Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 82

Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 82
FLEIRA FÓLK Ný bók eftir Jónas Árnason. Á síðustu tveimur áratugum hefur Jónas Ámason sent frá sér mörg ný leikrit — en enga nýja bók. En þær bækur eftir hann, sem áður voru komnar út, hlutu góðar viðtökur. Munu því eflaust margir fagna því að fá nú aftur í hendur nýja bók eftir Jónas. Dagsetningar í þessari bók segja til um það, hvenær frumdrög þáttanna urðu til. Stundum var um að ræða stutta dagblaðapistla, stundum dag- bókarpunkta, stundum uppriíjun gamalla minninga. Jónas hélt þessum frumdrögum saman, og mörg þeirra vann hann fljótlega upp, jók við þau og endurbætti, en smiðshöggið á flesta þættina rak hann í sumar heima hjá sér á Kópareykjum í Reykholts- dal. Hér er sagt frá raunverulegum at- burðum og raunverulegu fólki, — og ekki síst höfundinum sjálfum, sem alltaf kemur meira og minna við sögu, — en lítið sem ekkert af efninu hefur áður birst í þeirri mynd, sem það birt- ist hér. Teikningar þær eftir Kjartan Guð- jónsson, sem birtast í þessari bók, voru allar gerðar á þeim árum, sem þættir í henni rekja uppruna til. Fyrsta bók Jónasar Arnasonar hlaut nafhið ,,FÓLK“. Þegar til þess kom að velja nafn á þessa nýju bók hans, sem kemur eftir tveggja áratuga hlé, þótti það vel við hæfi að hafa það „FLEIRA FÓLK“. Þá verður „Syndin er lævís og lip- ur‘‘ endurútgefm, en hana sendi Jón- as á jólamarkað haustið 1962 og seld- ist hún upp fyrir jólin. TIL ÍHUGUNAR Áárunum 1966 til 1982 jókst áfengis- neysla á íslandi um 34,7%. Á þeim ár- um var áfengissölustöðum fjölgað verulega. Á sama árabili jókst áfeng- isneysla í Finnlandi um 146,2%. Þar var gefin frjáls sala á áfengu öli 1969. Það er full ástæða til að kynna sér reynsiu annarra þjóða af áfengu öli. Afmælishóf Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs var haldið í Stapa í Njarðvík 18. nóv. s.l. Ingólfur Falsson, stjómarformaður, setti hátíðina og fól Ellert Eirikssyni, sveitarstjóra í Garði, veislustjóm. Ein af teikningunum eftir Kjartan Guð- jónsson sem prýða bókina ,,Fleira fó lk.“ Ingólfur rakti sögu sjúkrahússins og studdist við fundargerðarbækur. Er- indið var mjög ítarlegt, fróðlegt og mikið heimildasafh, sem birt er hér í blaðinu. Aðrir ræðumenn vom Jón K. Jó- hannsson, sem var yfirlæknir sjúkra- hússins í 1254 ár, Ragnar Guðleifsson, fyrsti stjómarformaður sjúkrahús- stjómarinnar og Matthías Á. Mathie- sen, ráðherra. Auk þeirra tóku margir til máls um leið og þeir afhentu gjafir. Þar á meðal Þórarinn St. Sigurðsson, formaður SSS, sem færði sjúkrahús- inu málverk eftir Eirík Smith, frá Sambandi sveitarfélaga á Suðumesj- um. Þá afhenti María Hermannsdóttir, varaformaður Styrktarfélags sjúkra- hússins, gjafabréf fyrir blóðkæliskáp sem þegar er kominn í gagnið. Guð- rún Amadóttir varaformaður Kvenfé- lags Keflavíkur afhenti gjafabréf fyrir tæki til nota á skurðstofu. Magni Sig- urhansson tilkynnti að Styrktarfélag aldraðra hefði hafið söfnun í sjóð til styrktar langlegudeild með sölu minningarkorta, en ágóðinn verður ekki afhentur fyrr en hafist verður handa um byggingu deildarinnar. Hjónin Bragi Halldórsson og Valgerð- ur Pétursdóttir matráðskona á sjúkra- húsinu afhentu veggteppi að gjöf. En Valgerður hefur starfað óslitið á sjúkrahúsinu síðan 1958 eða í 26 ár. í lok hófsins þakkaði Eyjólfur Ey- steinsson framkvæmdastjóri allar þessar glæsilegu gjafir, einnig þakk- aði hann starfsfólki sjúkrahússins fyrir langa og dygga þjónustu og færði nokkrum þeirra er lengst höfðu unnið gjafir sem þakklætisvott. BÓKASAFN Fjölbrautaskólans í Keflavík á nú um 3500 bækur og tímarit og er mjög mikið notað. Þar er lesaðstaða fyrir nemendur skólans og aðra sem þang- að þurfa að leita. Stofn bókasafnsins kom frá Iðnskólanum, þegar honum var breytt í fjölbrautaskóla 1976. Það safn var að vísu lítið, en árlega em nú keyptar til safnsins bæði nýjar bækur og gamlar, eftir því sem fé leyfir. Fyrst var safnið geymt f stofu 1, en þegar mötuneyti nemenda var flutt þar.gað um 1981 var safninu komið fyrir í vesturenda hússins. Fram til 1982 sáu kennarar skólans um gæslu og skráningu safnsins, en þá var ráðinn bókasafnsfræðingur, Hulda Björk Þorkelsdóttir, sem starf- að hefur þar í hálfu starfi. Endur- skipulagði hún safnið, flokkaði að nýju og skráði. Auk hennar annast nemendur skólans gæslu í safninu, en það er opið á skólatíma. Safninu stjómar sérstök bókasafns- nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar nem- enda og kennara auk bókavarðar. Kennarar skólans gera tillögur um bókakaup, hver fýrir sína grein, en safnsstjóm getur einnig ákveðið bókakaup. Gunnar Bergmann, kenn- ari, hefur að mestu annast bókainn- kaup í Reykjavík, en einnig bóka- vörður. Þröngt er nú orðið um safnið í nú- verandi húsnæði, og sérstaklega er starfsaðstaða bókavarðar slæm. Er því mjög brýnt að úrbætur fáist í þeim efnum, t.d. með flutningi safnsins á efri hæð skólans, eins og bókavörður hefur gert tillögu um. í ffamtíðinni er gert ráö fyrir að safhið verði í viðbygg- ingu, sem fyrirhugað er að reisa í norður út frá skólanum, í átt að íþróttahúsinu. Skúli Magnússon. Gísli Einarsson, sölukóngur, Lágmóa 6, Njarðvík. Hann seldi 106 blöð af síðasta FAXA. EINN MEÐAL BÆR OG LÍTIÐ KOT Þó að Keflavíkur sé getið í fmmheim- ildum um byggð á Islandi á hún sér ekki langa sögu sem blómleg eða bú- sældarleg byggð. Heimildir eru óljós- ar fyrir því hvenær byggð hefst í Keflavík og hvemig henni hefur verið háttað. Ömggar heimildir eru fyrir því að í maí 1740 hélt Chr. Drese landfógeti sýslumann ásamt 6 bændum, skoða hús og skemmdir á konungsjörðum, sem laskast höfðu í fárviðri og ágangi sjávar þá um veturinn. Skoðaðar voru 25 konungsjarðir frá Stafnesi til Keflavi'kur. Þá er Keflavík talin „einn meðalstór bær og lítið kot“. Það er ekki fyrr en verslun hefst hér að lifnar yfir byggðinni. Kringum hana skapast vinna og fólk leitaði hennar. Kaupmennirnir danskir — misjafnlega látnir af viðskiptavinun- um — fluttu með sér framandi menn- ingu og lifnaðarhætti, sem hér vom alls óþekktir. En hvort heldur kaup- Á gangi í Hafnarstrœti i júlímánuði sfðastliðnum. Jón Kristófer kadett (horftr á steinvegginn ístefnu niðurþangað sem hinn illrœmdi ,,Kjallari“ varj: Það varallt jafn andstyggilegt ísambandi viðþennan stað. Jónas: AlltPEkki þó fangaverðimir. Jón Kristófer: Nei. Ekki fangaverðimir. Þeir vom svo Ijóðelskir. 338-FAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.