Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 42
Arni Bergmann:
Bátasmiðuriim í Veghúsum
Arni Vigfus Magnússon — Aldarminning
Fátt er betra ungum dreng en
að vita af afa og ömmu í námunda
við sig. Eg var einn þeirra láns-
sömu: amma og afi bjuggu í Veg-
húsum hinum megin við Suður-
götuna, snemma á morgnana
heyrði ég gengum svefninn ham-
arshögginn frá skúrnum þar sem
afi smíðaði báta. Hann hét Arni
Vigfús Magnússon og hefði orðið
hundrað ára þann 27da júlí í sum-
ar. Flestir Keflvíkingar kölluðu
hann Fúsa, en það nafn kunni ég
aldrei við, því ég vildi eiga með
honum Arnanafnið í friði.
Hamarshöggin úr bátaskúrn-
um þýddu ekki endilega að það
væri mál fyrir strák að koma sér á
fætur. Afi var mesti eljumaður og
var byrjaður á að smíða báta,
breyta þeim eða bæta þá um sex-
leytið á morgnana eða jafnvel
fyrr. Mér þótti þetta starf merki-
legra en öll önnur sem þá voru
unnin og árum saman fylgdist ég
með því hverju fram fór í skúrn-
um svotil daglega. Ég gekk út í
Árn/ Vigfús Magnússon og Bjarnhildur Helga HaUdórsdótlir.
góða veðrið (það er oftast gott veð-
ur í þessum minningum) og kom
mér út í skúr, fann hrjúft yfir-
skegg afa á vanganum, settist svo
á kassa tuggði hefilspón og horfði
á hann vinna. Handtök hans við
hefil og sög, hamar og sporjárn,
tjöru og spaða voru undarlega ör-
ugg og hröð en þó fumlaus, allt
hafði þetta einskonar dáleiðslu-
áhrif, tíminn eins og hvarf, var
ekki lengur til, né heldur neitt það
sem fyrir utan gerðist: hér vorum
við tveir, hér var tryggur griða-
staður. Þetta var þögul sambúð.
Stundum leit hann til mín eins og
til að gá hvort ég væri ekki áfram
á mínum stað og bros hans var
mest í þessum opinskáu og glað-
legu augum. Ég fékk að hirða
skrýtna kubba sem sögin bjó til og
ætlaði að negla þá saman síðar, en
það varð minna úr þeim smíðum
en til stóð, hvernig sem nú á því
stendur.
Svo kom Helgi Jens í heimsókn
eða aðrir karlar og þeir töluðu um
fiskiríið og tóku í nefið. Ég sé
undarlega skýrt fyrir mér langa
og háa tóbaksrönd sem lá eins og
Kínamúr yfir stórar æðar á hand-
arbaki afa og ég hugsaði sem svo,
að ég mætti til með að læra þessa
list, að taka í nefið eins og afi
minn. Mér fannst annars ekkert
gaman að hlusta á karlana til
lengdar, heimsóknir þeirra voru
Suöumesjamenn!
Óskum öllum samstarfsmönnum og
viðskiptavinum okkará Suður-
nesjum gleðilegra jóla
og gæfuriks komandi árs.
Þökkum samstarfog viðskipti
á liðnum árum.
Kef I a vík u rverktaka r
Keflavíkurflugvelli
Sími 1850-1655
298-FAXI