Faxi - 01.12.1984, Page 67
„Megi samúð og trú ávallt ráða ríkjum“
Avarp Oskars Jónssonar er hann afhenti
Heilsugæslustöð Suðurnesja tvær af myndum sínum
Hljóðs bið ég þá sem mig heyra og sjá, sagði
Davíð Stefánsson á Akureyri, norður þar.
Þegar hann ávarpaði viðstadda.
Mér dettur í hug aftur á móti. . .
Þegar stórt ég spyr
þá er stirt um svar
og óvissan hugann hún sker
þó hugurinn hið ytra sé kyrr.
Okkur er gjarnt að spyrja og velta vöngum
yfir hinu og þessu í jörðu og á, einnig velta
vöngum yfir sýnilegu og ósýnilegum heimi.
Yfir hinum óendanlega stóra og óendanlega
smáa.
Velta vöngum yfir hinu lífræna efni og líf-
lausa efni ef þau eru þá til. Velta vöngum yfir
tilveru lífsins og dauðanum. Þá er enginn
furða þó að sé sagt. . .
Þegar stórt ég spyr
þá er stirt um svar
og óvissan hugann hún sker
þó hugurinn hið ytra sé kyrr.
Ég er hingað kominn til þess að afhenda tvö
málverk, sem gjöf til Heilsugæslustöðvarinn-
ar. Stærð þessara málverka fer eftir því, hver
á horfir. Þau gætu verið afstæð eins og allt
annað í þessum heimi. Keilirinn, en hann er
sýnilegur í annarri myndinni, minnir ef til
vill á sköpun sína. Sköpun á ísaldartímabili
jarðsögunnar og tákn Suðurnesja skagans.
Einskonar píramíti, sögu landsvæðisins.
Keilir, hann getur breytt litum sínum í end-
urspeglun sólargeislanna, margslunginn og
magnslunginn spegill hennar. En umhverfi
Keilisins sem og hraunið er yngra að árum í
jarðsögunni og fylgir að nokkru byggðasögu
landsins.
Um hina myndina gildir jafnt um, að hún er
afstæð að gerð og stærð. Hún minnir ef til vill
á hið mikla haf sem umkringir okkar land og
gerir það að eylandi all stóru og einangruðu
frá öðrum löndum, stórum sem smáum.
Hvort sem minnst er á jarðsögu eða byggð-
arsögu þá er margt um að segja. Sjórinn hefur
verið bjargvættur. Þangað höfum við sótt
björg í bú að stórum hluta. Fuglar (sem sjast
á myndinni) hafa sótt landið heim og sest hér
að, löngu fyrir landnámstíð og verið búbót
fyrir marga. Fuglarnir eru einnig tákn fyrir
hugmyndaríkan hugarheim mannsandans,
sem landsfeður okkar eru frægir fyrir.
Ef þessar áður umtöluðu myndir geta vakið
huga þeirra sem á þær horfa, þannig að þeir
gleymi sínum eigin áhyggjum á meðan þeir
bíða í ofvæni eða óvissu, er takmarkinu náð.
Þessi stofnun er öruggi margra fyrir líf og
heilsu. Þess vegna ekki óeðlilegt að velta
vöngum eins og ég kalla það yfir stöðu þess-
arar stöðvar í þjóðfélaginu. Einu sinni kom út
bók (1921 — 1922) eftir Dr. Guðmund Finn-
bogason sem heitir Hvers vegna, vegna þess?
í þessari bók er fjallað um ýmis fyrirbrigði
lífsins sérstaklega eðlisfræðileg og efnal'ræði-
leg. Ég ætla að nota spurningarorðin. Hvers
vegna, vegna þess, til þess að loka og ljúka
þessum vangaveltum.
Hvers vegna, vegna hvers?
Hvers vegna þessa Heilsustöð?
Samúð og trú er skapandi sess
sem varð til þess.
Hvað er samúð og þá til hvers?
Hvers vegna hjúkrun og lœknalið?
Hugsjónir þeirra eru vísindasess
sem varð til þess.
Hvað eru vísindi og þá til hvers?
Hvers vegna að vœnta þeim svars?
Knýið á, sjá þá upplokið er,
er mannsins sess sem varð til þess.
Hver er hinn mikli skapadómur?
Hvað er efni og lífsins andi?
Hver er neistinn í lífsins sess?
í upphafi var orðið, sem varð til þess.
Njótið heil myndanna með óskum um að
hið ljúfa viðmót allra starfandi krafta á þess-
ari Heilsustöð, megi verða öllum þeim sjúku
sem hingað leita til blessunar um öll ókomin
ár.
Megi samúð og trú ávallt ráða ríkjum.
Óskar Jónsson afhendir Hcitsugœslustöð Sudumesja myndir. Á myndinni eru Eyjól/ur Eysteinsson for-
stjóri, Helga Óskarsdóttir, Óskar Jónsson, Ingólfur Falsson form. sjúkrahússtjórnar, Óttar Gud-
mundsson yfirlœknir og Arnheidur Ingólfsdóttir hjúkrunarforstjóri.
svo bjart var yfir þeim báðum —
og sameiginlegri vegferð þeirra. í
októbermánuði 1982 fór Ágúst á
sjúkrahúsið í Keflavík og átti ekki
afturkvæmt þaðan. Líkams-
kraftarnir voru sífellt að þverra,
en andlegur styrkur hans var að
mestu óbugaður. Hann las
framundir það síðasta og fyldist
með frá degi til dags. Síðustu vís-
una, sem ég hefi heyrt eftir hann,
orti hann á níræðisafmæli sínu.
Hún er svona:
,,Yfir d tuginn tíunda
tölti ég með slitna fœtur.
Nú við lok þess níunda
nokkrar koma aldursbœtur. “
Og á eftir vísunni skrifar hann:
,,Lifið öll í Guðs ffiði. “
Það er engin uppgjöf eða svart-
sýni í þessum hendingum. Stað-
reyndir eru viðurkenndar, en um
leið er litið þangað, sem ljósið
skín.
Ágúst andaðist aðfaranótt hins
20. júlí síðastliðins. Hann leið út-
af, eins og ljósið, sem brennur of-
an í stjakann. Þegar ég leit hann
látinn, þá kom fram í huga minni
þetta fagra erindi eftir eitt af góð-
skáldunum okkar:
,,Stillt vakir Ijósið
i stjakans hvítu hönd.
Milt og rótt fer sól
um myrkvuð lönd.
Ei með orðaflaumi
skal eyðast heimsins nauð
Kyrrt og hljótt í moldu
vex korn í brauð. “
Ljósið enn, lífið enn, líka á loka-
dægri aldarlangrar æviferðar.
Um leið og ég blessa af hug og
hjarta hina björt minningu vinar
míns, Ágústs Péturssonar, þá
sendi ég ástvinum hans einlægar
samúðarkveðjur, með þeirri bæn
til Guðs, að hann farsæli og blessi
öll þeirra óstigin ævispor.
Björn Jðnsson.
FAXI-323