Faxi - 01.12.1984, Side 43
Aftari röðfrá vinstri: Pálína Porbjörg, Páll, Gudrún, Ámi Bjammundurog Halldóra. Fremri röð frá vinstri: Svava, Árni Vigfus
og Magnea. Myndin líklega tekin um 1954.
einskonar truflanir á helgihaldi
morgunsins. Best að koma sér inn
til ömmu, ömmu Böggu, ömmu
Bjarnhildar, sem var vís til að eiga
kandís eða kex, bleytt í sætu kaffi
og þótti mikið hnossgæti og hún
spurði mig frétta af sjálfum mér
og hinum krökkunum. Það var
líka hægt að kanna bátana sem
biðu á blettinum, sumir á kili en
aðrir á hvolíi, biðu eftir því að aíi
lengdi þá eða gerði við brot eða
fúa, eða breytti þeim í trillur.
Bátabletturinn var merkilegt kon-
ungsríki, sem við bræðurnir þótt-
umst að vonum eiga nokkurn yf-
irráðarétt yfir. Afi viðurkenndi
þann rétt fyrir sitt leyti — allt þar
til að við höfðum smalað miklu
krakkastóði í sjóorustu milli báta
eða þessháttar, með skothríð og
djöfulgangi: þá var hann reiður í
nokkrar mínútur og rak alla út
fyrir girðingu. Mig líka og það
þótti mér ekki sanngjarnt. En
þetta gerði ekkert til, því að næsta
morgun var ég aftur sestur út í
skúr eins og ekkert hefði í skorist.
Svo leið fram tíminn og ég varð
nógu stór til að fá að halda við
þegar afi var að hnoða nagla og
það var mikil upphefð.
Afi var trúrækinn maður og fór
ailtaf í kirkju þegar messað var og
ég varð honum samferða. Mér
fannst séra Eiríkur tala alltof
lengi, ég skildi ekki nema sumt af
því sem hann sagði og kirkjukór-
inn söng áreiðanlega miklu íleiri
vers úr hverjum sálmi en nú tíðk-
ast. Þetta var náttúrlega erfitt, en
ég var með afa og mig grunaði að
vandi fylgdi vegsemd hverri.
Seinna þessa sömu sunnudaga
urðurn við samferða í Lestrarfé-
lagið. Aíi var lestrarhestur, las
fram á nótt þótt hann færi svona
snemma ofan. í Lestrarfélaginu
voru þá um 1200 bindi að því mig
minnir, og mér fannst að afi hefði
lesið þær bækur allar saman.
Ertu með nokkuð nýtt Arinbjörn?
spurði hann. Arinbjörn glotti og
mælti með Ástum og ævintýrum
Casanova, sem þá var að koma út
í heftum. Iss, ég fer ekki að lesa
svoleiðis vitleysu, sagði afi.
Heima átti hann postillur, en það
var enn fátt um bækur í húsum —
þær fóru ekki að safnast til hans
fyrr en það skref var stigið til jafn-
réttis, að það mátti gefa fullorðn-
um bækur í jólagjöf og afmælis-
gjöf.
Afi kom líka oft yfir götuna í
kafíi til mömmu: Svo fóru þau
amma einatt á kvöldgöngu og
komu við hjá flestum eða öllum
börnunum og allir vissu vel hver
af öðrum í V eghúsafjölskyldunni.
Eftir að amma dó árið 1950 gekk
hann þessa göngu einn. bað var
talað yfir þúsund kaffibollum,
sem talað var um f sjávarplássum
áður en svokölluð þróun blés
þeim um koll og bjó til eitthvað
allt annað í staðinn. Stundum var
talað um pólitík og afi treysti á
Olaf Thors en var á móti krötum
og öðrum boslum. Reyndar er
elsta minningin sem ég á um
stórtíðindi heimsins tengd afa
mínurn. Það var í byrjun sept-
ember árið 1939 að hann kom
heim og hafði verið að hlusta á út-
varp. Nú held ég Hitler sé orðinn
snarvitlaus, sagði hann. Þann
morgun hafði þýski herinn ráð-
ist inn í Pólland og heimsstyrjöld-
in síðari var byrjuð.
Afi var fæddur í Minna-Knarr-
arnesi á Vatnsleysuströnd 27. júlí
árið 1884. Hann var einkasonur
Magnúsar Árnasonar og konu
hans Þorbjargar Vigfúsdóttur úr
Biskupstungum. Þau fluttu
snemma að Bolafæti í Ytri-Njarð-
vílt, þar sem forfaðir Magnúsar,
Hallgrímur skáld Pétursson,
hafði eitt sinn búið með Tyrkja-
Guddu. Magnús reisti svo Veg-
hús við Suðurgötu í Keílavík
skömmu eftir aldamót og flutti
þangað ásamt afa og ömmu,
Bjarnhildi Helgu, dóttur Halldórs
Sigurðssonar í Merkinesi í
Höfnum og Pálínu Pálsdóttur á
Vatnsnesi — en þau giftu sig 1906.
Magnús og Þorbjörg bjuggu hjá
afa og ömmu meðan þau lifðu.
Afi og amma eignuðust níu börn
— Sigríði, Pálínu, Svövu, Hall-
dóru, Magneu, Árna, Guðrúnu,
Pál og Guðmund. Sigríði misstu
þau uppkomna og nýgifta en
Guðmundur dó aðeins fimm
vikna gamall. Niðjar afa og
ömmu, sem bæði voru einbirni,
eru um sextíu og sýnist liggja
beint við að koma nýrri ætt á blað
hjá ættfróðum, Veghúsaætt.
Afi byrjaði snemma að stunda
sjóinn, reri á opnum bátum og var
á skútum hér á Suðurnesjum og á
Austfjörðum. Síðan stímdi hann
með öðrum inn í vélbátaöld, fyrst
sem sjómaður og síðar sem land-
rnaður. Einhverntíma á heims-
styrjaldarárunum fyrri fór hann
að vinna með Guðjóni Jónssyni
skipasmið á Framnesi. Nokkru
seinna byrjaði hann að gera við og
smíða báta upp á eigin spýtur og
var við þetta á sumrin fram á árið
1937, en þá hætti hann að stunda
sjóinn og sneri sér alfarið að báta-
smíðunum. Ekki veit ég hvort afa
tókst að koma sér upp sérstakri
Veghúsalínu í bátunum — hitt er
víst, að bátar hans voru eftirsóttir
og hann fékk pantanir víða að af
landinu. Fátt var skemmtilegra
en að fylgjast með því hátíðlega
kappi með köllum og römmurn
átökum, sem fylgdu því að renna
nýjum bát út úr húsi, fram blett-
inn og koma honum svo upp á bíl
eða draga hann niður götuna nær
þeim sjó sem átti að taka við hon-
um. Enginn veit hvað þessir bátar
urðu margir og sumir voru eigin-
lega stærri en húsið þoldi. Guðni
Magnússon málari kann frá því að
segja, að afi hafi smíðað fyrstu
trilluna árið 1937 og svo vildi til,
Arni Vigfús aö verki bak við hús sitt Veghús. Lfklega er hað nötabátur, sem hann
er að ditta að.
FAXI-299