Frjáls verslun - 01.05.2001, Qupperneq 14
FORSÍÐUEFNI SKILNflÐIR OG SKIPTING EIGNfl
Skilnaðir geta verið flóknir og hatursfullir þegar kemur
að skiptingu eigna, ekki síst hafi hjón stofnað og byggt
upp fyrirtæki saman. Hvernig á að skipta fyrirtœkinu
upp og hvort þeirra hjóna fœrfyrirtœkið?
Skilnaðir eru oftast erfiðastir fyrir börnin. En
þeirgeta verið flóknir og hatursfullir þegar kem-
ur að skiþtingu eigna, ekki síst hafi hjón stofnað
og byggt uþp fyrirtæki saman. Hvernig á að
skipta fyrirtækinu upp og hvort þeirra hjóna fær
fyrirtækið? Hvað með aðrar eignir? Flestir telja
að allar eignir séu settar í einn stóran pott og
honum skipt til helminga á milli hjóna eftir regl-
/
unni: „Eg fæ þetta ogþú þetta“. Mikið til rétt, en
samt; þetta er ekki alveg svona einfalt.
Þetta var meira en Daren Wagner gat umborið. Hún var
inni í eldhúsi að útbúa samlokur fyrir börnin um hádegis-
bilið dag einn í apríl 1999 þegar hún heyrði mann sinn,
Kenneth Wagner, ræða við fulltrúa banka í síma. Þau höfðu
byggt upp sameiginlegt bátafyrirtæki frá grunni en stóðu, þeg-
ar þarna var komið við sögu, í hatursfullum skilnaði á miðjum
aldri. Hann notaði enn skrifstofu fyrirtækisins, sem var í kjallar-
anum heima hjá þeim, og var að ræða við bankafulltrúann um
jjármögnun á nýjum báti fyrirtækisins. Bálreið hringdi Daren í
lögfræðing sinn og spurði hvort hann gæti gefið sér eina gilda
ástæðu fyrir þvi að hún ætti að samþykkja tugmilljóna skulda-
aukningu til að stækka fyrirtækið - sem hann myndi halda en
eftir ætti að skipta. Bátakaupin horfðu allt öðru vísi við gagnvart
Kenneth. Hann átti kost á að kaupa stærri og sparneytnari bát
á mjög góðum kjörum sem honum reiknaðist til að myndi spara
fyrirtæki þeirra, Chicago’s Wagner Charter Co., um 300 þús-
und dollara á ári (30 milljónir króna), vegna hagstæðari launa-
og eldsneytiskostnaðar í ljósi þess að báturinn væri stærri og
gæti borið fleiri farþega á siglingum fyrir-
tækisins um Michigan vatn. Hann leit svo
á að með auknum hagnaði fyrirtækisins
ætti hann auðveldara með að greiða Daren
lifeyri og sfyðja börnin með fjárframlögum.
Hún óttaðist hins vegar að svo mikil heift og
illgirni byggi með Kenneth að hann myndi
frekar gera fyrirtækið gjaldþrota en að láta
hana fá eitthvað út úr því.“
A þessa leið hófst umfjöllun bandaríska
tímaritsins Business Week þegar það flallaði
fyrir nokkrum mánuðum um skilnaði hjóna
sem ættu saman fyrirtæki. Tímaritið sagði að
oftar en ekki yrðu fyrirtækin eins og vígvöllur
og spurði í framhaldi af því: „Lifir fyrirtæki
ykkar það af að þið skiljið?“
I könnun ráðgjafafyrirtækisins Arthur And-
ersen, frá árinu 1997, svöruðu um 22% af þeim
sem spurðir voru að þau hefðu með einum eða
öðrum hætti kynnst af eigin raun skilnuðum á
meðal eigenda ijölskyldufyrirtækja.
Skilnaðir forstjóra stórfyrirtækja og eigenda
ijölskyldufyrirtækja eru oft til umfjöllunar hjá er-
lendum Ijölmiðlum. En skilnaðir eru ekkert síð-
ur algengir og erfiðir hér heima því næstum ann-
að hvort hjónaband á Islandi fer út um þúfur, sum
hver eftir langa hjúskapartíð og mikla farsæld. SH