Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.05.2001, Qupperneq 35
AUGLÝSINGAR fl NETINU lýsingamiðill! Gríðarleg tækifæri Netið getur tekið við miklu af auglýsingum í viðbót því að það gefur svo mikla möguleika, t.d. í samskipt- um fyrirtækja við viðskiptavini sína. Hvaða tækifæri liggja í því? Rosalega mikil. Fyrirtækin þurfa ekki að byrja á byrjunarreit og kenna fólki á vöruna og þjónustuna frá grunni því að ákveðin þekking er til staðar. Hvert er virðið? Ef virðið er ekkert þá bregst notandinn ekki við. í stað þess að búa til hefðbundna auglýsingu er hægt að hafa samskipti við fólk í gegnum miðilinn, leyfa einstaklingunum að prófa hann og fá upplýsingar um það hvert virðið er fyrir hvern einstakling. Ýmsir gætu talið að auglýsingar á Netinu hlytu að vera bundnar við ákveðna aldurshópa. Miðlarnir vinni saman „Tæplega 80 prósent íslendinga nota Netið. Að meðaltali eru stærstu íjölmiðlarnir heimsóttir af 60 þúsund einstaklingum á dag. Hver er aldursdreifingin þar? Hún fer minnkandi eftir því sem aldurinn hækkar en tölur frá Bandaríkjunum og Skandinavíu sýna að eldra fólki ijölgar ört meðal nýrra Netnotenda. Það er athyglisvert. Eldra fólkið kemur seinna inn og verður virkara í notkun sinni á Netinu því að það hefur það sem við hin höfum ekki, nefnilega tíma. Með eldra fólki er kominn markhópur sem hefur aðra kaup- getu og þar hefur virðið ótrúlega mikið að segja. Hvernig nálgumst við þennan hóp? Það er undir okkur komið. Við þurfum að blanda saman hefðbundinni markaðsaðferðafræði og Netinu því að ekkert virkar eitt og sér lengur. Mengið hef- ur stækkað. Miðlarnir þurfa að vinna saman og við þurfum að bera virðingu fyrir hverjum miðli fýrir sig, styrk hans og virkni. Ef við náum viðskiptavininum inn á Netið getum við haldið honum í nokkrar mínútur eða nógu lengi til að láta hann fá eitthvað sem honum finnst vera einhvers virði og fá viðbrögð frá honum. Miðlarnir þurfa því að vinna saman. Við verðum að senda sömu skilaboðin en nýta um leið styrkleika hvers miðils íyrir sig.“ Hve stóran hlllta tekur Netið? „Netið er mjög ungur miðill, við erum ennþá að læra á hann og hann er að breytast og verða grunnur fyrir aðra ijölmiðlun. Upplýsingar og innhald eru styrkur Netsins og það verður gagnagrunnur íyrir nýrri og ókomna miðla. Netið getur bætt við sig miklu af auglýsing- um í viðbót því að það gefur svo mikla möguleika, t.d. í sam- skiptum fýrirtækja við viðskiptavini sína. Hvaða tækifæri fel- ast þar? Afar mikil. Fyrirtækin þurfa ekki að byrja á byrjunar- reit og kenna fólki á vöruna og þjónustuna frá grunni því að ákveðin þekking er til staðar. Netið getur lfka miðlað gríðar- lega miklum upplýsingum. Hvað vita t.d. margir af hverju fólk hættir að kaupa einhverja tiltekna vöru eða þjónustu? I gegn- um Netið er hægt að safna upplýsingunum, greina þær og bregðast við. Þetta er einn af styrkleikum miðilsins og þar eiga íslensk fýrirtæki enn ótal mörg sóknarfæri. Við getum náð árangri með tiltölulega einföldum aðferðum sem skila margfalt meiru. Oft er tekið dæmi um markpóst í Bandaríkj- unum. Ef svörunin er 1% þykir það frábær árangur. Eg hef oft spurt: Er 1% góður árangur? Nei. Okkur finnst að hagnaður af fýrirtækjum eigi að liggja miklu hærra en hvernig getum við þá sætt okkur við svona árangurstölu? Erum við ef til vill að skjóta alltof mörgum skeytum, sem aldrei eiga eftir að hitta í mark, með tilheyrandi kostnaði? Netið gefur gríðarlega möguleika á þessu sviði,“ svarar hann. S9 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.