Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1984, Page 22

Faxi - 01.12.1984, Page 22
um. Hafa nú verið stofnaðir 5 slíkir hópar, sem opnir eru öllum konum, er hafa áhuga á að leggja jafnréttismálum lið. í þessu, sem öðru væntum við mikils af Kvenfélagi Keflavíkur þótt kvenréttindamál séu yfirleitt ekki efst á blaði aðildarfélag KÍ. Miklu fremur hafa þau beint kröftum sínum til að leggja samfé- laginu lið og þá helst í líknar- og menningarmálum. En jafnrétti, sem nefnist öðru nafni mannrétt- indi, er góð undirstaða fyrir far- sæld og árangur í félagsstarfi. Kvenfélag Keflavíkur sem nú heldur upp á 40. afmæli sitt er á besta aldri og í fullu fjöri. Stjórn og starfslið KÍ þakkar Kvenfélagi Keflavíkur fyrir ágætt samstarf, vináttu og samheldni og fyrir mikil og merk störf. Við óskum félaginu áframhaldandi starfs- gleði og allra heilla. GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR LITIÐ YFIR FARINN VEG Góðir gestir, ágætu félagskonur. Eg ætla með nokkrum orðum, að beiðni formanns, að kynna ykkur félag okkar. Kvenfélag Keflavíkur var stofn- að 15. október árið 1944. Stofn- endur voru 30 konur, en í dag er- um við um 230. Á stefnuskrá fé- lagsins eru menningar og líknar- mál og hefur félagið beitt sér fyrir mörgu til heilla fyrir byggðarlag okkar. Má í því sambandi nefna að kvenfélagið rak hér barna- heimili fyrst allra. Var það starf- rækt á nokkrum stöðum út í bæ í nokkur ár, en síðan ráðast félags- konur í að byggja sér félagsheim- ili, sem jafnframt var hugsað sem barnaheimili og árið 1954 var húsið vígt með miklum glæsi- brag. 1 15 ár var svo rekið þar barna- heimili af Kvenfélagi Keflavíkur, en þá tók Keflavíkurbær við rekstrinum. Nú, í þessu húsi fór sfðan öll starfsemi félags okkar fram, fundir og námskeið, svo sem sauma-, hannyrða-, flos-, tau- þrykk-, leður- og sníðanámskeið. Jafnvel var leikfimi líka kennd. Öll þessi námskeið voru mjög vin- sæl og vel sótt, en heldur finnst mér hafa dregið úr þátttöku kvenna nú á seinni árum og spilar eflaust margt inn í, svo sem meiri vinna húsmæðra á almennum vinnumarkaði og fleira. Oft var farið í eins dags ferðalag, þá helst 19. júní, farið í leikhús og haldin þorrablót, sem voru mjög vinsæl enda eina félagið sem hélt þorrablót hér í mörg ár og var þá skilyrði að allar konur mættu í þjóðbúningi, en það er nú liðin tíð. Nú, að æskulýðsmálum hefur verið mikið starfað og alls konar föndur, sem unglingum var kennt, var innt af hendi af félags- konum. Jólatrésskemmtun fyrir börn er ætíð haldin, einnig jóla- skemmtun fyrir aldrað fólk. Var félagið ekki nema tveggja ára, þegar fyrsta skemmtun fyrir eldra fólk var haldin. Fyrsta danskennsla, sem hér fer fram, er á vegum Kvenfélags. Kefiavikur, þegar það fær Rigmor Hansen danskennara, árið 1953, til að halda hér námskeið í dansi fyrir börn og var þetta mjög vin- sælt. Félagið hefur fært Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs margar góðar gjafir, eitt sér eða með öðr- um félögum. Nú síðast var það sónartæki, sem kvenfélög sunnan Hafnarfjarðar færðu sjúkrahús- inu, en félagið gaf í það tæki 170.000. Félagið er í Kvenfélaga- sambandi Gullbringu- og Kjósar- sýslu og sendir árlega fulltrúa á aðalfund þess. Félagskonur hal'a mikið unnið að orlofsmálum húsmæðra og er félagið eignaraðili að Orlofshús- inu í Gufudal. Eftir þessa upptalningu er ykkur nú ljóst að ekki hefur alltaf verið setið auðum höndum eins og sagt er. En við stjórnvölinn í þessu félagi sátu konur, sem settu markið hátt og hrifu okkur félagana með, svo allir vildu leggja sig fram, að vinna sem mest og best. Fyrsti formaður Kvenfélags Kefiavíkur var frú Guðný Ásberg og gegndi hún því í 20 ár, Sigríður Jóhannesdóttir í eitt ár og Guðrún Árnadóttir í 13 ár. Núverandi for- maður er frú Soffía Karlsdóttir og aðrar stjórnarkonur eru: Sigur- björg Pálsdóttir, ritari, Vilborg Ámundadóttir, gjaldkeri, Rut Lárusdóttir, Valgerður Halldórs- dóttir, Þorbjörg Pálsdóttir og Guðrún Árnadóttir. Oft hafa breytingar orðið í stjórn félagsins, konur koma og fara, en ein af stofnendum Kvenfélags Keflavíkur hefur ætíð setið í stjórn þess, það er að segja í 40 ár og ávallt sem gjaldkeri þess, það er hún Vilborg Ámundadóttir. Hún hefur alltaf sótt vel fundi og annað sem félagið hefur hal't upp á að bjóða, verið tillögugóð, út- sjónasöm og viljað hag félagsins í hvívetna. Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði yfir veturinn, það er að segja 7 fundir á ári og jafn- margir stjórnarfundir. Það er leitast við að hafa alltaf eitthvað til skemmtunar og fróð- leiks á fundum. Síðan höfum við Líknarsjóð Kvenfélags Keflavíkur, sem veitt er úr fyrir hver jól, eða ef eitthvað óvænt ber að höndum og hefur hann oft komið sér vel. Síðast en ekki síst er alltaf kaffi og meðlæti á fundunum, sem konur skiptast á að sjá um. Félagsheimili okkar, Tjarnar- lund, seldi félagið Keflavíkurbæ árið 1982. Voru gerðar á því rnikl- ar endurbætur, svo sem nútíminn krefst til reksturs barnaheimila. Nu er þar starfræktur leikskóli fyrir 60 — 70 börn og eru félags- konur ánægðar, að húsið skuli vera nýtt eins og til var ætlast með byggingu þess. Að lokum vil ég geta þess, að í tilefni þessara tímamóta félags okkar var gefið til Heilsugæslu- stöðvar Suðurnesja, sem tók til starfa í sumar sem leið, hjartariti og þrekhjól að verðmæti kr. 180,000. Áður en ég lýk máli mínu ætla ég að fara með nokkrar vísur, sern góður vinur Kvenfélags Keflavík- ur gerði. Kvenfélagið hefur haft hug til margra dáða, notar sérhvern nýtan kraft, neytir allra ráða. Konurnar í Kejlavík kunna gott að meta. Elja þeirra oft er slík, allt þœr virðast geta. Konur þessar kunna vel kœrleiksbönd að styrkja, hafa fagurt hugarþel, hendur sínar virkja. Enginn veit hvað undir býr innst í þeirra geði. Allar þeirra cér og kýr er að miðla gleði. FAXI óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári 278-FAXl

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.