Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 36
Gestir eru spurðir um aldur á forsíðu Sþeg-
ils.is.
Flash-tœkni er notuð til að búa til hreyfingu
á síðunni.
Hér er hægt að velja hvert maður vill fara.
Hér er að finna leiðbeiningar um hvernig Sumir gestanna skilja eftir sig bréf á um- Hér sést hvert hlutverk heimasíðunnar er, þ.e.
ganga á í klúbbinn. rœðuvettvanginum. að fjalla um bjórinn, klúbbinn o.s.frv.
Spegils á Netinu
Netið er í adalhlutverki við markaðssetningu Olgerðar-
innar á nýrri bjórtegund, Spegils, en sjónvarpið er not-
að til að vekja forvitni ogfá fólk inn á Netið. Þessi að-
ferð var talin best til að ná til aldurshópsins 20-25 ára.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
egar við gerðum kannanir í fyrrahaust kom í
ljós að okkur vantaði bjór fyrir aldurshópinn
20-25 ára því að Egils Gull, sem er
okkar aðalbjór, var ekki nógu mikið
keyptur af fólki á þessum aldri. Við
höfðum sótt um að fá að koma nýjum
bjór í sölu í Ríkinu og ákváðum því
að nota tækifærið og setja á markað
bjór sem myndi höfða til þessa hóps.
Fólk á þessum aldri vill ekki bragð-
sterkan bjór með miklu af humlum.
Það vill hafa bjórinn léttan á bragð-
ið og þess vegna gerðum við
nokkrar bragðkannanir til að finna
bragð sem hæfa myndi ímyndinni.
Spegils bjórinn, sem er í sölu í
dag, kom langbest út af þeim teg-
undum sem fólkið smakkaði," seg-
ir Arnar Haukur Ottesen, markaðs-
stjóri Ölgerðarinnar Egils Skalla-
grímssonar.
Létt Stríðni kveikir í fólhi Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.
sendi í vor nýjan bjór á markað, Spegils, - bjór í áldós sem hægt
er að spegla sig í. Bannað er að auglýsa bjór, eins og allt annað
áfengi, og því var úr vöndu að ráða. Hvernig átti að kynna vör-
una fyrir neytendum? Efdr að hafa leitað ráða, m.a. hjá lög-
lærðum mönnum, var ákveðið að koma á fót upp-
lýsingavef um bjórinn og láta tvo ijölmiðla vinna
saman, þ.e. sjónvarpið
Arnar Haukur Ottesen, markaðsstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, og Haraldur Har-
aldsson, hönnunarstjóri fyrirtækisins. Mynd: Geir Olafsson
36