Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Síða 21

Frjáls verslun - 01.05.2001, Síða 21
Institute, Southwest Airlines, Cisco Systems, Men’s Wearhouse og New United Motor Manufacturing Inc. (NUMMI). Þeir fjalla um hvert fyrirtæki fyr- ir sig út frá atriðum eins og hagnaði, sögu fyrir- tækisins, skipulagi, stjórnun og helstu stjórn- endum. Síðan er tekið fyrir hvaða aðferðum þessi fyrirtæki beita, m.a. við stjórnun starfs- fólks, öflun umsækjenda og þjálfun og hvernig umbunarkerfið styður við menn- ingu fyrirtækisins, gildi og tilgang. Lítil startsmannavelta hjá SAS Institute SAS Institute er stærsta einkarekna hug- búnaðarfyrirtækið í heiminum og rekur 68 skrifstofur um allan heim með samtals um 5.400 starfsmenn. 97% Fortune 100 fyrir- tækjanna notar SAS hugbúnað. SAS Institute býður verðandi starfsmönnum ekki upp á hlutabréf eða bónusa. Þrátt fyrir það laðar fyrir- tækið til sín marga umsækjendur og starfs- mannaveltan er undir 4% í starfsgrein þar sem starfsmannavelta undir 20% telst góð. Stefna fyrir- tækisins er að byggja upp varanleg tengsl við við- skiptavini, samstarfsaðila og starfsmenn. Hugmynda- fræði þess er að koma fram við alla af sanngirni og á jafn- réttisgrundvelli og að skapa vinnustað þar sem starfsfólk fær að njóta sín. Áherslan er á gagnkvæmt traust og virðingu. SAS trúir því að ef komið er fram við starfsfólk sem ábyrgðarfulla einstaklinga þá muni þeir endurgjalda fyrirtækinu með tryggð og auknu vinnuframlagi. Starfsfólk fær umboð til athafna og er Bókin Hidden Value: How Great Companies Achieve Extraordinary treyst fyrir að skila góðri vinnu. SAS trúir því að þreyttur og Results with Ordinary People. O’Reilly og Pfeffer koma með lifandi vinnuþjakaður starfsmaður skili ekki góðri vinnu og því er haft dœmifrá átta fyrirtœkjum. FV-mynd: Geir Ólajsson að leiðarljósi að lágmarka yfirvinnu starfsfólks. STJÓRNUN BÓKIN FflLIN GILDI Cisco hefur viðskiptavininn í fyrirrúmi Cisco systems er fyrir- tæki með 30.000 starfsmenn sem selur lagnir og tengibúnað fyrir Internetið. Fyrirtækið hefur vaxið gífurlega frá stofnun þess fyrir tæpum 20 árum og er það hinum mikla vexti í Inter- netnotkun að þakka en einnig stöðugum kaupum á samkeppn- is- og samstarfsaðilum. Cisco kaupir upp fyrirtæki til að öðlast þekkinguna sem býr í starfsfólkinu. Á undanförnum árum hef- ur Cisco gengið í gegnum ekki færri en um 60 sameiningar, sem hafa auðvitað tekist misvel. Starfsmannaveltan hjá Cisco er mjög lítil, fyrirtækið nær að halda um 95% þeirra sem hefia störf hjá fyrirtækinu. Það er því þrennt sem forstjóri Cisco, John Chambers, leggur áherslu á hjá Cisco. I fyrsta lagi að við- skiptavinurinn verði alltaf að vera í fyrirrúmi. I öðru lagi að komast hjá því eftir fremsta megni að segja upp fólki. Og í þriðja lagi að fylgjast vel með tæknibreytingum og aðlagast þeim. Áhersla á „mjúku málin“ Fyrirtæki sem tekin eru fyrir í bók- inni hafa náð lengra en önnur fyrirtæki í sömu starfsgrein. Það sem aðgreinir þau frá öðrum er að frekar en að einblína á færni fólks við ráðningar ráða þau til sín fólk sem hefur rétt viðhorf og hentar menningu fyrirtækisins. Þau fjárfesta í starfsfólkinu og gefa því tækifæri. Þau deila upplýsingum með starfsfólkinu, sem gerir það að verkum að því finnst að það eigi í fyrirtækinu. Leiðtogar fyrirtækjanna átta hafa snúið leiðtogahugtakinu við: Fremur en að taka völdin gefa þeir starfsfólkinu vald og umboð til athafna. Áhersla er lögð á hópvinnu og hver einasti starfs- maður er mikilvægur fyrirtækinu. Þrátt fyrir þessa miklu áherslu á „mjúku“ málin einblína þessi fyrirtæki engu að síður á árangur. Þau hafa skýr frammistöðuviðmið og þeir sem ná ekki að uppfylla þau skynja fljótlega að þeir henta ekki inn í fyrirtækjamenninguna. Veikleikar bókarinnar eru miklar end- urtekningar, skýringar eftir á, yfirborðsleg greining á fyrirtækj- unum, skortur á tengingum við hvatningarmódel og skortur á verkfærum eða aðferðum til að geta metið hvort tiltekið fyrir- tæki sé á réttri leið, þ.e. tæki til að geta spáð fyrir um árangur í framtíðinni. Styrkleikar bókarinnar liggja á hinn bóginn í lifandi og sannfærandi dæmum frá ólíkum fyrirtækjum í mismunandi rekstri. Áherslan á mikilvægi svokallaðra mjúkra mála í stefnu- mótun fyrirtækja er áhugaverð og sannfærandi. Þeir sem vilja fræðast meir um fyrirtækin átta og hvernig þau ná fram því besta hjá starfsfólkinu ættu endilega að verða sér úti um eintak afbókinni.tíl Fyrirtækin, sem tekin eru fyrir í bókinni, hafa náð lengra en önnur fyrirtæki í sömu starfsgrein. Það sem aðgreinir þau frá öðrum er að frekar en að einblína á færni fólks við ráðningar ráða þau til sín fólk sem hefur rétt viðhorf og hentar menningu fyrirtækisins. 21

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.