Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 118

Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 118
102 16. desember 2010 FIMMTUDAGURSJÓNVARPSÞÁTTURINN Fim 30.12. Kl. 19:00 Fös 7.1. Kl. 19:00 Lau 15.1. Kl. 19:00 Sun 16.1. Kl. 19:00 Lau 22.1. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 19:00 Fim 20.1. Kl. 20:00 Lau 22.1. Kl. 20:00 Fim 27.1. Kl. 20:00 Sun 30.1. Kl. 20:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 15:00 Þri 28.12. Kl. 16:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 Fim 30.12. Kl. 16:00 Sun 2.1. Kl. 13:00 Sun 2.1. Kl. 15:00 Lau 8.1. Kl. 13:00 Lau 8.1. Kl. 15:00 Sun 9.1. Kl. 13:00 Sun 9.1. Kl. 15:00 U Fíasól (Kúlan) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Leitin að jólunum Lau 18.12. Kl. 11:00 Lau 18.12. Kl. 13:00 Lau 18.12. Kl. 14:30 Sun 19.12. Kl. 11:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 14:30 Þri 28.12. Kl. 14:00 Þri 28.12. Kl. 16:00 Mið 29.12. Kl. 14:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 U U U U U U Ö Ö Fim 30.12. Kl. 20:00 Frums. Mið 5.1. Kl. 20:00 Fim 6.1. Kl. 20:00 Fös 7.1. Kl. 20:00 Lau 8.1. Kl. 20:00 Kandíland (Kassinn) ÖFim 6.1. Kl. 20:00 Mið 12.1. Kl. 20:00 Fim 20.1. Kl. 20:00 Sun 30.1. Kl. 20:00 Lér konungur (Stóra sviðið) Sun 26.12. Kl. 20:00 Frums. Þri 28.12. Kl. 20:00 2. sýn Mið 29.12. Kl. 20:00 3. sýn Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn Fös 21.1. Kl. 20:00 8. sýn U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Fim 3.2. Kl. 18:00 Sun 6.2. Kl. 14:00 Sun 6.2. Kl. 17:00 Sun 13.2. Kl. 14:00 Sun 13.2. Kl. 17:00 Sun 20.2. Kl. 14:00 Sun 20.2. Kl. 17:00 Sun 27.2. Kl. 14:00 Sun 27.2. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) U Ö Ö U Hænuungarnir (Kassinn) U U U U U U Ö Ö U „Söguleg skáldsaga í hæsta gæðaflokki.“ Bryndís Lo l skrifuð ...“ Eftir höfund metsölubókarinnar Reisubók Guðríðar Símonardóttur FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI SKEMMTUN Meiri Vísir. „Sigtið er í algjöru uppáhaldi. Ég treysti því að þeir Ragnar, Gunnar, Friðrik og Halldór skelli í þriðju seríuna bráðum.“ Sigurður Þór Óskarsson leikaranemi MEÐ RIFFILINN Í HENDI Nonni kjuði með riffil í hendi, tilbúinn til að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það væri gríðarlega gaman að keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Jón Þór Sigurðsson, eða Nonni kjuði, trommari vinsælustu hljóm- sveitar landsins, Diktu. Hann gæti verið á leiðinni til Liechtenstein næsta sumar, ekki til að spila með Diktu heldur til að keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikun- um. Um síðustu helgi lenti Nonni í öðru sæti á landsmótinu í enskum riffli fyrir hönd Skotfélags Kópa- vogs. Með frammistöðu sinni náði hann þremur áföngum, þar á meðal lágmarki fyrir Smáþjóðaleikana. „Við vorum að spila á Græna hattinum á Akureyri kvöldið áður og það var ekki flug heim fyrr en 10.40 frá Akureyri og mótið átti að byrja klukkan 12,“ segir Nonni kjuði. „Ég gleymdi bíllyklinum fyrir norðan og þurfti að taka leigu- bíl. Síðan var ég ekki með lykil að byssuskápnum í Kópavogi og það þurfti að hjálpa mér að brjótast þar inn. Svo lenti ég í öðru sæti, sem er skemmtilegur árangur miðað við hversu illa gekk að komast á þetta mót.“ Nonni byrjaði að stunda skotfimi í mars síðastliðnum og líkar mjög vel. Þó svo að hann hafi náð lág- markinu fyrir Smáþjóðaleikana er ekki öruggt að hann komist þang- að. Tveir efstu keppendurnir eftir skotfimitímabilið eru valdir á leik- ana og sem stendur er hann annar tveggja sem hafa náð lágmarkinu. Fleiri gætu þó bæst í hópinn enda eru fjögur mót eftir af tímabilinu. „Þetta væri rosafjör. Þótt þetta yrðu ekki nema Smáþjóðaleikarn- ir yrði þetta toppurinn á mínum íþróttaferli,“ segir Nonni og vonar það besta. Dikta er eftirsótt hljómsveit og dugleg við spilamennsku allt árið um kring. Spurður hvort Smá- þjóðaleikarnir setji ekki strik í reikninginn segir Nonni: „Þetta yrðu í mesta lagi þrír dagar sem við yrðum frá. Þá verðum við akk- úrat að klára Þýskalandstúr. Það er ekki búið að bóka neitt enn sem komið er en það verður að vega þetta og meta. Fyrsta málið á dag- skrá er að verða valinn áfram.“ Nonni kann ekki bara að munda trommukjuðann og riffilinn því nýlega útskrifaðist hann sem atvinnuflugmaður. „Það er aldrei að vita nema maður taki Bruce Dickinson [söngvara Iron Maiden] á þetta og fari að fljúga með Dikt- una út um allan heim. Það væri heldur ekki leiðinlegt að vera með Bruce mér á hægri hönd.“ Fram undan hjá Diktu eru tón- leikar í Vídalínskirkju í Garðabæ í kvöld kl. 20 ásamt Cliff Clavin og þeim Daníel og Ylfu. Á föstu- dag spilar sveitin síðan á X-mas á Sódómu Reykjavík þar sem talið verður í jólalagið Nóttin var sú ágæt ein. freyr@frettabladid.is NONNI KJUÐI: TROMMARI DIKTU REYNIST HÆFILEIKARÍKUR Í SKOTFIMI Stefnir á að keppa í skot- fimi á Smáþjóðaleikunum Jóhanna Guðrún Jónsdóttir snýr aftur í Eurovision þegar hún syngur lag Maríu Bjarkar Sverrisdótt- ur í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Jóhanna er öllum hnútum kunn í Söngvakeppninni, vann hana 2008 og fór með lagið Is It True? alla leið í annað sætið í Moskvu, sællar minningar. Margir góðkunningjar úr Eurovision-keppnum síð- ustu ára birtast á skjáum landsmanna þegar flautað verður til leiks hinn 15. janúar og þau Ragnhildur Steinunn og Guðmundur Gunnarsson kynna kepp- endur af sinni alkunnu snilld. Sigurjón Brink mun til að mynda flytja lag sitt og Ragnars Hermannsson- ar, Jógvan Hansen ætlar sömuleiðis að flytja sitt lag sjálfur sem hann semur með Vigni Snæ Vigfússyni og þá ætlar hljómsveit Péturs Arnar Guðmundssonar, Buff, að syngja og spila lagið hans. Nokkrir nýliðar þreyta jafnframt frumraun sína á Eurovision-sviðinu og nægir þar að nefna sjálf- an Bödda úr Dalton sem syngur lag Ingva Þórs Kormákssonar ásamt JJ Soul Band. Dúettinn Íslenska sveitin með þeim Lísu Einarsdóttur úr síðustu Idol-keppni og Sigursveini Árna, fyrrverandi Luxor-kappa, þenur raddbönd- in í lagi Alberts Guðmanns Jónssonar og Bryndís Ásmundsdóttir ætlar að láta ljós sitt skína í lagi Jakobs Jóhanns- sonar. Þá mun Rakel Mjöll úr hljóm- sveitinni Útidúr syngja lag Tómasar Hermannssonar og Orra Harðar- sonar og oddviti Sjálfstæðis- flokksins á Dalvík, Matthías Matthíasson, ætlar að halda suður og syngja lag Matthí- asar Stefánssonar. Jóhanna Guðrún snýr aftur í Eurovision Heilsudrykkurinn Vitamin Water verður fáanlegur á landinu á næst- unni. Drykkurinn verður kynntur til leiks annað kvöld í partíi á gamla Skuggabarnum á Hótel Borg, sem verður opnaður á ný sérstaklega fyrir þetta kvöld. Leynd hvílir yfir partíinu og Vífilfellsmenn, sem dreifa Vita- min Water hér á landi, fást ekki til að tjá sig um það. Þá hefur það ekk- ert verið auglýst og þær litlu upp- lýsingar sem fást um partíið eru í boðskorti sem ýmsir nafntogað- ir einstaklingar hafa fengið sent. Fréttablaðið hefur komist yfir eitt slíkt, en þar kemur fram að tón- listin verði í höndum DJ Marg- eirs og Jóns Atla, sem kallar sig Sexy Lazer. Þá koma fram Captain Fufano og Gnúsi Yones. Ásamt því að bjóða upp á skemmtiatriði verð- ur opinn bar allt kvöldið. Gestalistinn telur 400 manns eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Á honum er að finna þekkt fólk úr flestum menningarkimum landsins. Enginn kemst inn án miða og þeir eru ekki fleiri en 400 – þetta ku vera afar strangt. Vitamin Water á sér stutta en nokkuð merkilega sögu. Rapparinn 50 Cent eignaðist hlut í framleið- andanum Glacéau árið 2007 þegar fyrirtækið nefndi Vitamin Water bragðtegund eftir rapparanum. Coca Cola Company tók yfir fyr- irtækið skömmu síðar og 50 Cent þénaði 100 milljón dali á sölunni – 11,5 milljarða íslenskra króna á núvirði. Hann hefur síðar látið hafa eftir sér að hann hafi þénað þessa 100 milljón dali með því að mæta í eina myndatöku fyrir Vitamin Water. - afb Frægir í partí á Skuggabar DULARFULLT PARTÍ DJ Margeir er á meðal þeirra sem koma fram í partíi á Skuggabar Hótel Borgar annað kvöld. Partíið er aðeins fyrir boðsgesti. SILFURSÖNGKONAN SNÝR AFTUR Jóhanna Guðrún snýr aftur í Eurovision og syngur lag Maríu Bjarkar í Söngva- keppni Sjónvarpsins. Af öðrum góðkunningjum keppninnar má nefna Sigurjón Brink og Jógvan Hansen.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.