Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 32

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 32
Fjölskylda Ein'ks Einarssonar og Sigrúnu Kristjánsdóttur Brunnastöðum. Fremri röð frá vinstri: Erla Eyrún, Björk Aðalheiður, Lilja Ragnhildur, Eiríkur Einarsson, Ólöf Svandís, Magnfríður Dís, Rafnhildur Björk, Sigrún Benedikta Kristjánsdóttir, Stefanía Salóme, Inga Ásta. Aftari röð frá vinstri: Unnur Kristjana (látin), Svava Guðrún, Magga Alda (látiri), Jóna Kristjana, Auður Halldóra, Lára Brynhildur og Rannveig Ingveldur. þá sem bjuggu í Brunnastaða- hverfi, Hlöðvers- og Asláksstað- arhverfi. Þá var einn stoppstaður fyrir þessi hverfi. Þar var góður kofi, sem unnt var að geyma í það sem ekki mátti veðrast, einnig var þar gott afdrep fyrir þá sem biðu, hvort heldur var að morgni eða kvöldi, eftir mjólkurbflnum. Þessum stað mátti jafna við léleg- an en nauðsynlegan samkomu- stað. Margir áttu erindi, sagðar voru fréttir og karpað um pólitík og látin líða úr ólíðan eftir brúsa- burð eða annan erfiðleika eftir labb yfir móa og klappir í risjóttu veðri, stundum í myrkri um einn til einn og hálfan km. Svo varð á kvöldin að leggja á bakið kola- poka, mjölvöru og ótal nauðsynj- ar, auk að sjálfsögðu brúsanna. Einstaka bóndi átti hest til þess- ara nota, en þeir voru fáir svo efn- aðir á þeim tímum frá 1920 til 1930. Hér á þessum stoppstað var nú bóndinn og oddvitinn. Ég fékk honum tvo pakka ff á deginum áð- ur, því þá var enginn til að taka við þeim, en þá var rigning og ekki gott að láta þá rigna úti. Þetta var stundum vandamál, að vera með ýmsa pakka kannski í sólar- hring í bflnum, svo hitt að viðtak- anda lægi á að fá það í hendurnar, en oftast var troðið í brúsana því sem þar komst ofaní. Ef pakkinn var lítill, þá kom það fyrir að dag- inn eftir, þegar við vorum að hella mjólkinni í mælinn á stöðinni, að bréf eða lítill pakki kom úr brús- anum með mjólkinni, hafði þá láðst að líta ofaní brúsann áður en hellt var í hann heima. Enda þótt þeir væru gufusoðnir á Mjólkur- stöðinni, þá var ætlast til þess að þeir væru þvegnir heima, en það kom fyrir að það var ekki gert, og þá gat svona óhapp komið fyrir. Það kom æði oft fyrir, og fylgir jafnan störfum oddvita, að sinna fleiri fjölskyldum en sinni, svo og einstaklingum, bæði utan sveitar og innan. Því var hann oft kvöld og morgna mættur vegna stöðu sinnar. Nu var hann með tóma olíutunnu, reyndar hálftunnu, en nógu erfiður flutningur samt og sér í lagi varhugaverður vegna hættu á olíusmitun, því margs konar matvörur voru næmar, eða réttara sagt höfðu ofnæmi, fyrir steinolíu ef hún var í nánd. Ég átti að leggja tunnuna inn hjá Elling- sen og taka fulla í staðinn. Það var ekki nóg að forða matvörum frá svona flátum, heldur einnig og ekki síður mjólkurbrúsunum, hvort sem það voru tóm eða full olíuflát. Mér varð það einu sinni á að setja poka með nýhreinsaðri fiðursæng í, á milli brúsa og olíu- fláts. Síðar komst ég að því að oft var viðruð hjónasæng eins heimil- is, en heimilisfólkið áleit að Fið- urhreinsunarstöðin, sem þá var til húsa í Aðalstræti, notaði stein- olíu við fiðurhreinsun, þegar mikið lægi við, og lét ég það gott heita. Að sjálfsögðu reyndi ég að hafa kolapoka eða annað, sem ekki sakaði þó væri við olíuflát, en þegar þessi tími árs var kom- inn, þá var jafn sjálfsagt að flytja eldsneyti og mjólkina. Þar sem oddvitinn var nokkurs konar ábyrgðarmaður efnalítilla bænda eða heimila, sem var meira um þá en nú, þá þurfti hann mörgu að sinna, því bað hann mig nú að taka í kvöld kjötkút hjá ákveðnum kaupmanni í Hafnar- firði og skilja hann eftir á ákveðn- um stoppstað um kvöldið. Kútur- inn átti að skrifast inn á reikning hreppsins og nafn neytandans þar við. Þessi kaupmaður var og er mér minnisstæður fyrir lipurð og hjálpsemi á þeim , ,kreppuárum“ sem þá stóðu yfir og þegar lítfl auraráð voru hjá almennigi á viss- um árstíðum sérstaklega. Þá lentu margir bændur í því að fara í Kreppulánasjóð, sú meðferð væri of langt mál til að ræða það hér, enda eymir af þeirri aðferð enn í dag. Þegar ég tók út vörur fyrir hreppinn hjá fyrmefndum kaup- Efri-Brunnastaðir. íhúsi hœgra megin hjó Guðjón Pétursson ogh.k. Margrét Jóns- dóttir Ijósmóðir. íhúsi vinstra megin bjó EiríkurEinarsson ogh.k. Sigrún Kristjáns- dóttir og dœtur þeirra 15. Brunnastaðir brunnu í mars 1905, þetta hús er byggt af GuðjóniPétursson ogkonu hansMargréti Jónsdóttur 1908, smiðurerGuðmundur hróðir Margrétar. Síðar endurbyggt af sömu hjónum 1934 eins og það er í dag. 288-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.