Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 73
Dorrigo dvöldum við í 2 daga. Þar
komst ég á Rotaryfund, og eftir
fundinn var öllum félögum ásamt
konum boðið til mikillar kvöld-
veislu hjá Gordon Rowe, okkur til
heiðurs.
Morguninn áður en við fórum
ffá Dorrigo var okkur boðið til
tedrykkju til konu sem hafði selt
eignir sínar fyrir nokkrum árum,
sem að vísu voru miklar, og keypt
heilt fjall og byggt upp á toppi
þess geysistórt hús eða höll og lát-
ið ieggja malbikaðan hringveg
upp að húsinu, en fjallið var alltt
skógi vaxið. Hjá þessari konu sá-
um við stærsta málverkasafn í
einkaeign sem við höfum séð.
Um kl. 4 sama dag keyrði
Gordon okkur áleiðis til Coffs
Harbour en Davíð Skeet og kona
hans komu á móti okkur og við
mættumst á miðri leið. í Coffs
Harbour dvöidum við í 1 sólar-
hring á heimili Davíðs. Hann íór
með okkur til eins af Rotaryfélög-
um borgarinnar, sem ræktaði
banana og (leiri ávexti. Banana-
rækt fer fram í fjaiishlíðum og
meðal bananaklasi vegur um 60
kíló og eru þeir bornir í fanginu,
stundum langar leiðir í miklum
bratta, sem hlýtur að vera erfið
vinna.
Eftir að hafa skoðað ávaxta-
ræktina gaf hann okkur fullan
stóran poka af alls konar ávöxtum
til að hafa með okkur norður á
bóginn.
Ekki var hægt að fara svo frá
Coffs Harbour að ekki væri skoð-
uð höfnin. Þar er stór fiskmarkað-
ur. Þar hittum við nokkra sjó-
menn, sem voru að koma að landi
með dagsveiði, sem var ekki
meiri en það, að þeir héldu á
henni á milli sín í bala, 40 — 50
kfló, sem þótti sæmileg veiði. Þeir
voru ánægðir með afkomuna.
Framboð og eftirspurn ræður
verðinu og hefur ætíð gert.
Þeir stunda veiðarnar á átta til
fimmtán tonna bátum, og það
telst til undantekninga, ef ekki er
hægt að róa alla virka daga.
Frá Coffs Harbour var haldið í
norður til Gullstrandarinnar en
þangað er 6 klst. akstur með rútu-
bflum, en það var eina leiðin sem
við vorum ekki keyrð af kunn-
ingjum. Á þessari leið breyttist
hitastigið mikið. Við færðumst
nær miðbaug og komum til staðar
þar sem lítill sem enginn munur
vr á árstíðum, hvað veðurfar
snertir.
Gullströndin er rétt fyrir sunn-
an stórborgina Brisbane. Gull-
ströndin er eftirsóttasti sjóbað-
staður Ástralíumanna. Borgin tel-
ur um 250 þúsund manns. Þarna
Hið frœga óperuhús i Sidney.
virðast vera svo langt sem augað
eygir gylltar sandstrendur. Við
höfðum ákveðið að búa þarna á
hóteli í 5 daga og vildum vera ein
vegna þess að það var komið að
stórri stund í lífi konu minnar.
Hún var að verða 60 ára, eða þann
14. september. Á meðan við
dvöldum þarna fórum við eitt
kvöld á skemmtistað, sem stað-
settur var í hótelinu. Þar
skemmtu nokkrir af þekktustu
skemmtikröftum Ástralíu. Þegar
prógrammið var hálfhað var gert
hlé og ein af söngkonunum gekk
issimafond de teint
Látið skynsemina ráða
og notið issima ,,make up“
Apótek Keflavíkur
Mariage de la heaulé el de la raison.
íssima Fond de Teini á I 'Hydrolastine,
confu comme un produit de soins.
apporte Tindispensabie rcponse á loule femme
donl le souci esl de réhausser Téclat
de son leint tout en lullanl conlre les facieurs
qui accélérenl le vieillissemenl prémaluré
de l'épiderme. Existe en 5 tcinh
Lignr Issima de Guerlaln . eréme régénérairice. cmulslon proleclrice. créme de soins pour le cou. créme conlour des yeux. concentré régénéraleur á l'hydrolastlne. fond de teinl.