Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 17

Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 17
Keflvísk fjölskylda viö víglínuna Þórarinn, til hœgri er Andy Watt (skoti) yfirmaður Diselvélaverkstœðisins. Sólin varpaði geislum sínum á ísrael og Miðjarðarhafið og vermdi brúna sól- og sjódýrkend- ur í mjúkum íjörusandinum. Það var laugardagur 3. nóv. sl. í gestamóttökunni á Astoría hótelinu í Tel-Avív voru um 100 Þjóðverjar að innrita sig. Ferða- töskur og pinklar voru í stórum stöflum og töluverður fyrirgangur í þeim þýsku, sem vantaði her- bergislykla og hraðari fyrir- greiðslu, en á sabatsdegi ganga hlutimir rólega í ísrael. Við sem komum frá íslandi kipptum okk- ur ekki upp við þetta hátterni því það líktist ástandinu sem við fór- um frá fyrir fáum dögum — fyrir- mæli um hálfa ferð (eða minna) átti að sanna þar verðmæti vinn- unnar. Hjá Gyðingum er kyrrð og ró sabbatsins þakklæti fyrir góð afköst liðinnar viku — andleg og líkamleg endurnæring, upphaf að nýjum átökum í erfiðri lífsbar- áttu. Ég þumlungaði mig gegnum mannhafið við afgreiðsluborðið og kom loks út úr röstinni og kom þá auga á það sem ég leitaði að, en það var Þórarinn Eyjólfsson og fjölskylda hans. Við höfðum lagt drög að því að hittast, ef kostur væri á. En bæði er nú langt frá Nahariyya, þar sem hann býr upp undir landamærum Líbíu, vestur til Tel-Avív og svo gat li'ka farið svo, að hann yrði að sinna skyldu- störfum fyrirvaralítið. En hér var hann kominn með konu og tvær dætur. Eftir stutt rabb um helstu fréttir að heiman og viðhorf til líð- andi stundar var komið að honum að tjá sig um sína hagi, sem eru nánast ævintýri. Þórarinn nam rafvélavirkjun hjá föður sínum, Eyjólfi Þórarins- syni, og stofnuðu þeir að því loknu Alternator s.f. í Keílavílc. Hann vann síðan með föður sín- um við fyrirtækið í 12 ár. Því næst réðst hann til starfa hjá Samein- uðu þjóðunum. I lann var sendur til U.N.I.F.I.L. og hóf starf í Líb- anon 5/4 1982 og hefur unnið þar síðan. Þá var mjög heitt í kolun- um á þeim slóðum og mannskæð styrjöld og fóru gæslusveitirnar ekki varhluta af þeim hildarleik. Hún var t.d. ekki uppörfandi fyrsta ferð hans upp í aðal fjar- skiptastöð þeirra í Beirút. Þangað fór dálítil sveit manna undir stjórn fransks foringja. Þeir voru aðvaraðir og vildu snúa við. For- inginn ákvað hins vegar að halda áfram en bað menn sína að vera vel á verði fyrir leyniskyttum og árásarhópum. Stöðin var í 5 hæða húsi og þurfti að fara um það hátt og lágt til viðgerða. Þórarinn var við annan mann uppi í efstu hæð er mikil kúlnahríð skall á húsinu. Þeim tókst að komast niður í byrgi í kjallara. En foringinn, sem var á fjórðu hæð hússins, varð fyrir skoti frá líbanskri leyni- skyttu og lést samstundis. Því næst sprengdu Gyðingar allmikið jarðsprengjubelti og hröktu líb- anina burtu og komust þá gæslu- sveitarmennirnir undan. Þórar- inn taldi þetta sennilega mestu hættu sem hann hefur komist í þarna. Smátt og smátt dró úr ofs- anum og eftir að átökunum lauk 1982 má heita friðsamlegt á þess- um slóðum þó ekki þurfti að blása mikið í glæðurnar til að upp úr sjóði. Þórarinn stjórnar þarna viðhaldi og uppsetningu á sjálfvirkum stjórnbúnaði fyrir dísilrafstöðvar gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna, en það er nú yfir 5000 manns frá 6 þjóðlöndum. I lver þeirra er um 6 mánuði f herþjónustunni. Með Þórarni vinna 8 rafvirkjar víða að úr heiminum ásamt 15 líb- önskum rafvirkjum og aðstoðar- mönnum. Starfssvæði Þórarins er allt verndarsvæðið og sér hann um allar rafstöðvar. Þórarinn var í fyrstu sveit fagmanna sem ráðnir voru til þessara starfa en fram að því voru hermenn úr gæslusveit- unum látnir vinna þessi verk, sáu um lagnir og viðhald. Ástandið var því víða bágborið og krafðist mikillar vinnu við að koma kerf- inu í viðunandi ástand, enda oft unnið við erfiðar aðstæður af hernaðarlegum ástæðum, og miklar breytingar, sem gera þarf af ýmsum ástæðum, kalla þá oft fyrirvaralítið til starfa. Þegar Þórarinn hafði verið þarna í 3—4 mánuði og sá að ástandið fór batnandi kom fjöl- skylda hans þangað suður — kon- an og 4 börn þeirra og voru þar í eitt ár, en voru svo heima í ár vegna fræðslumála, Eyjólfur, elsta barn þeirra var í Fjölbrautar- skóla Suðurnesja, en nú eru þau öll í Israel. Drengirnir, Eyjólfur 17 ára og Davíð 14 ára, stunda nú nám við amerískan alþjóðaskóla í Herze- lía, sem er um 120 km frá heimili þeirra. Þeir fara í skólabílinn kl. 6 á morgnana, ásamt öðrum börn- um gæsluliðsmanna, og koma heim kl. 5 síðdegis. Þeim lílear vel skólavistin, þótt hún sé ströng og erfið, hún er afar lífleg og heldur þeim hugföngnum við námið. Einnig er Þórarinn mjög ánægður með það að kennararnir hringja oft heim og ræða námið og náms- árangur. Telpurnar, Helena 9 ára og Sylvía 4 ára, eru í barnaskólan- um í Nahariyya, sem rekinn er af foreldrum í liði gæsluliðsmanna. Nahariyya er um 20 km fyrir sunnan landamæri Líbanon og ísraels og er nú rólegur bær — í bili. Þar fengu þau fyrst 160 fnt íbúð í fjölbýlishúsi, en eru nú í einbýlishúsi 140 fm, rétt utan við borgina. Fallegur aldingarður liggur um húsið og eru þar mörg ávaxtatré —. Þar vaxa klementín- ur, mandarínur, sítrónur, hnet- ur, döðlur og alls konar krydd- jurtir. Fjölskyldan unir hag sínum vel við þessar aðstæður og hyggur ekki á heimkomu að svo stöddu. Þórarinn telur afkotuuna mjög góða - góð laun og ýmis fríðindi sem starfinu fylgja. Öll kunna þau vel að meta veðurfarið, sem er ákaflega notalegt, jafnvel nú á haustdögum. Þórarinn og kona hans Jóhanna Viðarsdóttir, bæði 37 ára, eru vel þekktir Keflvíking- ar. Þau biðja Faxa fyrir bestu kveðjur til vina og vandamanna, óska þeim gleðilegra jóla og far- sældar á komandi árum. FAXI-273
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.