Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1984, Page 27

Faxi - 01.12.1984, Page 27
Fyrsta framkvæmdastjórn sjúkrahússbyggingarinnar, frá vinstri Ragnar Guð- leifsson, Karvel Ögmundsson og Björn Finnbogason. greiðslur skulda. Einnig að hafa eftirlit með eigninni og stjórna málefnum stofnunarinnar í sam- ráði við sjúkrahússtjórn. Á næsta fundi, 16. mars, var kosinn fyrsti formaður sjúkra- hússtjórnar, Ragnar Guðleifsson. í framkvæmdanefnd voru kosnir Karvel Ögmundsson, Björn Finn- bogason og Ragnar Guðleifsson, og var nefndinni falið að leita eftir láni allt að kr. 700 þúsund. Á þessum tíma höfðu allar fram- kvæmdir stöðvast vegna fjár- skorts, en smávegis íjármagn náðist og því var ákveðið að hefja framkvæmdir að nýju vorið 1947. Verkið tóku að sér Einar Norð- fjörð, Bergsteinn Sigurðsson og Guðjón Hjörleifsson. Verkstjóri var ráðinn Kristinn Jónsson. Samkomulag varð um að ofan- taldir menn tækju að sér áfram- haldandi vinnu við bygginguna. Unnið yrði í tímavinnu og skyldi kaup vera samkvæmt samning- um stéttarfélaga. Miklir fjárhagsörðugleikar voru vegna skorts á lánsfé og sömuleið- is tafði skömmtun á vörum fram- kvæmdir. Á aðalfundi sjúkrahússtjórnar 21. mars 1948 var lagt fram gjafa og afsalsbréf frá Rauðakross- deildinn: í> rir sjúkrahúsbygging- unni og á þessum sama fundi var tekið á móti framlagi frá Gull- Dringusýslu, 25 þús. kr., gegn tvöföldu framlagi hreppanna. Á þessum fundi kom fram að í árslok 1947 nam bygginga- kostnaðurkr. 527.115,44. Einnig er héraðslækni falið að athuga hvað þurfa muni af áhöldum til sjúkrahússins, og jafnframt að at- huga hvað þau muni kosta. Sam- þykkt að bjóða málningu á húsinu út og framkvæmdanefnd falið að sjá um það. Um vorið 1949 hafði byggingin verulega þokast áfram og þá feng- ust loks langþráðir peningar, lán að upphæð kr. 300 þúsund. Þctta sumar urðu töluverðar umræður um það hvort lyfta skyldi vera í sjúkrahúsinu. Fram kom að framkvæmda- nefnd hafði leitað álits Péturs Jakobssonar, læknis og yfir- hjúkrunarkonunnar á Landspít- alanum og töldu þau sjálfsagt að höfð yrði lyfta í húsinu, þar sem um nýbyggingu væri að ræða. Að lokum var ákveðið að breyta byggingunni þannig, að hægt yrði að koma fyrir lyftu. Þetta sama sumar bauðst ka- þólska reglan til að taka áð sér rekstur sjúkrahússins eða leggja til starfsfólk við stofnunina. Þessu virðist hafa verið hafnað því engar bókanir um viðræður eru finnanlegar. Verkinu miðar hægt Á árabilinu 1949-52 miðar framkvæmdum við bygginguna hægt. Árið 1952 mátti heita að bygg- ingin væri fullgerð. Málningu ut- an og innanhúss var lokið og unn- ið við að leggja dúk á gólf og rönt- gentæki og skurðborð var komið. Heildarkostnaður þá var orðinn kr. 1.250.000,00. Var þá talið að 0.8-1 millj. kr. skorti til að sjúkrahúsið gæti halrð störf. Rætt var við Gísla Sigurbjörns- son, forstjóra á elliheimilinu Grund, sem þá var á förum til Þýskalands, og hann beðinn um aðstoð við að semja um kaup á öll- um búnaði fyrir sjúkrahúsið. Tókst að ná samningum við fyrir- tækið Simenz, og um greiðslur samdist þannig, að við undirritun samnings greiddust 10% kaup- verðs og síðan átta jafnar afborg- anir á sex mánaða fresti. Samkvæmt bókunum sjúkra- hússtjórnar gekk erfiðlega að fá lánsfé til þessar kaupa. Á fundi í júlí 1952 kom fram sú hugmynd að afhenda ríkinu sjúkrahúsið til eignar með vissum skilyrðum um rekstur. Einnig höfðu ýmsir aðilar falast eftir hús- inu til leigu, en ekki varð af því. Á þessum tíma kom einnig fram sú hugmynd að leggja 10% skatt á sérleyfisbíla til fjármögnunar tækjakaupa. Það kemur fram á fundi 30. sept. 1953 að auglýstar hafi verið lausar til umsóknar stöður yfír- vrGL URVAL- GÆÐI- ÞJÓNUSTA Síðumúla 22 - Simi 31870 Keflavik-Simi 92-2061 S Gardínubrautir ‘ÍKFMMIB/Fni 1fl i/ADA\/nn cik/ ÚRVAL AF GLUGGATJALDAEFNUM í ÁLNABÆ ÚRVAL AF STÓRESEFNUM í ÁLNABÆ ÚRVAL AF ELDHÚSGLUGGATJÖLDUM í ÁLNABÆ ÚRVAL AF BLÓMASTÓRESUM í ÁLNABÆ Viö tökum að okkur saum á gluggatjöldum. Viö mælum og setjum upp ef óskaö er. Viö bjóöum greiðsluskilmála. Verið velkomin eöa hringiö, því við höfum alltaf eitthvaö við yðar hæfi. Tökum mál, smíöum og setjum upp Zgardínubrautir SKFMMUVEGI 10 K0PAVOGI SIMI 77900 ef óskað er. Viö sendum í póstkröfu um land allt. FAXI-283

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.