Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Síða 59

Faxi - 01.12.1984, Síða 59
Jón Ágúst Sigmundsson frá Seyðisfirði. Jón Jóhannesson frá Brimnesi við Seyðisfjörð. Einar Jónsson 28 ára. Frá Krossanesi í Skagafirði. Bjarni Einarsson frá Sólheima- tungu. Lík þessara manna fundust ekki og ekki rak bát þeirra á land. (MVJ:,,Minningarfrá Keflavík". Faxi, febr. 1956, bls. 13 og sepl. blað 1961, bls. 115. Sudurnesjaannáll. Rauðskinna 111, bls. 163. Prestþjónustubók Útskála 1881 - 1891, bls. 226. Þjóðólfur 13. jan. 1888, bls. 6. Í frétt í Pjóð. hefur áhöfnum beggja báta verið ruglað satnan, en hér eru nöfn þeirra höfð eftir preslþjónustubók). 1888 Kaupskip strandar t Keflavík Laugardaginn 10. nóv. 1888 gerði suðaustan stórviðri í Kefla- vík. Lágu þá tvö kaupskip á höfn- inni, annað þeirra var Valdimar, eign Fischersverslunar. Það var mannlaust og sakaði ekki. Hitt skipið, fermt vörum til Duusverslunar, slitnaði upp og rak upp í utanverða Grófina. Áhöfnin hafði farið í land nokkru áður en veðrið skall á. Skipið var því mannlaust. Brotnaði skipið og fór uppboð fram á farmi þess og braki 14. nóv. Fengust 1000 kr. fyrirþað. Annáll 19. aldar segir frástrand- inu. Þar er skipið nefnt Carl, og segir að það hafi verið með kol og nauðsynjavöru til Fischersverslun- ar. Hér stangast frásögnin á við Suðurnesjaannál. Þegar hér var komið var höfundar hans, sr. Sig- urður á Útskálum látinn, en sonur hans hélt áfram annálsfærslum í nokkurn tíma eftir lát hans. Því er betra að treysta Suðurnesjaannál. (Sudurnesjaannáll. Rauðsk. III, bls. 173. Guðni Magniisson: ,, Dagbókar- brot Árna Pálssonar í NarfakotiFaxi. Maí 1966, bls. 67. Árbók 1888. Alm- anak Þjódvinafélags. 1890. P.G.: Ann- áll 19. aldar. Lbs. 2778, 4to. Bls. 114). 1890 Þilskipið Ásta strandar í Keflavík. Hinn 13. ágúst 1890 slitnaði upp af Keflavíkurhöfn skonnortan Ásta, eign Duusverslunar. Brotn- aði skipið en menn björguðust. Er strandið varð var búið að flytja út í skipið hátt á fjórða hundrað skip- pund af saltfiski sem síðar var seld- ur á uppboði. Hinn 18. ágúst sendi skipstjóri skýrslu til sýslumanns þar sem að- stæðum á strandstað er lýst. Skip- stjórinn var danskur, K.D. Knud- sen, að nafni. Einnig undirritar annar danskur skipstjóri skýrsl- una, S.N. Albertsen. Hann var með galíasitm Keflavík, semsenni- lega hefur verið staddur hér. Ekki var áður vitað um gah'as með þessu nafni. Ef til vill hefur Duusverslun átt skipið enda þótt ekki liggi fyrir því heimildir. Trúlega hefur skipið verið skráð í Danmörku. Seinna eignaðist Duusverslun kútterinn Keflavík, sem verslunin átti í rúm 30 ár. En þess skal getið að C.A. Jacobæus kaupmaður, sem rak hér verslun á fyrri hluta 19. aldar, átti húkkortu sem hét Keblevig, og var hún í- millilandasiglingum 1809 þegar Jörundur hundadagakon- ungur var við völd. (Sbr. bók Helga P. Briem: Sjálfstæði íslands 1809 og grein S.M. í Faxa, apríl blaði 1970: Drög að sögu Keflavík- ur). í strandskýrslunni um Ástu kemur fram, að skipið hefur rekið upp á milli tveggja skerja og festst þar. Um fjöru lá það að mestu á þurru en á flóði féll að mestu yfir það. Hugsast getur að strandstað- urinn hafi verið á svæðinu frá Mið- bryggju út í Gróf, en þar á fyrr- greind lýsing einkar vel við. Kjölur og þverbönd skipsins skemmdust mjög, einkum bak- borðssíða undir sjólínu. í lestinni hafði klæðning víða losnað og brotnað. Stranduppboð fór fram 21. ágúst. Uppboðsskilmálar voru í fimm liðum og birtir á uppboðs- stað daginn áður. Greiðsla fór fram í peningum. Margir Keflvíkingar og ná- grannar þeirra unnu við björgun úr skipinu. Samkvæmt reikningum hefur vinnan verið greidd með peningum en það var þá sjaldgæft á tímum vöruskipta. Alls unnu við strandið nálægt 50 manns, konur jafnt sem karlar. Teitur Pétursson á Meiðastöðum í Garði var þá hreppstjóri og sá um greiðslu vinnulauna. Er braki og varningi hafði verið komið á land þurfti að vakta það svo því yrði ekki stolið. Vaktmenn voru tveir, skv. reikningum. Jón Felixsson í Garðbæ við Aðalgötu vakti í fimm nætur, en Páll Magn- ússon í Hjörtsbæ við Vesturgótu í þrjár. Menn dreif að úr Garði og utan af Miðnesi til að vinna við strandið og 19. og 20. ágúst unnu þar 18 Njarðvíkingar. Fengu þeir 30 aura á tímann. Slík var aðsókn- in að vinnu sem var borguð með peningum. Skrifari á uppboðinu 21. ágúst var Guðmundur Helgason og fékk hann 3 kr. fyrir. Samkvæmt uppgjöri sýslu- manns til amtmanns, dags. 8. nóv. 1890, varð uppboðsandvirði vegna Ástu-strandsins kr. 2.881,48. Ásta var 93,14 lestir að stærð. Kom fyrst til Keflavíkur í maí 1883, þá nýkeypt af Duusverslun. Danskur skipstjóri var með skipið frá upphafi að því er virðist, hét hann P.H. Petersen. (P.G.: Annáll 19. aldar. Lbs. 2779, 4to, Bls. 223. Strandskjöl í sýslusafni Gull- bringusýslu 1886 - 1899. Þjódskjala- safn. Skipakomubók Gullbringusýslu 1882 - 1885. Þjódskjalasafn). 1890 Þilskipið Málfríður strandar. Hinn 29. jan. 1890 strandaði í Keflavík kaupskipið Málfríður, eign Duusverslunar. Var skipið „fermt erlendum nauðsynjavarn- ingi“. (P.G.: Annáll 19. aldar. Lbs. 2779. 4to. Bls. 216). 1893 Þilskipið Málfríður strandar á Eskifirði Snemma í nóvember 1893 strandaði þilskipið Málfríður á Eskifirði. Duusverslun í Keflavík átti skipið. Mannbjörg varð. Hafði skipið verið leigt í haust- ferð vegna síldarflutninga til Nor- egs. (P.G.: Annáll 19. aldar. Lbs. 2780, 4to. Bls. 59). 1896 Tveir Keflvíkingar drukkna við Austfirði Hin 28. ágúst 1896 drukknuðu tveir Keflvíkingar í sjó við Aust- firði. Þeirvoru: 1. Ingimundur Einarsson, 30 ára. Óvk. Bl. 2. Pétur Jónsson, 31 árs. Kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur. Áttu tvö börn. Á þessum árum var venja að Suðurnesjamenn leituðu sér sum- arvinnu á Austfjörðum, aðallega við fiskveiðar. Þessir tveir menn voru eystra í slíkum erindum. (MVJ.: ,,Minningar frá Keflavík". Ftixi. nóv. blað 1960, bls. 135. Prest- þjónustubók Útskála 1892 - 1917, bls. 347). 1897 Maður drukknar af skipi Hinn 4. júlí 1897 féll Ámi Ólafs- son útbyrðis af skipi skammt und- an landi í Keflavík. Lá hann fjórar STAPAFELL KEFLAVÍK Nýtískuleg ljósatæki Toyota og Husqvarna sauma- vélar Hrærivélar - Ryksugur Eldhúsviftur - Þurrkarar Raftækjaúrval - Ferða- viðtæki Utvarpsklukkur Rafmagnsborvélar m/fylgi- hlutum • Búsáhöld - Borðbúnaður Matar og kaffistell Bodum glervara Silfurplett - Kertasljakar Bing & Gröndal jóla og mæðraplattar - Kristall Úrvals leikföng frá: Barbie - Cindy og Matchbox Fisher Price - Rugguhestar Bílabrautir - Fótboltaspil Jólakerti - Jólaskraut Jólaljósasamstæður - Jólatré Nýjar vörur daglega Tölvur frá Sinclair Spectrum og Commodore - Töhmforrit Diskettustöðvar — Stýri- pinnar Vasatöfvur - Tölvuspil Times úr - Ljósmyndavörur STAPAFELL Sími: 1730 og 2300 FAXI-315
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.