Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Side 6

Frjáls verslun - 01.05.2001, Side 6
RITSTJÓRNARGREIN Háll er íslnn sUórnarmönnum Atökin innan stjórnar Lyijaverslunar íslands eru um margt sérkennileg, en út úr þeim má þó lesa það sem löngu var vitað að háll getur hann verið ísinn stjórnum hlutafé- laga. Þessi átök snúast um að meirihluti nú- verandi stjórnar Lyflaverslunar Islands hefur gengið frá samningi við annan stærsta hluthafann í félaginu, Jóhann Ola Guð- mundsson, um kaup á meirihlutaeign hans í öðru fyrirtæki, Frumafli, og telur minnihlut- inn að ekki sé hægt að ganga frá kaupum sem hluthafafundur á eftir að taka ákvörðun um. Sömuleiðis að greitt sé of hátt verð fyrir hlutinn, að undarlegt sé hvernig verð hans hafi verið fundið út, og að verið sé að nota fé almennra hlut- hafa í Lytjaverslun íslands til að hygla Jóhanni Ola! Þeir sem mótmæla eru stærsti hluthafinn, Aðalsteinn Karlsson, og sá þriðji stærsti, Örn Andrésson. Inn í þetta drama fléttast síðan álitamál um það hvort áritað minnisblað íyrrverandi stjórnar félagsins hafi verið bindandi kaupsamningur við Jóhann Óla og hvort hann hafi vegna gáleysis hluthafafundar í vor fengið þijá menn af fimm í nýrri stjórn og að völd hans í stjórninni séu langt umfram eignarétt hans. Þá er þráttað um hvernig staðið var að boðun á stjórnarfúndinn þar sem gengið var ffá umræddum kaupum. Langt er síðan að deilur á milli stjórnar- manna í almenningshlutafélagi hafa fengið annað eins rými í fjölmiðlum og þarf líklegast að fara allt aftur til átakanna í stjórn Islenska útvarpsfélagsins, Stöðvar 2, sem þó var lokað hlutafélag, til að finna hliðstæðu. Hutverk stjórna Eflaust leysist deilan í stjórn Lyfjaversl- unar íslands á hluthafafundi í júlí nk. Hún hefur engu að síð- ur vakið upp gamalgrónar spurningar um það hvert hlut- verk stjórna í fýrirtækjum sé - og ekki síður hvernig og fýr- ir hverja þær eigi að vinna. Hluthafar í fyrirtækjum hafa völd í samræmi við eign sína og kjósa sér stjórnir í fýrir- tækjum. Óeðlilegt er talið að völd og réttur verði meiri en ræðst af eign viðkomandi í félaginu og sömuleiðis er óeðlilegt að réttur hans sé minni. Mörgum finnst raunar sem umræð- ur um minni- og meirihluta í stjórnum hlutafélaga séu órökréttar og gamaldags, stjórnir hlutafélaga eigi að vinna jafnt fýrir alla hluthafa. Hlutverk og ábyrgð stjórna í hlutafélögum eru víðtæk og þar mæðir ekki síst á siðferðilegri ábyrgð stjórnarmanna. Flestir eru sammála um að meginhlutverk stjórna sé að móta stefnu fyrirtækjanna, ráða forstjóra og meta frammistöðu hans reglulega, hafa eftirlit með því að markmið náist, gæta hagsmuna allra hluthafa, taka ákvarðanir um stórar skuldbindingar, eins og fjárfestingar, - og veita forstjórum ráðgjöf. Eflaust er mjög misjafnt hversu mikið stjórnir skipta sér af og fylgjast með dagleg- um rekstri, hversu afskiptasamar og smámunasamar þær eru gagnvart stjórnendum. Sumir stjórnarmenn koma ef- laust óundirbúnir á hvern einasta stjórnarfund, kinka að- eins kolli þegar mál eru borin upp og leggja ekkert til mál- anna. Aðrir eru svo afskiptasamir að daglegur rekstur fýrir- tækja kann að líða fýrir það. Bestur er eflaust sá gullni með- alvegur að stjórnarmenn sinni eftirlitsskyldu sinni, séu áhugasamir og ráðagóðir gagnvart stjórnendum en láti ann- ars fremur lítið fýrir sér fara. Yfirleitt útkljá stjórnarfor- menn fýrirtækja ágreiningsmál í stjórnum og ná sameigin- legri niðurstöðu svo allir geti vel við unað. Þetta er oftar en ekki gert utan stjórnarfunda. En vissulega getur þurft að grípa til atkvæðagreiðslu til að ná fram ákvörðun. Háll er ísinn Hann getur verið háll ísinn stjórnarmönnum í smámálum, hvað þá í stórmálum! Því verður að ætla að stjórn Lyfjaverslunar Islands hefði átt að vera óvenju varkár þegar hún gekk frá kaupum á fýrirtæki af einum stærsta hluthafanum. Jón G. Hauksson Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 63. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólafsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfa Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir LJÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimur hf. RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: ÁSKRIFTARVERÐ: kr 3.310,- fyrir 1.-5. tbl. - 2.979- ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. DREIFING: Heimur hf„ sími 512 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. LITGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttíndi áskilin varðandi efai og myndir ISSN 1017-3544 Borgartúni 23,105 Reykjavik, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@tafnakonnun.is 6

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.