðarlega á óvart að þeir séu búnir að tapa þremur leikjum. Þeir eru með frá- bærlega mannað lið og með einn besta leikstjórnanda sem hefur spilað í deildinni hérna heima að mínu mati,“ segir Friðrik, sem hefur trú á KR-ingum í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi aðeins unnið einn af fjórum útileikjum sínum í deildinni. „Það er illskiljanlegt því þeir eru það vel mannaðir að þeir ættu ekki að stíga mörg feilspor. Þrír tapleik- ir hjá þeim eru allt of mikið og ég trúi ekki öðru en að þeir leggi allt í sölurnar fyrir vestan. Fjórir tapleikir fyrir áramót eru með öllu óviðunandi með þennan mannskap og ég spái því að KR vinni þennan leik,“ segir Friðrik. Grindvíkingar fá Keflvíkinga í heimsókn og geta tekið af þeim annað sætið með sjöunda sigri sínum í röð. „Það verður hörkuleik- ur enda tvö lið sem hafa verið að spila mjög vel. Grindvíkingar eru orðnir mjög öflugir varnarlega í teignum eftir að þeir fengu Ryan Pettinella og hann hefur skipt gríð- arlega miklu máli fyrir þá varnar- lega. Ég leyfi mér að spá Grindavík sigri í þessum leik,“ segir Friðrik. „Keflvíkingar eru gríðarlega sterkir og hafa verið að spila mjög vel. Þeir duttu í lukkupottinn með þennan Bosman-leikmann sem þeir eru með. Hann gjörbreytti Keflavík jafnmikið og Pettinella breytti Grindavík,“ segir Friðrik og er þar að tala um Lazar Trifun- ovic sem er með 26,5 stig og 11,5 fráköst að meðaltali í fyrstu sex deildarleikjum sínum, en Kefla- vík hefur unnið þá alla. „Maður skilur ekki af hverju svona gæðaleikmaður endar uppi á Íslandi fyrir sennilega lítinn pening. Hann er frábær leikmað- ur sem hefur spilað gríðarlega vel fyrir Keflvíkinga en á sama tíma hafa þeir fengið lítið út úr hinu ígildinu sínu finnst mér. Þeir eru búnir að vera gríðarlega sterk- ir þrátt fyrir það,“ segir Frið- rik en Valentino Maxwell er með 16,0 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali. Fjórir aðrir leikir fara fram í kvöld. Friðrik hefur trú á Njarð- vík á Króknum. „Tindastóll hefur verið á góðu skriði en mér finnst Njarðvík vera að bæta í núna og ég spái því að Njarðvíkingar fari norður og nái sannfærandi í tvö stig,“ segir Friðrik. Stjarnan tekur á móti Hamri í Garðabænum. „Þetta er mjög jafn leikur en ég tippa á Hamar í þess- um leik miðað við hvernig Stjarn- an hefur verið að spila,“ segir Friðrik og bætir við að Stjörnulið- ið hafi verið að spila illa að undan- förnu enda sé það aðeins með einn sigur í síðustu fimm leikjum. Friðrik telur að Fjölnir vinni ÍR í Seljaskólanum og endurtaki því leikinn frá því í bikarnum á dögunum. „Fjölnismenn voru mun sterkari í bikarleik liðanna um daginn og þá áttu ÍR-ingarn- ir fá svör. Ég held að eðlilegum degi eigi Fjölnir að vinna,“ segir Friðrik, sem býst einnig við að Haukarnir vinni á Ísafirði. „Ég leyfi mér að spá Haukum sigri. Ég sá KFÍ spila um daginn og ég er búinn að sjá Hauka líka. Haukar eru mun sterkari og eiga að vinna þennan leik,“ segir Friðrik. Friðrik segir að leikirnir í kvöld geti haft mikið um það að segja hvort liðin fari í að styrkja sig fyrir átökin eftir áramót. „Við sáum það í fyrra að allt gjörbreytt- ist um miðbik móts þegar liðin fóru að bæta við sig. Það verð- ur því spennandi að sjá hvað þau gera í framhaldinu,“ segir Friðrik að lokum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15 og liðin eru síðan í jólafríi til 6. janúar þegar tólfta umferðin fer fram. ooj@frettabladid.is Finnst að KR ætti varla að tapa leik Fréttablaðið fékk Friðrik Ragnarsson til þess að spá í síðustu umferð Iceland Express deildar karla. Hann spáir Grindvíkingum og KR-ingum sigri í stórleikjum kvöldsins sem eru á milli fjögurra efstu liðanna. EINN BESTI LEIKSTJÓRNANDINN FRÁ UPPHAFI Friðrik Ragnarsson hefur mikið álit á Pavel Ermolinskij, leikstjórnanda KR-inga, sem hann telur vera einn af þeim bestu sem hafi leikið hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Sigfús Sigurðsson og félagar í Emsdetten féllu úr leik í sextán liða úrslitum þýsku bikar- keppninnar í gær. Liðið steinlá þá á heimavelli, 25-40, gegn Magde- burg sem Sigfús lék með áður. Fannar Friðgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Emsdetten og Hreiðar Guðmundsson stóð á milli stang- anna hjá þessum lærisveinum Patreks Jóhannessonar. Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk og Guðjón Valur Sig- urðsson fjögur þegar Rhein-Neck- ar Löwen valtaði yfir Gensungen, 29-47. Ólafur Stefánsson fékk að hvíla lúin bein í liði Löwen en mikið álag hefur verið á honum í vetur. Aron Pálmarsson tryggði Kiel sigur á Lubbecke með marki sex sekúndum fyrir leikslok en Kiel stóð illa að vígi er skammt var eftir. Þá kom Aron til skjalanna og bjarg- aði leiknum fyrir meistarana. Rúnar Kárason skoraði svo fimm mörk fyrir neðrideildarlið Berg- ischer sem tapaði í framlengingu fyrir úrvalsdeildarliði Göppingen. - hbg Líf og fjör í þýska bikarnum í gærkvöldi: Aron var hetja Kiel BRJÁLAÐ AÐ GERA Hreiðar Guðmundsson stóð í marki Emsdetten í gær og hafði nóg að gera. FÓTBOLTI Hollenska liðið AZ Alk- maar gerði sér lítið fyrir og rúll- aði yfir hið sterka hvít-rússneska lið, BATE Borisov, í Evrópudeild- inni í gær. Alkmaar vann 3-0 en sigurinn skipti engu máli þar sem BATE var komið áfram í keppninni en Alkmaar átti ekki möguleika á því að komast áfram. Maður leiks- ins var landsliðsmaðurinn Kol- beinn Sigþórsson sem skoraði tvö glæsileg mörk. Eftir aðeins fimm mínútna leik kom Kolbeinn AZ yfir. Markvörð- ur liðsins tók þá langt útspark. Kolbeinn hoppaði hæst allra á miðjunni og skallaði boltann út á kantinn til félaga síns. Sá stakk boltanum inn fyrir vörnina þar sem Kolbeinn var á auðum sjó. Strákurinn var pollrólegur og yfirvegaður fyrir framan markið. Lét svo vaða frá vítateig og boltinn fór í slána og inn. Stórkostlegt mark. Seinna markið var íslensk sam- vinna af bestu gerð. Jóhann Berg Guðmundsson fékk þá stungu- sendingu inn fyrir vörn BATE. Hann stakk varnarmann BATE af og lagði svo boltann á Kolbein sem mokaði honum inn fyrir lín- una. Smekklega gert hjá þeim félögum. Kristinn Jakobsson dæmdi á Anfield í gær þar sem Utrecht sótti Liverpool heim. Kristinn stóð sig vel og komst vel frá verkefn- inu. Má í raun segja að hann hafi staðið sig betur en leikmenn enda leikurinn hundleiðinlegur. Nákvæmlega ekki neitt gerðist í fyrri hálfleik og síðari hálfleikur var litlu skárri. Markalaust jafn- tefli því sanngjörn niðurstaða. - hbg Kolbeinn Sigþórsson kvaddi Evrópudeildina með stæl en Liverpool gerði jafntefli í sínum leik: Kolbeinn afgreiddi BATE með tveimur mörkum SJÓÐHEITUR Kolbeinn sækir hér að marki BATE í gær en hann skoraði tvö mörk í leiknum. NORDIC PHOTOS/AP HANDBOLTI Eftir úrslit gærdagsins á EM í handbolta er ljóst að gest- gjafaþjóðirnar báðar, Danmörk og Noregur, mætast í undanúr- slitum EM í handbolta á laugar- daginn. Keppni í milliriðli 2 lauk í Lille- hammer í Noregi í gær og voru úrslitin öll eftir bókinni. Svíþjóð og Noregur voru nán- ast örugg með tvö efstu sæti rið- ilsins, og þar með sæti í undan- úrslitunum, og unnu báða sína leiki í dag. Svíar lögðu Ungverja, 24-19, og Norðmenn slátruðu Hollendingum, 35-13. Frakkar tryggðu sér þriðja sæti riðilsins með sigri á Úkraínu, 31-19. Bæði lið fengu átta stig en þar sem Svíar unnu nokkuð óvæntan sigur í innbyrðisviðureign lið- anna fara þeir áfram sem sigur- vegarar og mæta Rúmenum í undanúrslitunum á laugardaginn. Danir eru búnir að tryggja sér sigri í milliriðli 1 þrátt fyrir að lokaumferðin eigi enn eftir að fara fram. Rúmenar eru að sama skapi öruggir með annað sæti riðilsins. Það má búast við hörkuviður- eignum á laugardaginn, þá sér- staklega rimmu gestgjafanna. Danmörk er eina ósigraða lið keppninnar en Norðmenn hafa unnið fimm af sex leikjum sínum til þessa í keppninni. - esá EM kvenna: Gestgjafarnir mætast næst FAGNAÐ Norsku stelpurnar fögnuðu innilega. NORDIC PHOTOS/AFP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.