Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Síða 37

Faxi - 01.12.1984, Síða 37
að koma til Grindavíkur, ]3vi þar voru kindur sem ég átti. Eg fór á Moskwitcnum sem ég átti, en aft- aníkerruna skildi ég eftir, því hún var biluð. Þegar til Grindavíkur kom reyndust kindurnar mínar, sem þar voru, vera fimm. Gerði ég mér þá lítið fyrir og tók aftursætið úr bflnum og setti ærnar inn og með því að raða þeim þannig að láta höfuðin snúa aftur kom ég fjórum afturí en einni frammí. bessar kindur mínar voru allar óvenju gæfar og þær stóðu þarna alveg kyrrar á leiðinni til Kefla- víkur. Því er nú ekki að leyna, að fólk- inu í þeim bflum sem ég mætti eða drógu mig uppi varð mjög star- sýnt á minn bfl, því sjálfsagt hefur það undrast útlitið á farþegunum. Sennilega hef ég nú verið svo upptekinn við að hugleiða heimt- urnar og búskaparhorfurnar, að ég mun hafa gleymt að draga úr ferðinni, þegar ég kom inn í byggðina. Því var það að þegar ég er kominn á móts við Herðubreið í Njarðvík, þá sé ég lögregluþjón, sem gefur mér merki um að stöðva. Hann býður mér gott kvöld og spyr mig hvort ég sé mikið að flýta mér. Síðan horfir hann betur á mig og segir síðan: , ,Nei ert þetta þú Hilmar.‘ ‘ Þá átt- aði ég mig líka á manninum. Því þetta var hann Gunnar Vilbergs- son, kindaeigandi úr Grindavík. ,,Þú hefur örugglega verið eitt- hvað að hugsa meira um kind- urnar en aksturinn núna.“ ,,Já, það er rétt kunningi, ég var að hugleiða hvað mig vantar marg- ar. “ , ,Það var og, þú ert líka kom- inn hingað inn í bæinn á 69 km hraða.“ Þeir voru þá að radar- mæla, en leyfður hámarkshraði er þarna 50 km á klst. Síðan biður hann mig um að koma með sér yfir í lögreglubflinn og þar var gerð skilmerkileg skýrsla varðandi brot mitt. Nokkru seinna fékk ég svo kvaðningu vegna umferðarbrots og þegar ég mætti hjá yfirlög- regluþjóni bæjarins, þá las hann mér kæruna, en leit yfir gleraug- un, þegar hann las: — „Farþegar, innan sviga, limm ær‘ ‘. — I lvfldi sig á lestrinum og brosti og spurði hvort hann mætti ekki bara bjóða mér í nefið. Öðru sinni lenti ég í söguH' i ferð, þegar ég var að flytja fjög- urra vetra hrút. Hann sótti ég upp í Grindavík, en vörubflstjóri sem hafði verið að fly tja fé hingað suð- ur á Nes vildi ekki flytja hrútinn, því hann væri blóð mannýgur og hann þorði ekki að snerta hann. Aður en ég hélt af stað til að ná í hrútinn keypti ég rúgbrauð, því ég vissi að hann var gráðugur í brauð. Þegar ég kom til Grindavíkur setti ég hrútinn afturí drossíuna og hélt svo af stað. Að sjálfsögðu var ég af og til að gæða honum á brauðinu og ferðin gekk eins og í sögu. En þegar ég kom inn í Kefla- vík var brauðið búið, því var nú verr. Það var svo þegar ég var að beygja upp Skólaveginn hjá Sölvabúð, þá veit ég ekki fyrr til, en hrúturinn rekur hausinn svo- leiðis í öxlina á mér, að mér brá mikið og auk þess sárverkjaði mig í öxlina. I fátinu steig ég svo snöggt á bremsuna, að bfllinn fjaðarbrotnaði að framan. Ég gat nú tjaslað þannig við bflinn að ég komst á honum á áfangastað, en vandræðin voru rnikil við að ná hrútnum út úr bflnum, því illur var hann orðinn og því miður hafði ég ekkert brauð til að blíðka hann. ,,Blaðstíft framan vinstra' ‘ Eyrnamarkið sem ég hef notað á kindurnar rnínar fékk ég hjá Guð- rnundi heitnum Elíssyni, en hann var einn í hópi seinustu íjár- bænda í Keflavik. Markið er stíft og fjöður framan hægra og blað- stíft framan vinstra. Stundum hef ég brennimerkt þær kindur mínar sem hyrndar hafa verið, stytti ég þá nafnið mitt í Hilli, en bæjar- merkið mitt er 1 KV. Þeir menn sem ég hef kynnst í gegnum þennan kindabúskap, sem flestir eru af Vatnsleysu- ströndinni og úr Grindavík, eru mestu yndælis og sómarrienn. Bæði hef ég lært margt af þeim og milli okkar hefur skapast traust og góð vinátta. Allir skepnueig- endur, sem ég hef kynnst hér um slóðir í þesum búskap, reyna að gera sitt besta hver fyrir annan. Nokkrir menn seni búsettir eru hér í bænum eiga fé sem þeir hafa hér suður á Nesi, en þeir reka það yfirleitt ekki á fjall, heldur hafa þeir það í heimagirðingum þar. Ég held ég geti fullyrt að ég hef öðru fremur verið með kindurnar ánægjunnar vegna. En erfiðleik- arnir og aðstöðuleysið hefur nú borið ánægjuna ofurliði — og því er ekki um annað að ræða en hætta. Það er svo annað mál að maður hættir ekki þessum bú- skap alveg sársaukalaust. Þar til nú í haust hefur maður alltaf verið með brauð og þess háttar handa kindunum, þegar þær hafa komið af fjalli, en nú í haust hef ég ekki borið slíkt við. Eg hef aðeins látið kindurnar inní dilkinn og klippt þær, sem þess þurftu með og síðan hefur þeim verið ekið beint í sláturhús- ið í Grindavík. (5UMMIKLÆDDIR 5JÓMAUKAR 224RZ Mikið úrval Vönduð vara Glerougnaverslun Keflcivíkur HflFNflRGÖTU 17 SÍMI 3811 FAXI-293 Hilmar Eyberg ásamt góðum vinum sínum: Myndin er tekin á Mánagrund árið 1968. Stúlkan lengst til bœgri heitir Erla Jóna og er dóttir Hilmars. Ókunnugt er um nöfn hinna stúlknanna. Hesturinn nefndist Haukur, en það var þessi hestur, sem Hilmar lét í skiptum við 20 œr. L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.