Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Síða 26

Faxi - 01.12.1984, Síða 26
SJÚKRAHÚS KEFLAVIKURLÆKNISHERAÐS 30 ÁRA INGÓLFUR FALSSON, FORMAÐUR STJÓRNAR SJÚKRAHÚSS OG HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR SUÐURNESJA, REKUR 30 ÁRA SÖGU SJÚKRAHÚSSINS. Á þessum tímamótum er við hæfi að rekja í stórum dráttum sögu sjúkrahús- og heilsugæslu- mála héraðsins. Þó í dag séu liðin 30 ár síðan starfsemi sjúkrahúss- ins hófst, er hugmyndin samt komin á fimmta tug ára, eins og sést þegar blaðað er í gulnuðum blöðum. Er það helst blaðið Faxi, sem gefið hefur verið út síðan 1940, svo og fundagerðabækur sjúkrahússins, sem geyma skráða sögu þessara mála. Hugmyndin að byggingu Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishér- aðs hefur án efa verið ofarlega í hugum Suðurnesjamanna löngu áður en til framkvæmda kom. En kveikjan að framkvæmdinni var sú, að stofnuð var Rauðakross- deild Suðurnesja árið 1942, með það markmið að safna fé og vinna að byggingu sjúkrahússins. Framlög til byggingarinnar voru farin að berast að vori 1943. Þá af- hentu hjónin á Vatnsnesi, Jóhann Guðnason og Bjarnfríður Sigurð- ardóttir kr. 10 þúsund í spítala- sjóðinn og frá Kveldúlfi hf. barst sama fjárhæð. Þá var á dagskrá að hrinda í framkvæmd almennri Qársöfnun. Sóknarpresturinn sr. Eiríkur Brynjólfsson gaf í árslok 1943, 5 þúsund krónur og vegna þeirrar gjafar var stofnaður sérstakur sjóður innan spítalasjóðs, sem með vaxtatekjum átti að aðstoða fjárvana fólk í Gerðahreppi, sem þurfti á sjúkrahúsvist að halda. Mikill áhugi virðist hafa verið hjá almenningi á þessari söfnun og þegar safnast höfðu kr. 125 þúsund var ákveðið að hefjast handa við byggingu sjúkrahúss- ins. Aðalhvatamaðurinn að stofnun R.K. deildarinnar og öðrum byrj- unarframkvæmdum var Karl G. Magnússon héraðslæknir. Sjúkrahúsið var hugsað og teiknað sem héraðssjúkrahús og raunar var fljótlega eftir að sjúkrahúsið tók til starfa sótt um deildarskiptingu og að sjúkrahús- ið yrði viðurkennt sem héraðs- sjúkrahús. Leitað var til hrepps- nefndar Keflavíkur og lofaði hún að styrkja bygginguna fjárhags- lega og annast rekstur sjúkra- hússins ásamt þeim hreppum læknishéraðsins, sem ættu eftir að standa að því. Frumhugmynd um stærð sjúkrahússins var, að það rúmaði 21 sjúkling og var þá allur aðbún- aður fyrir starfsfólk mun rýmri en síðar varð. Hornsteinn að húsinu var lagð- ur 12. sept. 1944 af Sveini Björns- syni þáverandi forseta, við hátíð- lega athöfn. Heildarfjármagn, sem Rauða- krossdeildin safnaði, mun hafa verið um 150 þúsund krónur, sem virðist hafa nægt til að steypa húsið upp. En þegar fé deildar- innar var þrotið hafði hrepps- nefnd Keflavíkur forgöngu um að ræða framhald byggingarmála við aðra hreppa innan læknishéraðs- ins. Undirtektir voru misjafnar og töldu sumir hrepparnir sig þannig í sveit setta, að íbúarnir gætu ekki haft þau not af sjúkrahúsinu, sem til væri ætlast. Endanlega ákváðu hreppsnefndir Keflavíkur, Hafna og Njarðvíkur, en þar hafði bú- setu fullur helmingur íbúa í lækn- ishéraðinu, að taka að sér áfram- haldandi byggingu sjúkrahússins og einnig að ábyrgjast rekstur þess. Var nú byggingunni haldið áfram, þar til hún var næstum fokheld. Óskuðu þá þessar þrjár hreppsnefndir eftir úrskurði ráð- herra um, að hinir hrepparnir tækju þátt í framkvæmdunum. Urskurður ráðherra var á þann veg að allir hrepparnir tækju þátt í framkvæmdum. Úrskurður ráð- herra var á þann veg að allir hrepparnir bæru ábyrgð að hálfu vegna legu byggðarlaganna. Þó lægð hafi verið í fram- kvæmdunum á þessu tímabili, lögðu þó ekki allir árar í bát og Kvenfélag Keflavíkur hóf fjár- söfnun til kaupa á röntgentækj- um. Hreppamir taka við Fyrsti fundur í sjúkrahússtjórn var haldinn 9. mars 1947 og þar var undirritaður samningur milli þeirra sjö hreppa, er aðild áttu að byggingaframkvæmdum og þar ákveðið, að rekstrarkostnaður sjúkrahússins skiptist á hreppana í réttu hlutfalli við íbúatölu, þó þannig að Grindavíkur og Vatns- leysustrandarhreppur bæru kostnað að hálfu, en Miðnes-, Hafna- og Gerðahreppur stofn- kostnað að 3/4 en rekstrarkostn- að að fullu. Ákveðið var að sjúkraflutningar færðust á rekst- ur_ sjúkrahússins. Ákveðið var að sjúkrahúsið skyldi vera sameiginleg eign allra hreppa Keflavíkurlæknishéraðs í sama hlutfalli og að ofan greinir og með sömu skyldum til endur- bóta og viðhalds. Einnig var ákveðið að stjórnin réði framkvæmdastjóra, sem annaðist bókhald, daglegan rekstur, innheimtu gjalda og 282-FAXI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.