Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1984, Page 9

Faxi - 01.12.1984, Page 9
Guðmundur A. Finnbogason: Það var í þá daga Það eru stórvirkar breytingar sem orðið hafa á umhverfi og mannlífi í Keflavík og Njarðvík- um ekki síður en víðast hvar ann- arsstaðar á landinu á síðastliðn- um sex áratugum. Allar þær breytingar eru nefndar framfarir, velmegun, menning og jafnvel háþróun, má það víst til sanns vegar færast á ytra borðinu. En þótt að tímarnir breytist og menn- irnir með er það einatt eitthvað líkt með því sem var og því sem er. Og ekki eru baráttumálin færri og vöntunin minni nú í vel- meguninni en áður var í fátækt veraldargæða. Fyrir rúmum 60 árum ræddu Keflvíkingar og Njarðvíkingar sín nauðsynjamál, þau voru ekki ná- kvæmlega þau sömu og þeirra mál eru í dag, þættu fá og fátæk- leg nú til dags en voru engu að síður stórmál þeirra tíma er áttu það eitt sameiginlegt við nútíma nauðsynjamál að vera háð ríkis- valdinu til athugnar og úrlausnar. Skal hér sagt frá hreppsnefnd- arfundi er haldinn var í félags- húsinu h/f Skjöldur í Keflavík þann 15. janúar 1922. Þess skal getið að á þessum tíma voru Keflavík og Njarðvíkur byggðalög ásamt Vatnsnesi eitt hreppsfélag. Hét það Keflavíkurhreppur. Hreppstjóri hreppsins var þá Sigurgeir Guðmundsson, 32 ára (1922) til heimilis á eystra býlinu í Innri-Njarðvík. Þá var íbúafjöldi í þessum byggðalögum aðeins brot af þeim mannfjölda er nú býr þar. I desember 1920 voru íbúar í Innra-Njarðvíkurhverfi 80 að tölu í Ytri-Njarðvíkurhverfi 40 að tölu og á Vatnsnesi 15 í Keflavík ca. 300. Á því ári 1920 voru 192 verk- herir karlmenn á aldrinum 20 til 60 ára í Keflavíkurhreppi. Árið 1920 gengu 14 mótorbátar úr Keflavíkurhreppi, 28 róðrarbát- ar. Umræddur fundur hófst með því I. að hreppstjórinn Sigurgeir Guömundsson gekkst fyrir kosn- mgu fundarstjóra og fundarskrif- ara. Fundarstjóri var kosinn Guð- tnundur Hannesson oddviti og lundarskrifari Jóhann Ingvason. H- Lesið upp álit þriggja-manna- uefndar er Fiskifélagsdeildin Bár- ar> í Kefla'rik kaus þann 8. janúar síðastliðinn til að íhuga og gera til- lögu um þau mál er mestu varða bag þessara byggðalaga til um- Guðmundur A. Finnbogason. ræðu á væntanlegum þingmála- fundi hér. Voru þá tekin fyrir þau mál er nefndin taldi fram f þeirri röð er hér segir: Nr. I. Spánartollurinn. Eftir allmiklar umræður var samþykkt svohljóðandi tillaga. Fundurinn er því samþykkur að fremur verði tekið kostum Spán- verja með innflutning víns en að hinn hækkandi tollur á íslensk- um saltfiski verði lögleiddur. Móti tillögu þessari talaði og greiddi atkvæði Guðmundur Hannesson. Nr. II. Landhelgisgæslan. Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt: Fundurinn leggur sér- staka áherslu á, að þingmenn kjördæmisins beiti sér fyrir því að varðskip sé hér alltaf til staðar til varnar gegn yfirgangi togara þar sem sjáanlegt sé, að öðrum kosti hætti fiskur að ganga á grunnmið- in og með því róðrabátaútgerðin úr sögunni og þar með lífsfram- færsla fjölda manna. Nr. III. Eftir nokkrar umræður var samþykkt svohljóðandi tillaga: Fundurinn felur þingmönnum að beita sér fyrir því að flóaferðir til þessa landshluta verði ekki færri eða óhagganlegri en var fyrir 1914. Nr. IV. Fjármál. Um mál þetta urðu miklar um- ræður, var fundarstjóri sérstak- lega mótfallinn liðunum a b og d. í tillögu þeirri er hér fer á eftir. Þó voru allir liðir tillögunnar sam- þykkir að umræðum loknum. Stafliðirnir a b og d með 113 at- kvæðum gegn 5 en stafliðurinn c með öllum samhljóða atkvæðum. Tillagan hljóðar svo: Fundurinn álítur að Ijárhagur landsins sé nú á heljarþröminni og til þess að ráða þar nokkra bót á verði að fækka a. óþörfum embættis- mönnum, svo sem prófessors- embætti í grísku við Háskólann. Prófessorsembætti í hagnýtri sál- arfræði. Ymiskonar skrifstofu- sýslunum í þjónustu ríkisins og fl. o.fl. b. að afnema dýrtíðarupp- bót embættismanna c. að stjórn- inni verði alls ekki eftirleiðis veitt heimild til þess að veita undan- þágu frá innílutningsbanni á óþarfa varningi. d. að á næsta þingi verði felldar allar fjárbeiðsl- ur sem ekki miða á einhvern hátt til atvinnubóta. Nr. 5. Fossamál. Um það mál var engin ályktun gerð. Nr. 6. Vitinn á Vatnsnesi. Fundurinn samþykkir að þing- mennirnir flytji þá tillögu inn í fjárlögin að Alþingi veiti svo ríf- lega fjárupphæð til að standast kostnaðinn við byggingu vitans á Vatnsnesi við Keflavík sem frek- ast er unnt. Ennfremur komu fram þessar fyrirspumir sem fundurinn óskar skýringar á. 1. Með hvaða skilyrði var enska lánið tekið, og hafði stjórnin heimild frá síðasta þingi til að verja því á þennan hátt sem hún hefur gert. 2. Hefur landsstjórnin heimild til þess að stofna nýtt embætti sem er í því fólgið að yfirlíta skýrslur skattanefndanna. Fleiri mál voru ekki tekin til umræðu. Fundi slitið Guðmundur Hannesson fundarstjóri. Jóhann Ingvason fundarskrifari. Kíslenzkur markadur hf. óskar Suöurnesjamönnum gíebiíegra ióíö og farSœíbar á komanbt art. Þökkum viðskiptin á árinu Athugið / Brekkubúð er býsna margt í matinn. Sendum heim jólapöntun. BREKKUBÚÐIN Tjarnargötu 31 -Keflavík- Sími 2150 FAXI-265

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.