Faxi - 01.12.1984, Page 14
Matthías Hallmannsson
í bókinni „Undir Garðskaga-
vita“ sem út kom 1963, eftir Gunn-
ar M. Magnúss, er stutt frásögn
sem heiti Aðför að veiðiþjófum og
er eftir Gísla Eggertsson frá Krók-
velli í Garði. Þar eð ég var einn af
þeim 6 á minni bátnum sem siglt
var á og tel ég muni vel þetta kvöld
langar mig til að segja nánar frá
því, með öðrum orðum fara meira
í smáatriðin. Eg vil taka það skýrt
fram að það sem Gísli skrifar um
þetta mál er allt satt, en sagan er
miklu lengri.
Við byrjuðum þennan dag
klukkan um 6 e.h., eða strax og fór
að bregða birtu, því sum verk eru
þess eðlis, að mönnum þykir betra
,,að hafa hauströkkrið yfir sér“.
Guðmundur Þórðarson, oddviti
og útgerðarmaður í Gerðum var
frá fyrstu tíð svarinn andstæðingur
dragnótarinnar og það var fyrir hans
forgöngu að við, þessir 6 strákar,
byrjuðum á þessari ,,landvöm“,
þegar þetta atvik gerðist, sem sagt
er frá í áðumefndri grein. Munum
við hafa verið búnir að vera um
það bil einn mánuð við þetta. Við
fengum lítilsháttar borgun fyrir
þetta, 5 kr. á mann fyrir hverja
ferð - og báturinn 10 kr. Nú er það
þennan dag, 15. október 1931, kl.
um 6 e.h. að við verðum varir við
að bátar em komnir í Garðsjó inn-
anverðan, allt frá Gerðhólma og
inn um ,,Kópu“, en svo heitir
innsta lendingin í Garðinum og inn
úr þessu sundi ganga Rafnkels-
staðavör og Meiðastaðavör. Við
fórum strax og hittum Guðmund
Þórðarson. Hann taldi sjálfsagt að
fara sem allra fyrst og gefa þeim
engan frið. Ami Amason, „Ámi
Boga“ sem kallaður var, átti bát-
inn sem við notuðum og auðvitað
fékk Guðmundur bátinn lánaðan.
Eg held mér sé óhætt að segja að
ekki þurfti að hvetja okkur til
þessa verks og einnig höfðum við
það á tilfinningunni að við væmm
að verja hagsmuni okkar, þó við
hefðum ekki í fullu tré, því enginn
má við margnum. En snúum okk-
ur að efninu. Við settum bátinn til
sjávar og ýttum á flot. Eftir
skamma stund komum við að
fyrsta bátnum. Hann var að taka
voðina inn í fyrsta sinn og var afl-
inn allgóður, eftir því sem skip-
verjar sögðu okkur. Þama gátum
við tekið mið og skrifað hjá okkur
örnefnin sem við þekktum allir
mjög vel. Síðan héldum við dýpra
og nokkrum spöl utar komum við
að öðrum bát. Hann var að draga
og átti eftir 1-2 tóg. Við fómm að
bakborðssíðu bátsins, á meðan
verið var að draga það sem eftir
var, þangað til voðin kæmi upp.
Við kölluðum til skipstjórans, að
hann mætti ekki vera með þetta
veiðarfæri hér. Hann sagðist vita
það vel, „en hvem andskotann
eruð þið að þvælast hér? komið
þið ykkur á land sem fyrst helvítin
ykkar“. Við þekktum hann vel. Ég
var búinn að vera með honum 2
sumur á sfld fýrir norðan og ég
kom af fjöllum þegar ég heyrði
þetta orðbragð hjá honum, en
lengi skal manninn reyna. En er
nótin kom reyndist aflinn lítill og
þegar búið var að ná nótinni inn
voru dregin upp legufærin og síðan
héldu þeir heim.
Til skýringar skal þess getið að
þá var kasta frá legufærum, kastað
fyrir föstu, eins og það var kallað.
Þessir tveir bátar sem við vorum
búnir að hafa afskipti af voru báðir
úr Keflavík og eru þeir úr sögunni í
þetta sinn. Nú héldum við inn á
bóginn og þegar við vorum komnir
á að giska Skiphól um „Gauk-
staði“ varð á vegi okkar bátur.
Hann var með öll veiðarfæri á
dekki og létum við hann afskipta-
lausan. En við áttum eftir aðal
ævintýrin og verður nú sagt frá ■
þeim, eftir því sem minni og dag-
bókarbrot geyma.
Þegar við höfðum yfirgefið bát-
inn sem var með nótina á dekki,
héldum við nokkru dýpra og eftir
stutta stund komum við að Andey,
sem var gufubátur, svokallaður
línuveiðari. Þegar við nálguðumst
Andey heyrðum við hávaða sem
við þekktum. Það voru fyrirbænir
okkur til halds og trausts, en þær
fyrirbænir höfðu engin áhrif á okk-
ur, en þegar við komum nær fór
gamanið að kárna. Kveðjumar
urðu sem sé heitar í orðsins besta
skilningi. Það var dælt á okkur
heitum sjó, en sem betur fer var
dælan ekki kraftmikil og við gátum
varast þetta. En öllu em takmörk
sett, slangan náði ekki nema aftur
stjórnborðsmegin og urðu þeir að
bera hana fram fyrir kappann, en á
meðan gátum við komist að bak-
borðssíðunni og fómm fjórir upp í
skipið, en tveir urðu eftir til að
passa bátinn. Einn af okkur kunni
á gufuspil og hann setti dekkspilið
í gang. Við sáum engin veiðarfæri
á dekkinu, en út úr bakborðskluss-
inu lá vír, svo þegar híft var á spil'
inu kom fyrst vír, síðan komu tógin
og að lokum voðin sjálf, en aðeins
annar gaflinn. Lengra þurftum við
ekki að fara. Við sáum hvaða iðju
þeir stunduðu. Þegar við komum
fyrst um borð sáum við þrjá menn,
en tveir munu hafa verið í brúnni,
270-FAXI