Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Page 22

Frjáls verslun - 01.05.2001, Page 22
Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, er gestapenni Frjálsrar verslunar að þessu sinni: „Uppkaup á 100% eign- arhlut í öðrum bönkum virðist vera það samstarfsform sem ríkjandi er meðal stórra fjármálasamsteypa á Norðurlöndum." Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir hér frá sam- runum stærstu banka Noróurlanda og bendir á að stærsti banki Norður- landa, Nordea, sé hundrað sinnum verðmeiri en Landsbankinn. Hann telur nauðsynlegt að sameina fleiri fjármálafyrirtœki hér heima. Þá segir Halldór Jón að húsnæðislánastarf- semin sé eðlilegur og mjög mikilvægur þáttur í rekstri allra norrænna banka og telur brýnt að íbúðalánasjóður verði virkur þátttakandi í áframhaldandi samrunaferli hér á landi. Eftir Halldór Jón Kristjánsson Hagræðing og samþjöppun á norrænum ijármálamarkaði heldur áfram af miklum kraftí og má í þvi sambandi nefna að Nordea- bankasamstæðan hefur lokið kaupum á dönskum og norskum bönkum (Kreditkassen og Unibank) og er nú orðinn stærsti banki Norð- urlanda. En fleiri sameiningar eru á meðal stærstu banka Norðurland- anna. Fyrst má nefna að Danske Bank hefur keypt Fokus bankann í Nor- egi og sameinast RealDanmark í Danmörku. Þá hafa SEB og Swedbank ákveðið að sameinast og er sá samruni með fyrirvara um samþykki sam- keppnisyfirvalda, en í ljósi alþjóðlegrar þróunar er búist við að samrun- inn verði samþykktur. Ennfremur hefur Svenska Handelsbanken nýlega keypt Midtbank sem er millistór banki í Danmörku. Loks má nefna að finnska banka- og tryggingasamstæðan Sampo er í samkeppni við Den Norske Bank um kaup á norska tryggingafélaginu Storebrand. Fimm stærstu banhar Norðurlandanna Fjórar bankasamstæður eru nú stærstu ijármálafyrirtækin á Norðurlöndum. Fimmti stærsti banki Norðurlanda, Den Norske Bank, er aðeins um 25% af stærð fjórða stærsta bankans og aðrar bankasamstæður á Norðurlöndum eru mun minni. Meðfylgjandi er tafla yfir markaðsverð fimm stærstu banka Norðurlanda í samanburði við Landsbanka Islands og Islandsbanka. Þróunin á Norðurlöndum leiddi til samruna milli landa í kjölfar þess að hagræðingarmöguleikar sem fyrir hendi voru í hveiju norrænu ríkj- anna fyrir sig voru fullnýttir. Líklegt er að við væntanlegan samruna SEB og Swedbank ljúki samrunaferli stærri eininga á Norðurlöndum, að Is- landi undanskildu. Talið er ólíklegt að til samruna komi milli banka inn-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.