Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Síða 66

Faxi - 01.12.1984, Síða 66
MINNING Agúst Líndal Pétursson frá Klettakoti FÆDDUR 1. MARS 1888 DÁINN 20. JÚLÍ 1984 Þann 20. júlí síðastliðinn andað- ist öldungurinn Ágúst Líndal Pét- ursson á sjúkrahúsinu í Keflavík. Hann var fæddur í Köldukinn í Haukadal í Dalasýslu hinn 1. mars árið 1888, svo árin hans voru orðin 96. Foreldrar Ágústs voru hjónin Pétur Þórðarson og Guðrún Jónasdóttir. Þau voru í húsmennsku í Köldukinn um það leyti sem Ágúst fæddist. Hann var elstur af 7 bömum þeirra hjóna. Af þeim komust 5 til full- orðinsára og er nú aðeins yngsti bróðirinn á lífi. Þau Pétur og Guðrún bjuggu á ýmsum stöðum í Dölum fyrstu hjúskaparárin. En nokkru fyrir aldamót fluttu þau að Amahúsum á Skógarströnd og þar bjuggu þau óslitið til dauðadags. Ágúst ólst upp hjá foreldrum sínum. Og þar sem hann var bæði elsta bamið og elsti sonurinn, þá lætur að líkum, að snemma var ætlast til mikils af honum á vett- vangi starfsins. Þeirri skyldukvöð brást hann við af miklum dugnaði og framúrskarandi fúsleik til þess að leggja lið og láta sitt ekki eftir liggja. Það er t.d. með ólíkindum, hvemig honum tókst að flytja heim af engjum hverja heybands- lestina eftir aðra, — taka aleinn of- an, — leysa síðan heyið úr reipun- um og flytja þau með sér til baka út á engi til foreldra sinna, þá að- eins 9 ára gamall. Ég hygg, að fáir jafnaldrar hefðu leikið þetta eftir honum. Frá 9 ára aldri gekk Agúst að slætti með föður sínum og varð hann brátt orðlagður sláttumaður. Það fór ekki á milli mála, að á verklega sviðinu var hann bæði velvirkur og mikilvirk- ur. En hann var líka bráðvel gef- inn, mikið lesinn, margfróður og minnugur. Þá var hann einnig ágætur hagyrðingur. Hún er t.d. markviss og ógleymanlega snjöll, stakan, sem hann kastaði fram um Hafhargötuna í Keflavík, skömmu áður en hún var malbik- uð. Agúst gekk um hana í vætutíð á síðsumri og varð að orði: Hlífðarfötin hrcinleik sínum hljóta að glata. Þú hefar lítinn þegið bata Þúsund vatna Hafnargata. Agúst dvaldist heima hjá for- eldrum sínum fram á fullorðinsár og vann að búi þeirra. Árið 1909 gekk hann að eiga Sólveigu Jónasdóttur frá Bflduhóli á Skógarströnd, göfuga sæmdarkonu, sem reyndist manni sínum traustur og ástríkur lífsförunautur. Þau voru fyrsta hjúskaparárið í húsmennsku að Bflduhóli hjá foreldrum Sólveigar. Eftir það hófu þau búskap að Klettakoti í sömu sveit og bjuggu þar í 25 ár. Þegar þau íluttu þangað var jörðin niðumídd og talin fremur kosta- rýr. Agúst hófst ótrauður handa við að bæta hana. Hann girti tún- ið, sléttaði það og stækkaði tals- vert. Þá byggði hann einnig upp, bæði fyrir fólk og fénað. En þrátt fyrir vemlegar umbætur á túni, þá var jörðin svo engjarýr, aðjafn- an þurfti að fá léðar slægjur til þess að geta aflað þeirra heyja, sem þörf var á hverju sinni. Þau hjónin eignuðust einn son, er Haraldur heitir. Hann var um langt árabil verkstjóri hjá íslenska ríkinu á Keflavíkurflugvelli. Kona hans er Fjóla Eiríksdóttir, ættuð sunnan af Miðnesi. Þau eiga 7 böm. Barnaböm þeirra, en langafaböm Ágústs, em 14 tals- ins. Eins og áður er getið, bjuggu þau Agúst og Sólveig í Klettakoti um aldarfjórðungsskeið. En árið 1935 var heilsu Sólveigar orðið þannig háttað, að ekki var stætt á því að stunda búskap lengur. Því varð það að ráði, að þau bmgðu búi og fluttu til Keflavík- ur. En þangað var Haraldur sonur þeirra þá einmitt nýfluttur, til þess þar að brjóta sér þá framtíð- arbraut, sem hugurinn helst stefndi til. Löngunin til að dvelj- ast í návist sonarins mun vafa- laust hafa átt sinn þátt í ákvörðun þeirra. Agúst kunni vel við sig í Kefla- vík. Hann stundaði ýmiss konar vinnu, oftast þó smíðar og múr- verk, ýmist í Keflavík eða út um sveitir. Um fjögurra ára skeið dvöldu þau hjónin, Agúst og Sól- veig, í húsmennsku að Hausthús- um í Eyjahreppi í Hnappadals- sýslu hjá hinum ágætu hjónum, Jóni Þórðarsyni og Kristrúnu Ketilsdóttur, sem nú em löngu látin. Dvalarinnar í Hausthúsum nutu þau hjónin í ríkum mæli, í vernd og skjóli góðra og einlægra vina. Frá Hausthúsum lá svo leiðin aftur til Keflavíkur, og þar bjuggu þau gömlu hjónin upp frá því — í skjóli sonar síns og tengdadóttur, sem bæði reyndust þeim framúr- skarandi umhyggjusöm, ástrík og góð, og börnin þeirra ekki síður. Sólveig átti við mikla vanheilsu að stríða mörg síðustu árin, sem hún lifði. í fjögur ár var hún rúm- föst heima og naut þá fórnfúsrar hjúkmnar Fjólu, tengdadóttur sinnar. Þrjú síðustu árin, sem hún lifði, lá hún á sjúkrahúsinu í Keflavík og andaðist þar hinn 20. desember árið 1958. Við útför Sólveigar flutti ég þetta erindi sem kveðju frá eigin- manninum: ,,Kveð ég þig í klökkum anda kœrleiksrfka vina mín, þakka veitta ástúð alla og unaðslegu brosin þín. Þó að sértu horfin héðan, huggun einni treysta má. Bíður þín um aldir alda eilíf sœla Guði hjá. “ Eftir lát Sólveigar dvaldist Agúst áfram í skjóli ástvina sinna. En oft var hann á þeim árum og síðustu árin sem Sólveig lifði, langdvölum fjarri heimili sínu við smíðar og múrverk. I mörg ár starfaði hann þannig, a.m.k. yfir sumartímann, uppi í Bæjarsveit í Borgarfirði. M.a. vann hann mikið við kirkjusmíð- ina þar. I Bæjarsveitinni eignaðist hann góða vini og undi hag sínum þar framúrskarandi vel, eins og þetta erindi hans sýnir svo ljós- lega: ,,Blessuð vertu Bcejarsveit og bœndafólk í armi þfnum. Þegar ég hverf af þessum reit, þá er minning Ijúf og heit. Langt í fjaricegð víst ég veit, verð ég hér í draumum mínum. Blessuð vertu, Bœjarsveit og bœndafólk í armi þínum. “ í febrúarmánuði árið 1964 gerðist Agúst vistmaður á elliheimilinu Hlévangi í Keflavík og þar dvald- ist hann upp frá því á meðan heilsan leyfði. Hann var hraust- menni hið mesta og framúrskar- andi heilsugóður mikinn hluta ævi sinnar. Svo merkilegt sem það kann að virðast, tókst honum að yfirstíga bæði kransæðastíflu, sem hann fékk fyrir allmörgum árum og krabbamein við tungu- rætur, en af því veiktist hann fyrir 4 árum. Á Hlévangi var Ágúst mikils metinn og hvers manns hugljúfi, eins og allsstaðar, þar sem hann kom við sögu og kynnti sig. Hann var svo ljúfúr og viðmótshlýr, svo lundléttur, broshýr og bráð- skemmtilegur, að öllum, sem áttu samleið mðe honum, fór ósjálfrátt að þykja innilega vænt um hann. Það var eins og alltaf ljómaði sól- arbirta frá honum og umhverfis hann. Þessi birta fylgdi honum, þótt árunum íjölgaði, og daprað- ist ekki — til endadægurs. Þegar ég kvaddi Sólveigu heit- ina í Keflavíkurkirkju fyrir 25 ár- um, þá talaði ég mikið um Ijósið og lagði út frá þessu fagra erindi Matthíasar: ,,Hvað erþað Ijós, sem lýsir fyrir mér />cí leið, hvar sjón mi'n enga birtu sér? Hvað er það Ijós, sem Ijósið gjörir bjart og lífgar þessu tákni rúmið svart? Hvað málar ,,ást“ á œskubrosin smá og ,,eilíft lif“ á feiga skörungs brá? Hvað erþitt Ijós, þú varma hjartans von, sem vefúr armi sérhvern tfmans son? Guð er það Ijós. Þessi orð gætu alveg eins fallið að minningu Ágústs og Sólveigar, 322-FAXI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.